Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 50
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR SENDU SMS ESL DVD Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! DVD MARKAÐUR ELKO GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! VERÐ FR Á: 495KR VILTU VINNA 3D SJÓNVARP? Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Bækur ★★★ Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Bókaútgáfan Ugla Fáir munu ætla Birni Bjarnasyni að skrifa endanlega sögu Baugs- málsins. Hann var aðsópsmikill í umræðu um málið og rekstur þess tafðist um vikur eða mánuði meðan verið var að leysa úr því hvort yfirlýsingar dómsmálaráð- herrans hefðu gert hann vanhæfan til að velja sérstakan saksóknara til að fara með ákæruvaldið. En ekki skyldi afskrifa þessa bók fyrir þær sakir einar. Rosa- baugur yfir Íslandi er lipurlega skrifuð og texti Björns þægileg- ur aflestrar. Hann hefur viðað að sér flestu því sem skrifað hefur verið og sagt um Baugsmálið og umsvif Baugsmanna í þau sex ár sem málið hélt umræðu í landinu í heljargreipum. Þessar heimildir lætur hann leiða áfram frásögnina og skýtur inn í hana athugasemd- um til þess að hnykkja á skoðunum sínum eða setja málið í það sam- hengi sem honum hentar. Björn heldur samviskusamlega til haga mörgum ummælum um „hvítþvegnustu viðskiptamenn Íslandssögunnar“ sem álitsgjaf- ar og greinahöfundar létu falla meðan málareksturinn stóð yfir. Kunna þeir honum sjálfsagt litlar þakkir fyrir að halda þeim á lofti enda virka þau enn hjákátlegri nú en þá vegna þeirrar myndar sem Hrunið hefur fest í sessi af umsvifum útrásarvíkinga. Björn kveður sama stef og áður og lítur á þá sem handbendi Baugsmanna Bók Björns um Baug sem viðruðu opin- berlega efasemdir um tilurð og með- ferð Baugsmáls- ins. Alla gagnrýni á málareksturinn og aðkomu helstu manna Sjálfstæð- isf lokksins að honum sér Björn sem lið í samsæri í þágu Baugs. Hann fer mýkri höndum um eigin yfirlýsingar og orð og gerðir samherja sinna. Allt var það víst eðlilegt og sjálf- sagt og í þágu laga og réttar. Ekkert samsæri þar á ferð. Verst var að dómarar reyndust ekki hæfir til að með- höndla svo flókin efnahagsbrot, ef marka má bókina. Þess vegna var dómurinn heldur magur þegar upp var staðið. Hann hefur reiknað út að ríkið hagnaðist á málarekstrin- um – skattgreiðslur Baugs hækk- uðu meira en það kostaði ríkið að reka málið. Svo er þarna spurt sígildrar spurningar sem ágætt er að íhuga: hvað má það kosta mikið í réttarríki að sækja menn til saka fyrir brot sem þeir hafa að öllum líkindum gerst sekir um? Björn segist iðrast þess eins að hafa ekki gengið harðar fram í því að styðja við bakið á þeim opin- beru starfsmönnum sem rann- sökuðu Baugsmálið og sóttu fyrir dómi. Ég skil það þannig að hann hefði viljað ganga fetinu framar í umræðunni. Ekki er að sjá að hann hafi velt því fyrir sér hvort ráð- h e r r a r o g helstu trúnað- armenn þeirra hefðu best stutt við rannsókn og saksókn Baugs- málsins með því að láta vera að sá í akur sak- borninga með umdeilanleg- um yfirlýsing- um og athöfnum. Kannski verður skrifuð önnur bók til að skoða málið frá þeim sjónarhóli. Þ ó t t B i r n i Bjarnasyni láti líkt og flestum öðrum betur að gera reikningsskil á verkum ann- arra en sínum eigin hljóta áhuga- menn um þjóðmál að taka bók hans fagnandi eins og öðrum sem gefnar eru út af metnaði um mál sem þjóðfélagið þarf að brjóta til mergjar og draga af nauðsynlega lærdóma. Og sumar kenningar Björns um áhrif Baugsmálsins og fjölmiðlamálsins á framgöngu stjórnmálamanna og eftirlitsstofn- ana í aðdraganda hrunsins eru allrar athygli verðar. Pétur Gunnarsson Niðurstaða: Nokkuð áhugaverð bók fyrir áhugamenn um þjóðmál þrátt fyrir takmarkaða sjálfsgagnrýni höfundar og þá gölluðu forsendu frásagnar hans að allir sem gagnrýndu meðferð Baugsmálsins hafi verið ein- hver handbendi sakborninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.