Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 8
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR8 Samkomulag við fjármálaráðherra Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýtt Samkomulag Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaganna í apríl/maí 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl/maí 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 6. júní 2011. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- unin leggur til að þorskkvóti verði aukinn úr 160 þúsund tonnum í 177 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin kynnti í gær tillögur sínar um hámarksafla um þrjátíu fiskistofna á næsta fiskveiðiári. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir aðgerðir undanfar- inna ára, í þá átt að fjölga í þorsk- stofninum og nýta hann betur, hafa skilað árangri. Stofninn fari stækkandi og fiskarnir séu þyngri. Þá segir hann allar líkur á því að hægt verði að veiða allt að 250 þús- und tonn af þorski árið 2016 verði 20 prósenta aflareglunni, sem Hafró mælir með, fylgt næstu fimm árin. Aflareglan felur í sér að leyfa skuli veiðar á 20 prósentum af viðmiðunarstofni en raunar valda ýmsar viðbótarheimildir og til- færslur milli ára því að veiðar geta vikið frá viðmiðinu. Þorskaflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári varð þann- ig á endanum 169 þúsund tonn í stað 160 þúsund tonna. Hafró leggur til að aflamark ýsu verði 37 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári samanborið við 45 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Ýsustofn- inn hefur minnkað mikið á undan- förnum árum sem rekja má til minni áhrifa risaárgangsins frá 2003. Jóhann segir miklar líkur á því að stofninn fari niður fyrir sögulegt lágmark á næstu árum þegar árgangar síðustu ára, sem hafa verið litlir, koma inn í hrygn- ingarstofninn. Þá leggur stofnun- in til að tekin verði upp aflaregla fyrir ýsu rétt eins og gert hefur verið í þorski. Þá er útlit fyrir góða loðnuvertíð en mælingar Hafró benda til ver- tíðar upp á um 700 þúsund tonn en aflamark á yfirstandandi ári var 390 þúsund tonn. Hafró gefur hins vegar ekki út endanlegt aflamark í loðnu fyrr en í haust þegar frekari mælingar liggja fyrir. Í öðrum helstu nytjastofn- um leggur stofnunin til að leyfð- ur ufsaafli verði 45 þúsund tonn en í fyrra taldi stofnunin óhætt að veiða 40 þúsund tonn. Þá er gerð tillaga um 40 þúsund tonna hámarksafla á gullkarfa saman- borið við 30 þúsund tonn í fyrra. Tillögur Hafró um aflamark ann- arra stofna eru flestar í takti við tillögur ársins í fyrra. Þó er veru- lega dregið úr aflamarki íslenskrar sumargotssíldar en mikil óvissa er um þróun stofnsins vegna sýkingar sem hefur hrjáð hann. „Auðvitað fagna ég því að verið sé að bæta við í þorskinum en ég harma það aftur á móti að við séum með svo arfavitlausa afla- reglu að það skuli ekki vera hægt að bregðast við góðu ástandi með meiri aukningu. Okkur finnst þetta alltof lág aflaregla,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, og bætir við að tillögur Hafró í karfa og loðnu séu einnig fagnaðarefni. Annað hafi ekki komið á óvart. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir mjög jákvætt að þorskstofninn hafi vaxið mikið á undanförnum árum sem gefi tilefni til aukinnar veiði. „Á sama tíma er hins vegar algjör- lega óþolandi að núna þegar upp- byggingin er að takast eigi að taka stóran hluta hennar af þeim sem færðu fórnir til að byggja stofninn upp,“ segir Friðrik með vísan til þess ef fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða ganga eftir. magnusl@frettabladid.is Þorskkvóti aukinn merkjan- lega vegna stækkandi stofns Hafrannsóknastofnun kynnti í gær tillögur að aflamarki nytjastofna við Ísland. Aflamark þorsks eykst úr 160 í 177 þúsund tonn. Aflamark ýsu minnkar milli ára. Þá er útlit fyrir bestu loðnuvertíð til langs tíma. Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla Tegund Tillaga í þús. tonna Tillaga 2010 Ákvörðun 2010 Þorskur 177,0 160,0 160,0 Ýsa 37,0 45,0 50,0 Ufsi 45,0 40,0 50,0 Gullkarfi 40,0 30,0 37,5 Steinbítur 7,5 8,5 12,0 Langa 8,8 7,5 7,5 Keila 6,9 6,0 6,0 FANGELSISMÁL Í byrjun síðasta mánaðar nam hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum 19 prósentum. Hinn 13. maí var hlutfallið svo komið í 22 prósent. Hlutfallið var því nærri fimmt- ungi í mánuðinum. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar innanrík- isráðherra við fyrirspurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Þá kom fram í svarinu að árið 2001 hefðu átta prósent fanga í íslenskum fangelsum verið erlendir ríkisborgarar. Ögmundur sagði í svari sínu að 1. maí síðastliðinn hefðu verið 30 fangar í íslenskum fangelsum. Þar af hefðu verið ellefu sem ekki voru búsettir hér á landi. 13. maí voru svo fangar í íslenskum fang- elsum orðnir 35, þar af 15 sem ekki voru búsettir hér. Í svari Ögmundar kom fram að erlendum föngum sem voru dæmdir í óskilorðsbundið fang- elsi hefði fjölgað frá árinu 2001 til ársins 2008, en síðan þá hefði fjöldinn verið nokkuð stöðugur. Fjöldi erlendra fanga gæti hins vegar breyst á stuttum tíma og sagði Ögmundur því geta skipt máli hvaða dagsetningar væru hafðar til viðmiðunar. Sigmundur Davíð sagði gagn- legt að fá fram upplýsingar um að erlendum föngum hefði farið fjölgandi frá árinu 2001. „Árinu sem Íslendingar urðu aðilar að Schengen,“ sagði hann. Erlendum föngum hefur fjölgað frá árinu 2001: Fimmtungur fanga erlendir ríkisborgarar ÖGMUNDUR JÓNASSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, kynnti tillögur stofnunarinnar á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hvað eru dómarar í landsdómi margir? 2. Hvað heitir kvikmynd Ridley Scott sem taka á upp hér á landi í sumar? 3. Hvað heitir væntanlegur leikur frá CCP sem kemur út fyrir Playstation 3 leikjatölvur? SVÖRIN FJÖLMIÐLAR Bill Keller, aðalrit- stjóri bandaríska stórblaðsins The New York Times, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu nú í september. Keller, sem verður 62 ára í ár, mun áfram skrifa í blaðið. Netmiðill- inn Columbia Journalism Review segir í umfjöllun sinni um feril Kellers uppsögn- ina í takt við stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum og aftökuna á hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden fyrir mánuði. Hann var einn fréttastjóra blaðsins 11. sept- ember 2001 þegar farþegaflugvél- um var flogið á Tvíburaturnana í New York og stýrði umfjöllun blaðsins um hryðjuverkasamtök- in. - jab Aðalritstjóri NYT hættir senn: Ætlar að skrifa áfram í blaðið BILL KELLER VIÐSKIPTI Múrbúðin hefur opnað nýja grófvörudeild í verslun sinni að Bakkabraut við Kópavogshöfn. Þar verður, að því er segir í fréttatilkynningu, meðal annars hægt að kaupa timbur, gifsplöt- ur, milliveggjastoðir, einangr- un og fleira. Múrbúðin er sögð hasla sér völl á samkeppnissviði sem hingað til hafi verið einokað af tveimur aðilum. Búðin segist leggja upp „með sama hætti og alltaf hefur einkennt Múrbúðina, með því að bjóða lágt verð fyrir alla, alltaf“. - þj Byggingamarkaður: Múrbúðin opn- ar grófvörudeild DANMÖRK Árið 2009 voru 234 þús- und Danir fátækir samkvæmt skilgreiningu Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu um fátækt. Fjöldi þeirra Dana sem lifa undir fátæktarmörkum hefur aukist um 55 prósent á sjö árum. Árið 2001 var hlutfall fátækra í Danmörku það lægsta í Evrópu. Nú er Danmörk í 11. sæti. Ef námsmenn eru reiknaðir með er fjöldi fátækra í Dan- mörku 346 þúsund. Engin opin- ber fátæktarmörk eru í landinu. - ibs Fátæktin eykst í Danmörku: Yfir 200 þúsund lifa í fátækt 1. Þeir eru fimmtán. 2. Prometheus. 3. Dust 514. UMHVERFISMÁL Vísbendingar eru um að aðgerðir stofnana á vegum umhverfisráðuneytisins til að draga úr utanvegaakstri hafi borið árangur, að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Samkvæmt nýjum tölum frá landvörðum og lögreglustjóraemb- ættum virðist hafa dregið úr utan- vegaakstri um 15 til 30 prósent síðan farið var af stað í vinnu við að sporna við honum. Þó er tekið fram að eftirlitið sé ófullkomið og tölurn- ar því ekki óyggjandi. Enn fremur sé munur á svæðum og sums staðar sé þróunin í átt til hins verra. Umhverfisráðuneytið og stofn- anir þess hafa, ásamt hagsmuna- aðilum og frjálsum félagasamtök- um, unnið að því að koma fræðslu til vegfarenda með auglýsingum, bæklingum og fræðsluskiltum. „Fræðsluskilti við fjallvegi virð- ast hafa borið árangur því dregið hefur úr umferð smábíla á hálend- inu og tilvikum utanvegaaksturs hjá útlendingum hefur fækkað,“ segir í frétt umhverfisráðuneytis- ins. Þá hefur starfshópur á vegum ráðuneytisins unnið að því að flokka vegi í samvinnu við sveitar- félög og er vonast til að sú vinna muni skila sér í tillögum í haust um það hvaða vegir eigi að vera opnir og hverjir lokaðir. - sh Umhverfisráðuneytið segir fræðsluskilti og bæklinga hafa skilað árangri: 15 til 30% minni utanvegaakstur SKEMMDIR Ökutæki geta myndað djúp för í jarðveg. MYND/UMHVERFISSTOFNUN VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.