Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 36
9. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR Ferðaleiðsagnafyrirtækið Lonely Planet hefur valið tíu staði veraldar þar sem íbúarnir eru hvað hamingjusamastir. 1. Vanúatú er eyríki í Suður-Kyrra- hafi. Eyjarnar eru 83 með hvít- um ströndum, himinbláum sjó og iðandi mannlífi. Eyjurnar eru gróðursælar og hitinn frá apríl fram í október afar þægi- legur fyrir ferðamenn, frá 18 til 28 gráða. Árlega er þar hald- in forn hátíð sem talin er vera fyrirmynd nútíma teygjustökks. 2. Montréal er stærsta borg Qué- bec-fylkis í Kanada, en önnur stærsta borg Kanada á eftir Toronto. Montréal er einnig önnur stærsta frönskumælandi borg vesturheims á eftir París. Borgin þykir fjölmenningarleg, íbúarnir eru vingjarnlegir og glaðlyndir. Á sumrin eru íbúarn- ir sérlega hláturmildir þar sem borgin fyllist af grínistum sem koma fram á hátíðinni Just for Laughs. 3. Happy er bær í Texas í Bandaríkj- unum. Slagorð bæjarins er Town without a frown, eða bærinn án grettu. Happy þykir heldur dauflegur á að líta en samkvæmt Lonely Planet þarf ekki að leita langt út fyrir hann til að kynnast því besta sem Texas hefur upp á að bjóða. Þar má nefna fagurt landslag, frábærar gönguleiðir og ekta kúrekasýningar. 4. Konungsríkið Bútan er lítið landlukt land í Himalajafjöll- unum á milli Indlands og Kína. Náttúran í Bútan er mikilfeng- leg enda umlykja það himinhá fjöll. Íbúar landsins eru að mati Lonely Planet afar glaðlegir og sáttir við lífið. 5. Kólumbía í Suður-Ameríku er land kaffibauna og karnivals. Þrátt fyrir tengingu þess við eiturlyfjaframleiðslu telur Lo- nely Planet íbúana eina þá ham- ingjusömustu. Þá sé landið frá- bært fyrir ferðalanga, enda hafi öryggið í landinu stóraukist undanfarið. Sérstaklega er mælt með að fólk skelli sér á fótbolta- leik, sem sé mikil upplifun. 6. Wuyi-fjöllin í Kína eru fjallgarður sem nær yfir sextíu ferkílómetra svæði. Wuyi-fjall komst á heims- minjaskrá UNESCO árið 1999. Í Wuyi-fjöllum blandast vel saman stórbrotið landslag og ævagömul menning. Nokkur hof er að finna í fjöllunum auk dularfullra hella. 7. Malaví er í suðausturhluta Afr- íku. Helsta einkenni landsins er Malaví-vatn sem þekur fimmtung þess. Malaví er eitt þéttbýlasta og fátækasta land Afríku en sam- kvæmt Lonely Planet eru íbúar þess afar glaðlegir og þekktir fyrir gestrisni. 8. Andorra er furstadæmi milli Frakklands og Spánar. Ef heilsu- hreysti er til marks um hamingju hljóta íbúar Andorra að vera afar hamingjusamir, því þar lifir fólk að meðaltali til 83,5 ára aldurs. Í Andorra eru enda kjöraðstæður til að skíða, ganga og hjóla, auk þess sem landið hefur ekki átt í stríði í 700 ár. 9. Hidakagawa er bær í Japan. Þar er á hverju ári haldin ganga sem leidd er af trúði og fólk streymir út á göturnar í líflegum klæðn- aði. Það hringir bjöllum og kall- ar hlæið, hlæið og brátt gellur hlátur um alla borg. 10. Danmörku þekkja Íslendingar vel. Danir kunna að láta sér líða vel og Lonely Planet telur að góðar samgöngur, hjólamenning og góð lífskjör í Danmörku geri íbúana eina þá hamingjusömustu. - sg Þar sem hamingjan ræður ríkjum 13 4 10 8 Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni en á sama tíma náttúrulegur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma. Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur). Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna. Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið EITUREFNALAUST Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1. *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin. PREN TU N .IS Innflutningsaðili: G R Æ N L A N D E I N S T Ö K Æ V I N T Ý R A F E R Ð - V E R Ð F R Á 3 6 8 . 0 0 0 K R . * UPPLIFÐU UNDUR Í 8 D A G A F E R Ð SCORESBYSUNDS Á SKONNORTUNNI HILDIFRÁBÆR AÐSTAÐA UM BORÐ Innifalið: Flug, flutningur að skútu, gisting, uppábúin rúm og handklæði, matur, leiðsögn og óáfengir drykkir. * Brottfarir 2011: 20. - 27. ágúst (eingöngu 8 sæti laus) 27. ágúst - 3. september (eingöngu 3 sæti laus) WWW.NORDURS IGL ING. IS BIRNA@NORDURSIGLING.IS SÍMI: 464 7265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.