Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 6
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR6 ALÞINGI Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sam- mála um margt í eldhúsdagsumræð- um á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. „Ríkisstjórnin er að festa allt í klakaböndum,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Afleitt væri fyrir þjóð- ina að þurfa að dragnast með ríkisstjórn afturhalds og hafta, sem drægi fæturna, þrifist á átökum og kenndi öllum öðrum um vandamálin en sjálfri sér. Vissulega hefði um stund þurft að herða ólina en reyndin væri sú að sá tími væri nú liðinn. „Hjarta atvinnulífsins slær, en afar hægt og veikt,“ sagði Bjarni. Þar fyrir utan væri nú hart sótt að lykilatvinnu- vegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, og sú atlaga mundi, ef hún tækist, kosta þjóðarbúið milljarða. Áður en hann sleppti orðinu kall- aði Bjarni eftir afsögn ríkisstjórnar- innar. Það sama áttu fleiri leiðtogar stjórnarandstöðunnar eftir að gera. „Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austan- vert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá formanni Sjálf- stæðisflokksins að það er komið vor,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra í ræðu sinni. Steingrímur lýsti því að hér væri allt á uppleið þótt sú leið væri erfið. Hér væri hagvöxtur, húsnæðis- markaður að taka við sér og nýlegir kjarasamningar væru stórtíðindi, þótt „gamlir, geðillir fauskar, fyrr- verandi þetta og fyrrverandi hitt“ reyndu í sífellu að brjóta ráðamenn niður með því að rífa í sig það sem vel væri gert. „Það er bjart fram undan,“ sagði Steingrímur að lokum. Þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti ræðu- maður Samfylkingarinnar. Hún tal- aði fyrir siðbót í pólitískri umræðu, sagði hana fyrst og fremst hafa átt sér stað í hnefaleikahringnum til þessa og kallaði eftir því að stjórn- málamenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift blinda sig frammi fyrir því verkefni að endurskoða forneskjulegar þinghefðir. „Við þurfum að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum í öllum atvinnugreinum, ekki bara sumum,“ sagði Þórunn enn fremur, og árétt- aði þá alkunnu skoðun Samfylking- arinnar að aðild að Evrópusamband- inu væri þjóðinni bráðnauðsynleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf mál sitt á að gagnrýna Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra fyrir að þora ekki að standa fyrir máli sínu í umræðunum, eins og hann orðaði það. Það væri þó kannski ekki skrítið, í ljósi stöðunnar. „Hvers vegna er öllu til fórnandi til að þóknast erlendum embættis- mönnum og kröfuhöfum?“ spurði Sigmundur og svaraði sjálfur: Til að eiga greiða leið inn í Evrópusam- bandið. Hannn sagði Vinstri græn líta á sig sem eins konar verktaka í ríkisstjórninni og fengju að halda ráðuneytum til að geta stundað sínar sérkennilegu hagstjórnar- og samfélagstilraunir. Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni sagði afleitlega hafa tekist til við að leysa úr skuldavanda heimilanna og „verulega ógeðfellt“ væri að heyra fjármálaráðherra stæra sig af því að hafa endurreist bankakerfið á kostnað skuldsettra heimila. „Steingrímsleiðin er leið kröfuhafanna – leið handrukkar- anna,“ sagði hún og hvatti fólk til að nýta borgaralegan rétt sinn og knýja á um breytingar með öllum mögulegum ráðum. Lilja Mósesdóttir gagnrýndi efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar harð- lega og sagði hana hafa kostað þús- undir vinnuna. stigur@frettabladid.is Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austanvert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins að það er komið vor. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is FELLHÝSIN FÁST Í ELLINGSEN PIPA R\TBW A • SÍA • 111360 EFNAHAGSMÁL Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallarinnar, segir nið- urstöður fyrsta gjaldeyrisútboðs Seðlabankans fyrir eigendur afla- ndskróna jákvæðar. Þær bendi til að hægt sé að aflétta gjaldeyris- höftunum með meiri hraða en áætlun stjórnvalda geri ráð fyrir. „Ég lít á þetta sem vissa traustsyfirlýsingu á Íslandi. Fjár- festar virðast ekki vera í nein- um flýti að hlaupa burt. Þetta er því býsna jákvætt og ég held að stjórnvöld ættu í kjölfarið að breyta kúrsinum og endurskoða fyrirliggjandi áætlun,“ segir Páll og bætir við: „Seðlabank- inn metur að það séu til staðar 465 milljarðar aflandskróna en það eru ekki nema 60 milljarðar rúmir sem taka þátt í útboðinu. Þannig að eigendur 87 prósenta aflandskróna sjá ekki ástæðu til að vera með og liggur þar með ekki meira á að losna en það. Þá eru einungis þrjú prósent tilbúin til að greiða hærra verð fyrir evr- una en 215 krónur. Þrýstingurinn sem áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir og byggir á virðist því bara ekki vera fyrir hendi.“ Seðlabankinn hélt í fyrradag sitt fyrsta af væntanlega nokkrum gjald- eyrisútboðum fyrir eigendur aflandskróna en útboðin eru liður í áætlun- inni um afnám h a f t a . P á l l m æl i r me ð því að Seðlabankinn drífi sig í að halda fleiri útboð og leggur einnig til að fallið verði frá ríkis- stjórnarfrumvarpi um framleng- ingu haftanna sem liggur fyrir þinginu og búist er við að verði afgreitt á næstu dögum. Losun haftanna verði markvissari en nú sé gert ráð fyrir. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði í samtali við Frétta- blaðið í fyrradag að útboðið hefði heppnast ágætlega. Þá lagði hann áherslu á að áætlun stjórnvalda byggði á því að skilyrði væru uppfyllt en ekki á tíma. Auðvitað væri vilji til að losa höftin eins fljótt og hægt væri en þó ekki fyrr en það. Þá myndu næstu útboð gefa gleggri mynd af stöð- unni. - mþl Forstjóri Kauphallarinnar segir niðurstöður gjaldeyrisútboðs Seðlabankans fyrr í vikunni vera jákvæðar: Hægt að losa gjaldeyrishöft á meiri hraða PÁLL HARÐARSON MENNTAMÁL Þrír grunnskólar landsins bjóða nemendum sínum upp á ókeypis skólamáltíðir. Skól- arnir eru Valsárskóli í Svalbarðs- strandarhreppi, Stóru-Vogaskóli í sveitarfélaginu Vogum og Lauga- land í Ásahreppi. Nemendur greiða allan kostnað í ellefu skólum í tveimur sveitarfélögum, Akureyri og Álftanesi. Á Akureyri greiða nemendur 415 krónur og á Álfta- nesi 468 krónur. Þetta eru niður- stöður nýrrar könnunar Neytenda- stofu á verði skólamáltíða. Neytendastofa sendi öllum 76 sveitarfélögum landsins fyrir- spurn. Svör fengust um verð- lagningu og verðmyndun frá 157 grunnskólum í 68 sveitarfélögum, en sex sveitarfélög starfrækja ekki grunnskóla. Engar upplýsingar bárust frá Vesturbyggð og Kald- rananeshreppur býður ekki upp á skólamáltíðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu. Í lögum um grunnskóla er heim- ilt að láta nemendur greiða allan kostnað vegna máltíða en mörg sveitarfélög láta nemendur aðeins greiða hráefniskostnað. Í sumum sveitarfélögum eru nemendur látn- ir greiða hluta af föstum kostnaði vegna máltíðanna. - sv Ný könnun Neytendastofu á skólamáltíðum sýnir mikinn mun milli skóla: Þrír skólar veita ókeypis mat ■ Nemendur greiða hráefni og hluta kostnaðar í 77 skólum. ■ Lægsta verð var 224 krónur í Gerða- skóla í sveitarfélaginu Garði. ■ Hæsta verð er 526 krónur fyrir börn í 8. til 10. bekk Reykhólaskóla í Reykhóla- hreppi. ■ Meðalverð var 297 krónur. ■ Nemendur greiða eingöngu hráefni í 66 skólum. ■ Lægsta verð er 110 krónur hjá 1. til 4. bekk í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. ■ Hæsta verð er 460 krónur í Lauga- gerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir nemendur í 4. til 10. bekk. ■ Meðalverð er 303 krónur. Mikill munur SKÓLAMÁLTÍÐ Ellefu skólar á Akureyri láta nemendur greiða fullan kostnað við máltíðir. DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann fyrir líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa í ágúst 2009, við Ingólfstorg, í Reykjavík, kýlt annan nokkrum höggum í andlitið með krepptum hnefa og sparkað með hné í kvið hans. Sá sem ráðist var á hlaut bólgur og mar hægra megin í andliti og á höfði og auma og stífa hálsvöðva. Sá sem fyrir árásinni varð gerir kröfu um að árásarmaður- inn greiði sér rúmlega milljón í skaða- og miskabætur. - jss Krafinn um milljón í bætur: Kýldi í andlit og sparkaði í kvið ÖRYGGI Bönd í blöðrum geta verið varasöm fyrir börn. Neytenda- stofa vill benda foreldrum á að nú þegar 17. júní og fleiri hátíðar- höld fara að ganga í garð, að huga vel að öryggi barna sinna. Á gasblöðrur eru gjarnan sett gjafabönd sem stundum eru nær óslítanleg. Oft eru blöðrurnar bundnar við barnvagna eða úln- liði barna. Neytendastofa segir þetta geta skapað hættu, þar sem börn geta vafið böndunum um háls sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forráðamönnum er bent á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu, rúm eða hand- leggi barna eða þar sem börn eru að leik án eftirlits. - sv Neytendastofa varar við: Bönd í blöðrum oft varasöm BLÖÐRUR Löng bönd í blöðrum geta verið varasöm börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Hefur þú kynnt þér frumvörp um breytingar á stjórn fisk- veiða? JÁ 27,6% NEI 72,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Lestu myndasögurnar í dagblöðunum? Segðu skoðun þína á visis.is Kalt vor og klakabönd á þingi Stjórnarandstaðan kallar eftir afsögn ríkisstjórnarinnar. Hún geri ekkert rétt. „Það er bjart fram undan,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingar vill færa þingumræður úr hnefaleikahringnum. ÚR HNEFALEIKAHRINGNUM Þórunn Sveinbjarnardóttir kallaði eftir því að þingmenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift koma í veg fyrir að hægt væri að taka höndum saman um að breyta forneskjulegum þinghefðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.