Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 20
20 9. júní 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A kstur utan vega hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Því miður hafa allt of margir ökumenn jeppa og annarra vélknúinna ökutækja of mikið og of lengi sýnt viðkvæmu gróðurfari á hálendi Íslands vanvirðingu og yfirgang á ferðum sínum. Víða sjást merki þessa í náttúru Íslands enda getur það tekið náttúruna ár og upp í áratugi að jafna sig þegar djúp hjólför eru komin í viðkvæmt land. Vísbendingar sem fram koma í nýrri samantekt Umhverf- isstofnunar um að nú dragi heldur úr utanvegaakstri eru því fagnaðarefni, en á síðustu misserum hefur verið unnið eftir aðgerðaáætlun umhverfisráðuneytisins sem beinist að því að draga úr utanvegaakstri. Ekki er úr vegi að setja þessa þróun í stærra samhengi, því líklega hefur umræða um umhverfismál almennt ekki verið meiri og frjórri hér á landi í annan tíma. Skemmst er að minnast sorp- brennslumálanna sem hafa verið í fréttum frá áramótum. Sú umfjöllun neyddi nokkrar sveitarstjórnir í landinu til að hætta að beina blinda auganu að alvarlegri díoxínmengun sem stafað hefur frá sorpbrennslum. Raunar má segja að bylting hafi orðið í viðhorfi almennings til sorpmála í landinu á sama tíma og mörg sveitarfélög hafa bætt mjög meðferð á úrgangi. Aukin endurvinnsla og endurnýting á sorpi hefur dregið talsvert úr þeim úrgangi sem farga þarf, þótt þarna megi vitanlega gera mun betur. Þótt enn sé nær allur bílafloti landsmanna knúinn bensíni og dísilolíu eru teikn um að þess sé ekki langt að bíða að endur- nýtanleg orka verði valkostur sem æ fleiri mun þykja fýsilegur. Frumvarp um framkvæmdasjóð ferðamannastaða hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og verður vonandi að lögum. Með þeim lögum kemur til stóraukið fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á fjölsóttum ferðamannastöðum þar sem aðstæðum hefur víða verið verulega ábótavant í mörgum skilningi. Auk þess sem öryggi ferðamanna hefur ekki verið nægilega tryggt hafa margir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins alls ekki verið nægilega varðir gegn þeim ágangi sem stríður straumur ferða- manna veldur óneitanlega í viðkvæmu landi. Ósnortin náttúra og óspillt ásamt hreinu vatni og lofti er ríkur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Svo ríkur kannski að hér var fólk seinna að grípa þá umhverfisbylgju sem svo sannarlega hefur sett mark sitt bæði á líf almennings og öll stjórnmál um heim allan undanfarna áratugi. Í okkar stóra og strjálbýla landi var talið að engin umhverfisvá steðjaði að. Nú virðist sem þjóðin sé að vakna af þyrnirósarsvefninum og átta sig á því að hér þurfum við að vernda viðkvæma náttúru með því að umgangast hana af gætni og virðingu, gæta að útblæstri og annars konar loftmengun og draga úr sorpi með aukinni endur- vinnslu. Þetta er góð þróun og ber vott um þroska þjóðar. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggju- dóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: • Einstaklingar með athyglis- brest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. • Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkni- efni. • Með því að ráðast að óathug- uðu máli gegn meðferð á athygl- isbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðla- umfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: • Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglis- bresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? • Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? • Ef aðgengi fíkla að „lækna- dópi“ er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur. Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor … Notkun rítalíns Vilhjálmur Hjálmarsson leikari og einstaklingur með athyglisbrest Fordóma- fullir sleggju- dómar bjarga ekki manns- lífum. Góður ásetningur Merkileg samstaða náðist á Alþingi 12. desember 2008. Þá var samþykkt tillaga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Í greinargerð með tillögunni segir að rannsóknin geti beinst að aðgerðum ríkisstjórnar og einstakra ráðherra og því sé eðlilegt að rannsóknin fari fram á vegum Alþingis. Þar er talað um ábyrgð ráðherra og sérstaklega vísað til 14. greinar stjórnarskrár Íslands. Hún hljóðar svo: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Þeir sem stóðu að tillögunni voru: Sturla Böðvarsson, Guðjón A. Kristjáns- son, Valgerður Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde, sem þá var forsætis- ráðherra. Ó, gat það átt við um mig? Í ljósi þessarar ágætu tillögu, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi, hlýtur það að skjóta skökku við þegar einn flutningsmanna, Geir H. Haarde, hrópar hátt um pólitískar ofsóknir og úreltan landsdóm. Átti frum- varpið kannski ekki að gilda um hann? Tyggjóþingið Sérkennileg orðaskipti áttu sér stað á þingi í gær. Þau lutu ekki að stjórn- málum, ekki beint í það minnsta. Í umræðum um fundarstjórn forseta mátti nefnilega heyra forseta, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, hvísla að einum þingverðinum þegar hann gekk til sætis við hlið forseta: „Passaðu þig að þú stígir ekki í tyggjóið.“ Er ekki einboðið að skipa rannsókn- arnefnd og kryfja það hver forsetanna var með tyggjó í þingsal og missti það á gólfið – Kristján Möller, Ásta Ragnheiður eða kannski Ragnheiður sjálf? kolbeinn@frettabladid.is Hafrannsóknastofnunin Veiðiráðgjöf – Kynningarfundur Hafrannsóknastofnunin mun kynna veiðiráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 á opnum fundi fimmtudaginn 9. júní n.k. kl. 14 - 16 í fundarsal stofnunarinnar á 1. hæð að Skúlagötu 4. Dagskrá: Undirstaða stofnmats – Einar Hjörleifsson Þorskur – Björn Ævarr Steinarsson Loðna – Þorsteinn Sigurðsson Yfirlit yfir aðrar tegundir Fyrirspurnir og umræður Gert er ráð fyrir um klukkustundar umræðum eftir kynninguna þar sem sérfræðingar stofnunarinnar sem vinna að stofnmati munu svara fyrirspurnum. Allir velkomnir. Vísbendingar um að dregið hafi úr utanvegaakstri: Vitundarvakning um umhverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.