Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 62

Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 62
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is HK-INGAR ætla að reyna að létta á heimavallarvandræðum sínum í 1. deild karla í fótbolta með því að spila heimaleik sinn við Víking Ólafsvík klukkan 20.00 í kvöld í Fagralundi í stað þess að spila hann á Kópavogsvelli þar sem HK-liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í sumar. Leikurinn er þó ekki færður vegna slæms gengis heldur vegna slæms ástands Kópavogs- vallar. HANDBOLTI Íslenska handbolta- landsliðið er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á sjöunda Evr- ópumótinu í röð eftir 29-25 sigur í Lettlandi í gær. Þjóðverjar unnu átta marka sigur í Austurríki og eru því komnir í úrslitakeppnina í Serbíu en Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2012. „Það er verulegur léttir að hafa klárað þennan leik,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari eftir leikinn í gær. Leik- ur íslenska liðsins í Lettlandi var langt frá því að vera sannfærandi en sem betur fer tókst strákunum þá að landa sigrinum og halda lífi í voninni um að komast til Serbíu. Ísland komst í 12-4 í upphafi og var 17-11 yfir í hálfleik en Lett- arnir náðu að minnka muninn í eitt mark um miðjan seinni hálf- leik. „Fyrstu tíu til tólf mínúturn- ar er markvarslan döpur og vörnin mjög döpur. Við gerum okkur seka um tæknimistök í sóknarleiknum og klúðrum hverju dauðafærinu á fætur öðru. Það þýddi bara að við hleyptum þeim inn í leikinn á mettíma. Það var ekki gott því við vorum búnir að vinna okkur í fína stöðu og þetta leit mjög vel út enda varnarleikur- inn grimmur,“ sagði Guðmundur. Guðjón Valur Sigurðsson lék lengstum sem leikstjórnandi í fjarveru Snorra Steins Guðjóns- sonar og Arons Pálmarssonar sem eru meiddir. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska lið- inu með níu mörk og Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk þar af fjögur þeirra á síðustu 15 mínútunum. Alexander Pet- ersson skoraði 4 mörk og komu þau öll í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í íslenska markinu. Guðjón Valur stóð sig mjög vel engu að síður og gerði mjög mikilvæga hluti fyrir liðið. Við spiluðum ákveðna leikaðferð á lokakaflanum sem gekk upp og Róbert náði að gera mikilvæg mörk. Það voru bara of marg- ir ekki að spila nægilega vel til þess að við gætum unnið örugg- ari sigur,“ sagði Guðmundur. Það þurfa allir að skila sínu í leiknum í Höllinni á sunnudag- inn. „Nú er bara að gefa allt í botn í leiknum á móti Austurríki á sunnudaginn. Það er lífsspurs- mál fyrir okkur að fá fulla höll því þetta er svo mikilvægur leik- ur, leikur upp á líf eða dauða,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er orðið langt tímabil hjá mörgum og margir eru búnir að spila mjög mikið. Það hefur sínar afleiðingar. Síðustu bens- índroparnir munu fara í leikinn á móti Austurríki og ég treysti því að menn muni gefa sig í það. Ég veit að við getum spilað miklu betur og við gerðum það líka á köflum. Í leiknum á móti Aust- urríki þurfum við að spila vel í 60 mínútur til þess að fara með sigur af hólmi við getum það að sjálfsögðu,“ sagði Guðmundur en það verður óvissa um stöðuna á leikstjórnendum liðsins fram að leik. „Það er erfitt að meta stöðuna á Aroni og Snorra. Ég hef trú á því að Aron komi inn í liðið og Snorri jafnvel líka. Auðvitað veit ég það ekki en við þurfum á hverj- um einum og einasta að halda í þessum leik. Læknateymið og sjúkraþjálfararnir eru undir pressu núna,“ sagði Guðmundur að lokum. ooj@frettabladid.is LÉK SEM LEIKSTJÓRNANDI Guðjón Valur Sigurðsson átti flottan leik í gær og var markahæstur með 9 mörk. Hann lék lengstum sem leikstjórnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Síðustu bensíndroparnir fara í Austurríkisleikinn Strákarnir okkar kláruðu skylduverkefnið í Lettlandi í gær, unnu nauman en nauðsynlegan sigur og framundan er því hreinn úrslitaleikur við Austurríki í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn á EM. HANDBOLTI Aron Kristjánsson tók við Haukaliðinu á ný í gær og skrifaði undir þriggja ára samning um að þjálfa meistaraflokk félagsins. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð þegar hann var með liðið síðast. „Við náðum að vinna þrjú ár í röð sem var frábært og félagið er búið að vinna marga titla síðan 2000. Það er klárlega stefnan að fara strax með liðið í toppbaráttuna og slást um þessa titla sem í boði eru. Stefnan er sett strax þangað á næsta ári. Það má ekki gerast aftur að Haukarnir missi af úrslitakeppnina,“ sagði Aron en eins og sjá má hér fyrir neðan hefur verið mikill munur á gengi Hauka með Aroni og tímabilin á undan og eftir að hann var með liðið. „Það er enginn að segja að Haukar þurfi að vera meistarar á hverju ári en bara að Haukar eiga að slást um titilinn á hverju ári,“ sagði Aron sem krefst þess að sínir strákar leggi mikið á sig og er þegar farinn að láta þá svitna. „Þetta reynir á mig og þetta reynir líka á strákana því þeir þurfa auðvitað að sýna sig og sanna að þeir séu þess verðugir að koma Haukum aftur í fremstu röð,“ segir Aron. - óój Ár Hauka með Aroni 2007-08 Íslandsmeistari 2008-09 Íslandsmeistari 2009-10 Íslandsmeistari - Samantekt á Íslandsmótsleikjum- Leikir:84 Sigrar - töp: 60-15 Titlar: 7 Sigurhlutfall: 76,8 prósent Ár Hauka án Arons 2010-11 5. sæti 2006-07 6. sæti - Samantekt á Íslandsmótsleikjum- Leikir: 42 Sigrar - töp: 13-21 Titlar: 0 Sigurhlutfall: 40,5 prósent Aron þjálfar Hauka á ný: Haukar eiga að slást um titilinn ARON KIRSTJÁNSSON Var sigursæll með Haukum 2007-2010. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Stjarnan komst upp í annað sætið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ í gærkvöldi en Stjörnukonur eru búnar að vinna alla þrjá leiki sína á teppinu í sumar. Valur getur náð öðru sætinu á ný með sigri á Þór/KA í kvöld. Inga Birna Friðjónsdóttir tryggði Stjörnunni þrjú stig með því að skora sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok eftir að fyrirliði Stjörnunnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafði jafnað leikinn eftir klukktíma leik. Berglind Bjarnadóttir kom KR í 0-1 eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. „Þetta var erfitt en tókst að lokum. Eftir að við lentum undir þá fórum við bara að spila og þá kom fyrst munurinn á liðunum í ljós. Við spiluðum vel í 25 mínútur í seinni hálfleik og það nægði til sigurs,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Sporttv.is eftir leikinn. Breiðablik og Fylkir unnu bæði sína fyrstu sigra í sumar. Greta Mjöll Samúelsdóttir fór heldur betur í gang í Grindavík þegar Breiðablikskonur unnu 5-1 sigur en Greta Mjöll skoraði þrennu í fyrri hálfleik í leiknum. Breiðablik hafði aðeins fengið eitt stig og skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en stíflan brast loksins í kvöld en staðan var orðin 4-0 í hálfleik. Greta Mjöll skoraði mörkin sín á 20., 30. og 33. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 12. mínútu. Sarah Wilson minnkaði muninn á 54. mínútu en Ásta Eir Árnadóttir innsiglaði sigurinn. Fylkir fagnaði sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar þegar liðið vann 3-1 sigur á Aftureldingu á Fylkisvellinum. María Kristjánsdóttir, Laufey Björnsdóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir skoruðu mörk Fylkis en Elín Svavarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 í fyrri hálfleik. - óój Breiðablik og Fylkir unnu langþráða sigra í Pepsi-deild kvenna í gær og Greta Mjöll skoraði þrjú í Grindavík: Inga Birna tryggði Stjörnunni þrjú stig AFTUR Á SIGURBRAUT Stjörnukonan Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir er hér á undan KR-ingnum Freyju Viðarsdóttur í leik liðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Undankeppni EM í handb. Lettland-Ísland 25-29 (11-17) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (14), Róbert Gunnarsson 6 (8), Alexander Petersson 4 (8), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4), Arnór Atlason 2 (5), Ólafur Guðmundsson 2 (2), Ólafur Stefánsson 2/1 (5/1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretarsson 1 (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1 (42/3, 40%) Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Guðjón Valur 5, Ólafur 1, Alexander 1, Ingimundur 1) Fiskuð víti: 1 (Róbert) Austurríki-Þýskaland 20-28 (8-15) STAÐAN Í RIÐLINUM: Þýskaland 5 3 1 1 160-128 7 Austurríki 5 3 1 1 136-126 7 Ísland 5 3 0 2 144-149 6 Lettland 5 0 0 5 118-155 0 LOKAUMFERÐIN: Ísland-Austurríki sun. kl. 16.30 Þýskaland-Lettland sun kl. 13.00 Pepsi-deild kvenna ÍBV-Þór/KA 2-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (16.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (49.) Stjarnan-KR 2-1 0-1 Berglind Bjarnadóttir (52.), 1-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdþ (63.), 2-1 Inga Birna Friðjónsd. (75.) Fylkir-Afturelding 3-1 1-0 María Kristjánsdóttir (15.), 2-0 Laufey Björnsdóttir (20.), 2-1 Elín Svavarsdóttir (36.) 3-1 Rúna Sif Stefánsdóttir (81.) Grindavík-Breiðablik 1-5 0-1 Fanndís Friðriksdóttir (12.), 0-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (20.), 0-3 Greta Mjöll (30.), 0-4 Greta Mjöll (33.), 1-4 Sarah Wilson (54.), 1-5 Ásta Eir Árnadóttir (62.) STAÐAN Í DEILDINNI: ÍBV 4 4 0 0 14-0 12 Stjarnan 4 3 0 1 10-3 9 Valur 3 2 1 0 4-2 7 Þór/KA 3 2 0 1 5-7 6 KR 4 1 2 1 4-4 5 Breiðablik 4 1 1 2 7-6 4 Fylkir 4 1 1 2 5-8 4 Afturelding 4 1 1 2 4-8 4 Þróttur R. 4 0 2 2 2-8 2 Grindavík 4 0 0 4 2-11 0 Upplýsingar um markaskorara er fengnar af vefsíðunni fótbolti.net. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Nýliðar ÍBV héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna með því að vinna 2-0 sigur á hinum nýliðunum í Þrótti í gær. Berglind Björg Þorvals- dóttir skoraði bæði mörkin og hefur því skorað 4 mörk í fyrstu 4 umferðunum. „Ég er mjög ánægð með þennan leik. Við erum búnar að byrja vel og þetta er bara mjög gaman,“ sagði Berglind Björg eftir leikinn. „Ég bjóst ekki við þessari byrjun en þetta er skemmtilegur hópur og við erum að ná mjög vel saman. Ég sé svo ekki eftir að hafa farið út í Eyjar,“ sagði Berglind sem er fædd í Eyjum en spilaði með Breiðabliki undanfarin ár. Það er greinilegt að hún kann vel við sig á heimaslóðunum en 3 af 4 marka hennar í sumar hafa komið á Hásteinsvellinum. Eyjaliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í sumar með markatölunni 14-0 og Birna Berg Haraldsdóttir 17 ára markvörður ÍBV, á enn eftir að fá á sig mark í sumar. - óój Eyjastúlkur með fullt hús: Birna heldur enn þá hreinu BERGLIND BJÖRG Skoraði bæði mörk ÍBV-liðins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.