Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 26
26 9. júní 2011 FIMMTUDAGUR Vegna fjölmiðlaumræðu í tengslum við „læknadóp“ og stefnu heilbrigðisyfirvalda í forvörnum og meðferðarmálum vímuefnasjúklinga vil ég koma á framfæri viðhorfum mínum, en ég hef starfað í fjölmörg ár sem heimilislæknir í Reykjavík og haft sérstakan áhuga á velferð sjúklinga með vímuefnavanda- mál. Meðferðarstarf SÁÁ er gríðar- lega mikilvægt og erfitt væri að gera sér í hugarlund hver staða vímuefnasjúklinga á Íslandi væri í dag ef samtökin hefðu ekki verið stofnuð. Starfsemi SÁÁ er þó alls ekki hafin yfir alla gagn- rýni. Allt frá stofnun samtak- anna fyrir 33 árum hefur með- ferðin fengið að þróast einangruð frá heilsugæslunni í landinu, en það er því miður svo að sam- bandsleysi heilsugæslunnar við áfengismeðferð SÁÁ í gegnum árin hefur staðið í vegi fyrir eðli- legri þróun þekkingar á vímu- efnasjúkdómum innan heilbrigð- isþjónustunnar og gert stuðning við alkóhólista og aðstandendur þeirra kannski ekki eins mark- vissan og orðið hefði ef samvinnu hefði notið við. Þá stefnu SÁÁ að aðgreina sig frá heilsugæslunni mátti skilja í árdaga meðferðar- innar en hún á alls ekki við leng- ur – er tímaskekkja. Að lokinni meðferð og í öllu endurhæfingarferlinu kemur iðulega til kasta heimilislækna. Vímuefnasjúklingar og ekki síst aðstandendur þeirra eru tíðir gestir í heilsugæslunni til grein- ingar og meðferðar á líkamleg- um og sálrænum kvörtunum auk þess að þurfa ýmis vottorð, m.a. endurhæfingar- og örorkuvott- orð fyrir Tryggingastofnun og ýmis vottorð í samskiptum við félagsþjónustuna. Brýnt er að bæta starfsumhverfi heimilis- lækna, sem hefur átt á brattann að sækja undanfarið, og liður í því er að koma í veg fyrir að heimilislæknar þurfi að starfa í myrkri við að sinna vímuefna- fíklum. Vímuefnafíkn á ekki að vera sjúkdómur þagnarinnar í heilsu- gæslunni. Það sem ég á við með sambandsleysi meðferðarstarfs SÁÁ og heilsugæslunnar er fyrst og fremst tregða samtakanna að senda eðlilegar heilbrigðis- upplýsingar í formi læknabréfa eins og lögboðið er og kveðið er á um í heilbrigðisreglugerð. Ég hef margoft sem heimilis- læknir reynt að efna til sam- vinnu við SÁÁ og fært fyrir því gild rök, m.a. í nokkrum greinum í Læknablaðinu og í erindi sem ég flutti á Læknadögum fyrir þremur árum, þar sem yfir- læknir og þáverandi formaður SÁÁ var m.a. viðstaddur. Það hefur vakið undrun mína og von- brigði hversu fálega málaleitan minni hefur verið tekið. Ég hef velt talsvert fyrir mér ástæðu tregðu SÁÁ á útgáfu læknabréfa en átta mig alls ekki á því hvað getur skýrt hana. Sú skýring hjá SÁÁ að senda ekki læknabréf þar sem starfsfólk og fjármuni vanti stenst ekki skoðun því í raun er það ekki SÁÁ sem ákveður eða hefur eitthvað um það að segja hvort þörf sé á læknabréfum til heilsugæslunnar – um það er skýrt ákvæði í heilbrigðis- reglugerð. Vímuefnasjúklingar og aðkoma heilbrigðisþjónust- unnar að málefnum þeirra er ekki einkamál SÁÁ. Rétt er að það komi fram að vímuefnadeild Landspítala (33A) sendir lækna- bréf um alla sína sjúklinga sem hafa skráðan heimilislækni. Áfengismeðferð kemur að sjálfsögðu heimilislæknum við og heimilislæknar, vímuefna- sjúklingar og aðstandendur þeirra eru almennt þeirrar skoð- unar að svo sé. Læknabréf eru mikilvæg samskiptaleið lækna en samvinna heilbrigðisstarfs- fólks sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti er undirstaða skilvirks heilbrigðiskerfis. Bréf- in hafa fyrst og fremst faglegan tilgang en eru einnig mikilvæg- ur hluti af eftirliti og gæðamati heilbrigðisstofnana. SÁÁ á að sjálfsögðu að fagna því gæðaeft- irliti sem felst í læknabréfum. Eftirlit með heilbrigðisstofn- unum má ekki byggja á nafla- skoðun og því fagna ég sér- staklega frumkvæði Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, sem boðar aukið eftirlit stjórn- valda með meðferðarstofnunum sem eru með samninga við ríkið. Fjárveitingar af almannafé til reksturs meðferðarstöðva á að sjálfsögðu að skilyrða kröfu um skipulagða samvinnu við heilsu- gæsluna. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld vilji aukið samstarf við SÁÁ um að gera eins mikið og hægt er úr því fé sem til mála- flokksins rennur. Eitt af megin- verkefnum í heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar verður að tryggja sjúklingum með langvinna sjúk- dóma og þ. á m. vímuefnasjúk- dóma samfellu í þjónustu. Allir hljóta að sjá að slíkt fyrirkomu- lag gerði samspil vímuefnasjúk- dóma og algengra líkamlegra og geðrænna sjúkdóma ljósara og sparaði um leið veruleg útgjöld í heilbrigðisþjónustu. Að sjálf- sögðu stuðlaði slíkt fyrirkomulag að því að gera ávísanir lækna á lyfseðilsskyld ávanalyf („lækna- dóp“) markvissari. Hér er um að ræða sameiginlegt hagsmunamál SÁÁ, heilsugæslunnar, sjúklinga og samfélagsins alls. Um leið og ég óska Gunnari Smára Egilssyni, nýkjörnum for- manni SÁÁ, velfarnaðar í starfi óska ég þess innilega og með heilum hug að hann átti sig á mikilvægi eðlilegra samskipta SÁÁ við heilsugæsluna. Markvissar vímuefnaforvarnir byggja á samvinnu heilbrigðisstétta Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sann- leiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að far- sælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sann- leikann í kærleika eins og postul- inn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunn- ar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slík- um tímamótum, núna og ætíð. Á fyrstu hvítasunnu var að verki sá kröft- ugi vaxtarmáttur sem kirkjan nærist æ síðan á. Þá urðu ólíkar mann- eskjur einhuga um framgang lífsáhrifa Jesú Krists, höfundar kirkjunnar. Sannleiksandinn blés þeim í brjóst einurð og áræðni, gleði og bjartsýni trúarinnar. Það er lærdómsríkt að skoða atburði hvítasunnunnar í ljósi gamallar goðsagnar af turninum í Babel. Babelsturninn var reistur af hroka og afleiðingarnar urðu sundrung þjóðanna. Menn töluðu í kjölfarið ólík tungumál, þ.e.a.s. þeir gátu ekki skilið hver annan. Á hvítasunnu er sagt frá því hvernig eindrægni og samstaða birtist í gagnkvæmum skilningi. Ekkert skyldi aðgreina menn framar. Það voru hvorki karlar eða konur, Grikkir eða gyðingar, heldur voru menn eitt svo gripið sé til orðfæris heilagrar ritning- ar. Bornir uppi af fögnuði fóru lærisveinarnir af stað með gleði- boðskapinn, fullir djörfungar til þjónustu við líf og lýð. Við viljum ekki að þjóð og kirkja verði viðskila og til þess að við getum betur þjónað fólki þurfum við að huga að grundvelli þjónustunnar, sem er trúnaðurinn við Guð og náungann. Trúverðug- leikinn er byggður á trausti og bresti traustið verða óhjákvæmi- leg rof og sundrung sem erfitt er að bæta. Við höfum séð þetta ger- ast í sársaukafullum málum sem við höfum því miður lokað aug- unum fyrir eða reynt að breiða yfir í stað þess að viðurkenna og vinna að úrbótum og sátt. Þetta hefur gerst í málefnum þeirra sem þjónar kirkjunnar hafa brot- ið á. Þetta gerðist einnig í málefn- um samkynhneigðra, en þar fór kirkjan á mis við það að virða til- finningar sem eru helgir dómar og allir eiga fullan rétt á. Kristin sálgæsla hefur það að markmiði að brotið verði aftur heilt. Sál- gæslan við einstaklinga og samfé- lag tengir fólk saman, reynslu og sögu þeirra. Hún hlúir að því sem við eigum sameiginlegt en vinnur gegn því sem aðgreinir okkur og sundrar. Sálgæslan getur aldrei samþykkt þöggun eða vísvitandi gleymsku. Það er mik- ill misskilningur að hægt sé að bæta það sem brotið er með því að tala ekki um hlutina eða vona að allt verði í lagi án samtals. Grundvöllur þjón- ustunnar er elskan til Guðs og náungans. Allt sem fer úrskeiðis í þjóð- félagi á rætur að rekja til misbresta á þessu tvennu sem ekki verður sundurskilið. Fátt getur betur fullnægt andleg- um þörfum og grætt og bætt það sem er brotið en iðkun þessa einfald- leika sem okkur hætt- ir til að flækja. Breyt- ingar sem miða að því að endurheimta glatað traust og gera betur í að þjóna fagnaðarerindinu eru breytingar til batnaðar. Nú þegar gengið verður aftur til vígslubiskupskjörs er okkur mikið í mun að vel takist til. Allir þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til kjörsins eru trausts- ins verðir að okkar áliti. Í sam- félagi sem telur bæði konur og karla finnst okkur mikilvægt að rétta hlut kvenna. Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Mark- miðið er að gera betur og leiða saman kirkju og þjóð sem gangi veginn til farsældar á guðsríkis- braut. Við teljum að Sigrún Ósk- arsdóttir sé traustsins verð til að vera leiðtogi meðal jafningja. Hún hefur sýnt áræðni og tekið afstöðu í málum þar sem breyt- inga var þörf. Sigrún hefur fram- tíðarsýn þar sem kirkja og þjóð eiga samfylgd óháð stjórnarskrá, samfylgd sem byggir á trausti. Gleðilega hvítasunnuhátíð! Sannleiksandinn Heilbrigðismál Eyjólfur Guðmundsson heilsugæslulæknir Kristin sálgæsla Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Áfengismeðferð kemur að sjálfsögðu heimilislæknum við og heimilislæknar, vímuefnasjúklingar og aðstandendur þeirra eru almennt þeirrar skoðunar að svo sé. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Nú er fjör ! OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Fullt af spennandi tilboðum ! Molly 59.900,- Breidd: 214 cm Einnig til í svörtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.