Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 48
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR tekur á móti gestum á sýningu sinni Þorrablót í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun milli þrjú og fimm. Sýningin hefur verið vel sótt og vakið mikla hrifningu gesta. Tilefni sýningarspjallsins er að sýningunni fer senn að ljúka, en síðasti sýningardagur er fimmtudagurinn 16. júní. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Gítartónar Kristins Gítarleikarinn Kristinn H. Árnason heldur tónleika klukkan fjögur í Neskirkju næsta sunnudag, hvítasunnudag. Á efnisskrá tónleikanna verða meðal annars verk frá miðri 16. öld eftir A. Mudarra, tveir Galliard-þættir eftir John Dowland tileinkaðir Elísabetu fyrstu Eng- landsdrottningu og sjóræningjanum Digorie Piper og þrír þættir eftir J.S. Bach úr svítu í E-dúr BWV 1006a. Eftir I. Albeniz verða verkin Zambra Granadina, Sevilla og Asturi- as og eftir E. Granados spænskur dans nr. 4. Einnig verður tónlist úr myrkviðum frumskóga Paragvæ eftir A. Barrios. Vart þarf að kynna Kristin, sem er að góðum gítarleik kunnur, hérlendis sem erlendis. Jón Gunnar Þórðarson leik- stjóri og félagar hans í Silfurtungli hafa tryggt sér sýningarrétt að söngleikn- um Spamalot sem er eftir Eric Idle úr Monty Python. „Þetta byrjaði þannig að Matti [Matthías Matthíasson úr Pöpun- um] og Magni [Ásgeirsson] voru að grínast með atriði úr söng- leiknum Spamalot, en við erum öll miklir aðdáendur Monty Python. Í framhaldinu fórum við að ræða það hvort við ættum ekki bara að reyna að tryggja okkur sýningar- réttinn,“ segir Jón Gunnar Þórð- arson leikstjóri. Hann og félagar hans í leikfélaginu Silfurtungli fengu þær gleðifregnir nýverið að þau hefðu tryggt sér sýningarrétt- inn á söngleiknum Spamalot. Söng- leikurinn var frumsýndur á Broad- way árið 2005 en hann er verk Erics Idle, eins liðsmanna Monty Python hópsins breska. Sú upp- færsla sópaði til sín verðlaunum það árið og var sýnd 1.500 sinnum. Söngleikurinn er að mestu leyti byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail en þó eru í honum lög sem fólk mun þekkja úr öðrum myndum, til að mynda hið vel kunna Always Look on the Bright Side of Life úr kvik- myndinni Life of Brian. Jón Gunnar segist viss um að Íslendingar muni kunna að meta söngleikinn. „Monty Python menn voru brautryðjendur í þessum svarta húmor sem er allsráðandi í dag og voru hrikalega fyndnir auð- vitað. Ég hef séð söngleikinn og hann er alveg í þeirra stíl, ótrúlega fyndinn satt að segja,“ segir Jón Gunnar, sem segir þó að mörgu að huga áður en sýningin verði sett á laggirnir á næsta ári. „Við þurf- um að láta þýða verkið en auðvitað þarf líka fjölmarga söngvara og dansara,“ segir Jón Gunnar. Hann bætir við að áðurnefndir Matthías og Magni verði örugglega með og sömuleiðis Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, Pétur Örn Guðmundsson og Jana María Guðmundsdóttir, sem öll hafa verið í uppfærslu Silfur- tunglsins á Hárinu sem gengið hefur fyrir fullu húsi síðan um páska. Spamalot verður sett upp í menningarhúsinu Hofi, en Jón Gunnar segir Akureyringa hafa tekið söngleikjum vetrarins opnum örmum. Hann leikstýrði Rocky Horror fyrir Leikfélag Akur- eyrar fyrr í vetur og svo Hárinu sem fyrr sagði. „Síðustu sýningar verða um helgina og við ætlum að ljúka þessu með stæl á miðnætur- sýningu á laugardagskvöld,“ segir hann að lokum. sigridur@frettabladid.is Ætla að setja upp söngleik úr smiðju Monty Python ERIC IDLE JÓN GUNNAR ÞÓRÐARSON LEITIN AÐ GRALNUM Kvikmynd Monty Pythons er megininnblástur söngleiksins Spamalot sem hefur verið sýndur víða um heim við miklar vinsældir. Forseti Íslands og norska prins- essan Margrét Elísabet Ingiríður Elísabet Margrét lenda í nýjum ævintýrum í væntanlegri bók Gerðar Kristnýjar sem kemur út í haust. „Í henni fær forsetinn að fara til Noregs til að heimsækja prinsessuna. Hann fær boð um að vera viðstadd- ur krýningar- veislu í norsku konungshöll- inni og heldur af stað. En svo fer margt öðru- vísi en ætlað var og koma ruslarenna, rækjusúpa og fótafimur hamstur við sögu í ævintýrinu,“ segir Gerður Kristný sem er um þessar mundir að leggja lokahönd á bókina sem verður þriðja í röð Bessastaða- bóka hennar. Áður hafa komið út bækurnar Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum. Leikrit Gerðar, Ballið á Bessa- stöðum, sem byggir á bókunum, naut mikilla vinsælda í vetur og verður tekið aftur til sýninga í Þjóðleikhúsinu í haust. „Mér finnst ég þekkja þau for- setann og prinsessuna svo vel eftir leikritið að það var afar skemmtilegt að skrifa meira um þau,“ segir Gerður sem hefur auk ritstarfa verið í hlutverki kenn- ara undanfarna daga. „Ég er að kenna í ritsmiðju fyrir átta til ell- efu ára börn í Gerðubergi. Þarna sitja framtíðarrithöfundar og semja sögur og teikna bókakápur, ég held að ég læri mest af öllum þarna,“ segir Gerður. - sbt Þriðja Bessastaðabókin væntanleg PRINSESSA OG FORSETI Leikritið Ballið á Bessastöðum sem er tilnefnt til Grímuverð- launanna sem besta barnaleikrit leikársins verður tekið aftur til sýninga í Þjóðleik- húsinu í haust. Prinsessan og forsetinn lenda svo í frekari ævintýrum í væntanlegri bók Gerðar Kristnýar. GERÐUR KRISTNÝ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir 10 árum yngir á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Allt á floti Kajsa Ingemarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 01.06.11 - 07.06.11 Léttara og betra líf Lena Hansson Hrikalega skrýtnar skepnur Skjöldur og Skúli 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsv. Reynir Ingibjartsson Risasyrpa - Svarti Skuggi Walt Disney Nemesis - kilja Jo Nesbø
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.