Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 28
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is NATALIE PORTMAN leikkona er þrítug í dag. „Ég mun aldrei fórna öllu fyrir kvikmyndirnar, mitt eigið líf verður mér alltaf meira virði.“ Staða enskrar tungu á Íslandi verður rædd á málþingi sem fram fer í Norræna húsinu á morgun og Íslandsdeild ESU, the English-Speaking Union, stendur að í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Tilefnið er að fagna með formlegum hætti stofnun Íslands- deildarinnar en formaður hennar er Eliza Reid. „ESU eru alþjóðleg og óháð samtök sem voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöld árið 1918 í þeim tilgangi að tengja þjóð- ir, stuðla að samvinnu þeirra og efla enskukunnáttu hvar- vetna. Það að fólk geti talað saman og skilið hvort annað hjálpar til við að stuðla að alheimsfriði og í grunninn er það hugmyndin,“ segir Eliza en þrjú ár eru síðan bráðabirgða- stjórn Íslandsdeildarinnar tók til starfa. ESU-samtökin starfa í dag í meira en 50 löndum en auk málþingsins stendur Íslandsdeildin fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu á Íslandi sem hefst í dag og stendur í tvo daga. Hana sækja ESU-fulltrúar frá fimmtán ríkjum, rúmlega fimmtíu manns, sem auk þess að funda og sækja fyrirlestra munu kynnast landi og þjóð. Þeim verður boðið til móttöku á Bessastöðum og tölvuleikjafyrirtækið CCP heimsótt. „Íslandsdeildin er blanda af Íslendingum og útlendingum sem eru búnir að búa hérlendis mjög lengi en þeir koma úr öllum áttum. Við höldum fundi og fyrirlestra þar sem við höfum meðal annars fengið þekkta alþjóðlega fyrirlesara hingað til lands. Þá höfum við staðið fyrir ræðukeppnum fyrir menntaskólanemendur á ensku og búin að senda fjóra sterka ræðumenn til Lundúna til að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ræðukeppni sem þar er haldin árlega,“ segir Eliza. Eliza nefnir að samstarf við enskumælandi sendiráð hér- lendis hafi einnig verið gott og það sé sérstakt hvað unnið sé með mörgum sendiráðum, því breska, kanadíska, indverska og bandaríska, en í öðrum aðildarlöndum ESU er slíkt fátítt. „Við erum með mikið af ungu fólki sem er virkt í samtök- unum og má nefna að við erum með síðu á Facebook fyrir þá sem vilja kynnast starfseminni.“ Málþingið hefst klukkan 13.30 og stendur til 15.30 og verða öll erindi flutt á ensku. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mun ávarpa það og þrír fyrirlesarar flytja erindi, Pétur Knútsson, dósent í ensku við Háskóla Íslands, Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Sigríður María Egils- dóttir, nemandi við Verslunarskóla Íslands, en hún er einn íslenskra þátttakenda í alþjóðlegri ræðukeppni ESU í ár. juliam@frettabladid.is ÍSLANDSDEILD ESU: STOFNUÐ Skilningur stuðlar að friði ÚR ÖLLUM ÁTTUM „Íslandsdeildin er blanda af Íslendingum og útlendingum sem eru búnir að búa hérlendis mjög lengi en þeir koma úr öllum áttum,“ segir Eliza Reid, formaður Íslandsdeildar ESU. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, Leiv Ryste rafmagnsverkfræðingur lést þann 29. maí 2011 í Bergen. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Gróa Kristjánsdóttir Ryste. MOSAIK Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Sigurðardóttir Lindasmára 39, áður Laufbrekku 27, Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 7. júní á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar verður gerð frá Kópavogs- kirkju, miðvikudaginn 15. júní kl. 13.00. Erlendur Guðjónsson Sigríður Guðjónsdóttir Ingólfur Arnarsson Karl Guðjónsson Bára Guðjónsdóttir Jóna Guðjónsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Óskar Guðjónsson Ásta S. Guðnadóttir Sigurður Guðjónsson Katrín S. Guðjónsdóttir Vilhjálmur Á. Ásgeirsson Sigrún Guðjónsdóttir Jón Davíð Hreinsson Guðlaug Guðjónsdóttir Guðni Þór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Yndislega ástkæra móðir okkar, amma og tengdamamma, Elín Valborg Þorsteinsdóttir leikskólakennari, Fljótaseli 19, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á deild 11G og gjörgæsludeild Landspítalans. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Ljóssins, stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka. Anna Steinunn Villalobos Ricardo Mario Villalobos Anna Helgadóttir Þorsteinn Þór Villalobos Ingveldur Theodórsdóttir og barnabörn 90 ára afmæli Sigríður Bárðardóttir frá Jarðlangsstöðum þakkar vinum, ætting jum og nágrönnum sem glöddust með henni eða sendu kveðjur á níræðisafmæli hennar þann 3. júní síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll Systir mín, Steinunn Ingimundardóttir fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans á Varmalandi í Borgarfirði, er látin. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. júní kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórgunnur Ingimundardóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Halldóra Anna Traustadóttir frá Grímsey, lést á heimili sínu að Mýrarvegi á Akureyri, þann 5. júní. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 10.30. Óli Hjálmar Ólason og fjölskylda. Móðir okkar, Ragnhildur Sigurðardóttir frá Sólheimakoti í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Lundi á Helli að morgni 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir Sigrún Gerður Bogadóttir Ragnheiður Bogadóttir Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og amma, Inga Jóhanna Birgisdóttir Frostafold 14, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. júní kl. 15.00. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar B2 í Fossvogi fyrir alúð og góða umönnun. Halldór Úlfarsson Ásdís Halldórsdóttir Guðmundur Finnbogason Úlfar Þór Halldórsson Birgir Jóh. Jóhannsson Þóra Viktorsdóttir systkini og makar barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir Magnús Daníelsson Strikinu 8, Garðabæ, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, lést á Landspítalanum Fossvogi, laugardaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ, þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Elín Ringsted Guðmundur Ringsted Magnússon Þórunn Pétursdóttir Guðríður Kristín Magnúsdóttir Kristján G. Hálfdánarson Daníel Þorkell Magnússon Hrönn Magnúsdóttir Guðmundur Skúli Hartvigsson Geirlaug Magnúsdóttir Theodór Ásgeirsson Magnús Már Magnússon Sigríður Kristín Hafþórsdóttir afa- og langafabörn 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.