Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 16
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna 106 „Það sem ég hélt að væru afskaplega slæm kaup í mínu lífi, reyndust svo verða með þeim betri,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Guðrún keypti íbúð árið 1982 og á stofugólfinu var „með endemum ljótt gólfteppi“ í hræðilegum lit, skræpótt og götótt. „Það var hryllilega gulbrúnt með hvítum skræpum og æpti í mótsögn við allt mitt innbú,“ segir Guðrún, sem hét því um leið að safna fyrir parketi á stofugólfið, líkt og tíðkaðist víða og gerir enn. „Í hvert sinn sem peningur kom inn á heimilið settum við fram spurninguna um forgangsröðun í lífinu,“ segir Guðrún. „Við frestuðum parketinu ítrekað, fórum í nokkrar utanlandsferðir og gerðum margt annað dásamlegt fyrir peningana.“ Teppið vakti upp endalausar spurningar hjá Guðrúnu um hvernig á að verja peningum. Hún seg- ist vilja nota þá til að njóta lífsins og gera skemmtilega hluti með fólki sem henni þykir vænt um. „Þegar ég hugsa til baka til teppisins þá finn ég að mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Og það var á stofugólfinu öll þau átta ár sem við bjuggum í íbúðinni, en við lifðum lífinu fyrir andvirði teppisins.“ NEYTANDINN: GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, TALSKONA STÍGAMÓTA Lifðu lífinu fyrir gólfteppið ÞÚSUND KRÓNUR Meðalheimilið á Íslandi varði 106 þúsund krónum í áfengi á árinu 2009. Það nam 2,4 prósentum af heildarútgjöldunum. GÓÐ HÚSRÁÐ rabarbari Rabarbari hreinsar pottana Hægt er að ná brunablettum úr pottum og pönnum á einfaldan hátt með rabarbara þannig að pottarnir líti út sem nýir. Skerðu niður nokkra rabarb- araleggi, settu í pottinn ásamt vatni og láttu sjóða í um það bil tíu mínútur og potturinn verður eins og nýr. Nú er tilvalið að taka skemmtunina aðeins lengra og sjóða annaðhvort rabarbarasultu eða rabarbaragraut. Um tíu til fimmtán þúsund posar með örgjörvum verða settir upp hér á landi á næstu mánuðum. Því munu allir sem nota greiðslukort þurfa að leggja pinnnúmer á minn- ið og nota það í stað undirskrifta. Útgáfu korta með örgjörvum verður að mestu lokið á þessu ári, en þegar eru öll kreditkort búin örgjörvum. Verslanir og þjónustufyrirtæki hafa sum hafist handa við að setja upp slíka posa. Posarnir snúa að viðskiptavinum, sem setja kortin í þá og slá inn númerið. Í nokkr- um vínbúðum er nú hægt að greiða með þessum hætti. Með þessum breytingum er verið að mæta alþjóðlegum kröf- um um öryggi, en þær þykja stuðla að meira öryggi bæði korthafa og fyrirtækja. Verkefninu „Pinnið á minnið“ hefur verið hrundið af stað vegna þessa og á það að auðvelda inn- leiðingu kerfisins. Greiðsluveitan ehf., sem er dótturfyrirtæki Seðla- bankans, sér um verkefnið ásamt færsluhirðunum Borgun, Valitor og Teller. Orðið pinnið er nýyrði yfir enska orðið Pin, sem hefur verið notað á Íslandi hingað til. Áfram verður hægt að staðfesta greiðslur með undirskrift enn um sinn. - þeb Posar með örgjörvum að hefja innreið sína á Íslandi: Staðfest með pinni NÝR POSI Posar hafa verið teknir í notkun í nokkrum vínbúðum og eru þeir merktir með slagorðinu „Pinnið á minnið“. Hlaupafrömuðurinn Torfi H. Leifsson segir að auk- inn áhuga á útihlaupum megi þakka öflugu kynn- ingarstarfi og heilsuvit- und almennings. Upphafs- kostnaður er ekki mikill, en vandaðir hlaupaskór eru sagðir vera algjör nauðsyn. Sannkölluð sprenging hefur verið í áhuga almennings á útihlaup- um hér á landi síðustu ár þar sem sífellt fleiri eru farnir að spretta úr spori. Þessi þróun var hæg en stöðug um áraraðir segir Torfi H. Leifs- son. Hann er einn umsjónarmanna vefsíðunnar hlaup.is, þar sem nálgast má upplýsingar um hlaup og flest þeim tengt. Torfi segir aðspurður að ákveð- in vatnaskil hafi orðið þegar Glitn- ir lagðist út í mikla auglýsingaher- ferð fyrir Reykjavíkurmaraþon fyrir nokkrum árum. „Síðan hefur orðið almenn heilsuvakning meðal almennings þar sem fólk áttaði sig á því að hlaup er bæði þægileg og ódýr leið til að koma sér í form,“ segir Torfi og bætir við að lykilatriði sé að kaupa góða hlaupaskó. „Fín hlaupa- föt eru ekki nauðsynleg fyrst um sinn þar sem venju- legur íþrótta- galli dugar vel. Hins vegar er ekki ráðlegt að nota gamla skó sem hafa legið í geymsl- unni lengi. Góðir skór gætu kost- að á bilinu 20 til 25 þúsund, en í framhaldi af því má hugsa um að kaupa hlaupaboli og buxur, sem eru í raun ekki mjög dýr.“ Torfi segir að ýmis aukatæki, líkt og úr með GPS og púlsmæli, séu eitthvað sem getur komið síðar. Hlaupaskó þarf að endurnýja reglulega, í samræmi við notkun, segir Torfi. „Jafnan er miðað við að skór endist á bilinu 600 til 1000 kíló- metra, en þá er dempun horfin úr skónum. Maður finnur strax fyrir því þegar það gerist til dæmis með óþægindum í hnjám eða framan á sköflungi.“ Góðir skór eru lykil- atriði í útihlaupum TORFI H. LEIFSSON Asics Kayano Asics Kayano er einn vinsælasti hlaupaskórinn hér á landi, og sá mest seldi af innanfótarstyrktum skóm, að því er segir í umsögn á vef Útilífs. Þessi tegund er til í flestum verslunum og er því valin til verðsamanburðar. Verslun Verð Sportland 33.990 * Afreksvörur 33.000 * Útilíf 29.990 Hlaupaskor.is 29.990 Hlaup.is 28.800 Intersport 27.990 Flexor 27.980 *Hér er um að ræða skó sem eru af öðrum tegundum, en sambærilegir við Asics Kayano, að sögn starfsmanna verslananna. Verðsamanburður Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is með Miele Care Collection uppþvottaduft, töflur, gljái og vélahreinsir, sérstaklega framleitt fyrir Miele uppþvottavélar Með því að velja Miele uppþvottavélar leggur þú grunn að langtímasparnaði. Þrjár þvottagrindur Þvær 18% meira magn í einu Notar minna vatn og rafmagn Fer betur með leirtauið Verð frá kr. 179.995 Farðu alla leið með Miele Á HARÐAHLAUPUM Stóraukning hefur verið í áhuga almennings á útihlaupum síðustu ár. Hlaupafrömuður segir að þakka beri miklu og góðu kynningarstarfi sem og bættri heilsuvitund, og þeirri staðreynd að um er að ræða hentuga og ódýra heilsurækt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Úrval af hlaupaskóm er nokkuð gott hér á landi. Þrátt fyrir að verð hafi hækkað mikið eftir gengis- fall krónunnar segir Torfi að verð hér á landi sé svipað og á Norður- löndunum, en verð vestanhafs geti verið umtalsvert lægra. Þrátt fyrir að veðrið á Íslandi sé oftar en ekki lítt fýsilegt til úti- vistar segir Torfi að hlauparar láti slíkt ekki stöðva sig. „Fólk er að hlaupa úti allt árið um kring og síðustu ár hafa meira að segja verið hlauparaðir í gangi allan veturinn,“ segir Torfi og bætir við að lokum að mestu máli skipti að klæða sig eftir aðstæðum. „Margir láta ekkert stoppa sig, en í verstu veðrum er hægt að fara inn í líkamsræktarstöðvarnar og hlaupa á brettunum.“ thorgils@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.