Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 58

Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 58
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR42 Óskarsverðlaunaleikstjórinn Martin Scorsese hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók- inni Furious Love en hún fjallar um stormasamt samband kvik- myndastjarnanna Elizabeth Taylor og Richard Burton. Taylor og Burton giftust í tví- gang. Fyrra hjónabandið entist í tíu ár, frá 1964 til 1974 en það seinna stóð yfir í aðeins nokkra mánuði, frá október 1975 til júlí 1976. Samband þeirra hjóna var með eindæmum viðburðaríkt og telja margir að þau hafi hrein- lega fært það upp á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Who‘s Afraid of Virginiu Wolf. Burton, sem var alla tíð mik- ill drykkjumaður, sagði eitt sinn að það væri hreinasta firra að konan sín væri fallegasta kona heims. „Hún hefur yndisleg augu en hún er með undirhöku, ljót brjóst og fremur stutta fætur.“ Taylor lét þetta ekki á sig fá heldur lýsti því yfir að hún hefði aldrei elskað neinn mann, þrátt fyrir sín átta hjónabönd, eins og Burton. Gerir mynd um Taylor og Burton Á HVÍTA TJALDIÐ Samband Richards Bur- ton og Elisabeth Taylor verður brátt að kvikmynd í leikstjórn Martins Scorsese. Tímaritið In Touch Weekly heldur því fram að Kim Kardashian hafi haldið framhjá núverandi unn- usta sínum Kris Humphries með NFL-stjörnunni Bret Lockett og að framhjáhaldið hafi staðið yfir í fimm mánuði. Talsmenn raun- veruleikastjörnunnar segja sögu- sagnirnar fráleitar og segja að Kardashian hafi ekki einu sinni heyrt á manninn minnst áður. Annað segir Bret Lockett sjálf- ur, sem lætur hafa eftir sér í við- tali við blaðið að Kardashian hafi verið sú sem sótti í hann. „Ég vissi að þetta væri leikur hjá henni. Þetta er það sem hún gerir,“ sagði leikmaðurinn í viðtalinu. Á forsíðu In Touch er einnig tekið fram að Kardashian og Lockett hafi stund- að símakynlíf og sent dónaleg smáskilaboð sín á milli. Kim Kar- dashian ætlar að lögsækja blað- ið og meintan ástmanninn fyrir ummælin. Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur síðan tilkynnt var um trú- lofun Kim Kardashian og Kris Humphries, en þau kynntust í nóvember í fyrra. Umrætt tölu- blað In Touch Weekly kemur út hinn 20. júní. Sökuð um framhjáhald SEGIST ALSAKLAUS Tímaritið In Touch Weekly sakar Kim Kardashian um framhjáhald í næsta tölublaði sínu. Kardashian neitar því alfarið og undirbýr lögsókn. Núningurinn milli búlg- arska tónleikahaldarans og Íslandsstofu virðist til lykta leiddur. Tónleikahaldarinn lofar góðu stuði og segist aðeins hafa ætlað að kynna Ísland og íslenska menn- ingu. „Þetta er bara einhver leiður mis- skilningur og ég er búinn að ræða við þau hjá Íslandsstofu og útskýra fyrir þeim hvernig í málinu ligg- ur,“ segir Simeon Vasilev, ritstjóri DJ MAG Bulgaria og forsprakki 17. júní-tónleika á offiseraklúbbn- um í miðborg höfuðborgarinnar Sofiu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stendur til að halda þjóðhátíð- ardag Íslendinga hátíðlegan í Búlg- aríu með tónleikahaldi, sem er allt gott og blessað nema að í búl- görskum fjölmiðlum var því hald- ið fram að landkynningarverk- efnið Inspired by Iceland kæmi að þessum tónleikum, sem skarta meðal annars Láru Rúnarsdóttur og plötusnúðnum President Bongo. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumað- ur markaðssóknar hjá Íslands- stofu, vísaði því hins vegar á bug að Inspired by Iceland kæmi nokk- uð nálægt þessu og bætti því við að vörumerkið hefði aldrei verið notað án vitundar Íslandsstofu áður og að málið yrði skoðað í framhaldinu. Fréttablaðinu barst í gær yfirlýs- ing frá Ingu Hlín þar sem kemur fram að hvorki Inspired by Ice- land né Íslandsstofa setji fjármagn í viðkomandi viðburð. „Við höfum kannað málið og allt var þetta með góðum vilja viðkomandi tónleika- haldara að hafa merki Inspired by Bera hag Íslands fyrir brjósti ENGAR ÁHYGGJUR Lára Rúnarsdóttir og President Bongo þurfa engar áhyggjur að hafa þótt Inspired by Iceland komi ekki nálægt tónleikunum í Búlgaríu; tónleikahaldarinn Vasilev ábyrgist að tónleikarnir verði með glæsilegasta móti. Eva Longoria hefur nú lært táknmál til þess að ná til heyrnarlausra aðdáenda sinna, en hún gaf nýlega út uppskrifta- bókina Eva‘s Kitchen. „Fjölmargir heyrn- arlausir einstaklingar hafa keypt eintak af bókinni minni og ég hef náð að tala til þeirra með táknmáli um uppáhalds upp- skriftirnar og hvað þeir eigi að elda,“ sagði Longoria á hátíðarsamkomu um helgina. Hún sagðist þekkja vel þá tilfinningu að til- heyra minnihlutahópi. „Margir innan minnar fjölskyldu tilheyra minnihlutahópi og það gleður mig að geta talað þeirra máli,“ sagði Longoria. LÆRÐI TÁKNMÁL Eva Longoria lærði tákn- mál til þess að ná til aðdáenda sinna. Rapparinn K Koke, breskur skjólstæðingur Jay-Z, hefur verið ákærður fyrir morðtil- raun. K Koke er nú í gæsluvarð- haldi sakaður um aðild að skotárás á Harlesden-lestar- stöðinni í mars. Hann er 25 ára gamall og er á mála hjá útgáfufyrir- tækinu Roc Nation, sem er stýrt af rapparan- um Jay-Z. K Koke er sá fimmti sem handtekinn er í tengslum við skotárás- ina, sem 27 ára gamall maður rétt lifði af. Hin handteknu auk hans eru unglingar á aldrinum 16 til 20 ára. Skjólstæðingur Jay-Z ákærður fyrir skotárás MEÐ BÓFA Í VINNU Jay-Z þarf eflaust að endur- skoða ráðninga- stefnu útgáfufyrir- tækis síns, Roc Nation. Iceland í auglýsingu viðburðarins. Við gerum ekki athugasemdir við þetta og vonum að tónleikarnir tak- ist sem allra best í landkynningar- skyni og fyrir þær íslensku hljóm- sveitir sem taka þátt.“ Vasilev segir að Inspired by Ice- land hafi aldrei komið neitt nálægt þessu, það sé íslenski konsúllinn í Búlgaríu sem standi við bakið á tónleikahöldurum og greiði fyrir tónleikana úr eigin vasa. Sjálfur hafi hann mikla reynslu af tón- leikahaldi og hann tekur skýrt fram að þjóðhátíðardansleikur- inn verði með glæsilegasta móti; öllu verði kostað til. „Við viljum ekki vera með nein leiðindi held- ur ætlum bara að kynna Ísland og íslenska menningu. Við berum hag Íslands fyrir brjósti.“ freyrgigja@frettabladid.is Eva Longoria búin að læra táknmál

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.