Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 7kynning ● ferðir ● Nátthagi garðplöntustöð selur eitt mesta úrval landsins af trjám og runnum. Á skika úr landnámsjörðinni Gljúfri í Ölfusi, með örnefnið Nátthaga, er að finna sannkall- aða paradís þar sem fjölbreytt gróður- og náttúrufar ræður ríkj- um. Landeigandinn Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjukandídat frá Landbúnaðarskólanum í Ási í Nor- egi, á allan heiður að fegurðinni og heldur að auki úti garðplöntu- stöðinni Nátthaga. „Fólk sem kemur akandi yfir heið- ina að kaupa tré eða runna spyr mig oft: „Er allt- af svona hlýtt hérna?“ Mitt svar er iðu- lega stutt og laggott: „Nei, ég bjó þetta til.“ Enn þarf maður ekki að fara lengra en upp á þjóðveg til að upplifa hvernig þetta var í byrjun,“ segir Ólaf- ur, sem keypti landið árið 1988. Þá var hráslagalegt um að litast, nauðbitinn mói, urð og melur, hús- laust og allslaust og vetur erfiðir, eins og Ólafur orðar það. Hann sá hins vegar möguleikana og hófst handa við að planta trjám og runn- um, bætti við hekturum og opnaði svo Nátthaga árið 1990. „Aspir voru á meðal fyrstu trjánna sem ég gróðursetti. Flestar stórskemmdust reynd- ar í vonskuveðri fyrsta vetur- inn, aðeins Keisari stóðst álagið og eftir það hef ég verið stórhrif- inn af honum,“ minnist Ólafur og bætir við að á fáeinum árum hafi sprottið upp á landinu allar helstu trjátegundir, greni, fura og reyn- ir, fyrir utan ösp og margar teg- undir innan hverrar ættkvíslar. „Í dag nær gróðursældin yfir sext- án hektara en utan um garðplöntu- stöðina er gróðursældin á fimm hekturum.“ Í Nátthaga er því hægt að nálg- ast eitt mesta úrval trjáa og runna á landinu, segir Ólafur. „Hér er mikið rósasafn, líka klifurplöntur og berjarunnar. Fólk hefur þessa stundina mestan áhuga á ávaxta- trjám og ég býð upp á plómu- epla-, peru- og kirsu- berjatré frá fram- leiðanda í Finnlandi. Aðstæð- um á sömu breiddar- gráðu þar svip- ar til Íslands og því hafa trén þrifist vel. Til marks um það komu fyrstu eplin í fyrrasumar og eru bæði falleg og góð.“ Hann kveðst líka halda grunn- námskeið í ræktun ávaxtatrjáa. „Ég fer í öll helstu atriðin og get flutt erindið víðs vegar um landið, óski fólk þess.“ Nátthagi garðplöntustöð er höfð opin virka daga frá klukkan 10 til 19, en frá klukkan 10 til 18 um helgar og á almennum frídögum. Nánar á www.natthagi.is. Litið við í paradís Lyngrósin Fantasticaer á meðal þess sem hægt er að nálgast í Nátthaga. Ólafur á bak við nýgróðursett kirsu- berjatré. Myndin er tekin í maí síðast- liðnum. Ólafur segist ekki eiga neina glæsivillu en flotta útistofu í formi skógar, grósku og blómstrandi plantna frá mars og fram í nóvember. Þær gefi meira en steypa og gler. Sígrænir „krúttrunnar“ eru annað sér- svið Ólafs. Þar er úrvalið mikið. Árið 2010 þroskaðist fyrsta eplið í Nátt- haga á finnska eplayrkinu Pirja. Það bragðaðist eins og sætasta konfekt! Óhætt er að segja að litadýrðin sé við völd í Nátthaga. Lyngrósin Grandi- florum. Skógartoppur blómstrar frá miðju sumri og fram á haust. Blómin ilma dásam- lega, sérstaklega í kyrrviðri á kvöldin. Dagmar er með bleik, einföld og velilmandi blóm. Nýpurnar eru ætar og má nýta í sultu, súpu, te og fleira. Hjónarósin getur orðið margir metrar á hæð og getur til dæmis hæglega hulið heill skrúðhús og pergólu. Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt Úrval dekurplantna: alparósir, klifurplöntur, rósir, sígrænir runnar, ávaxtatré og berjarunnar. Sími 483 4840 GSM 698 4840 Veffang: www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is Opið alla daga kl. 10-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.