Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 46

Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 46
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. gá, 6. einnig, 8. skip, 9. nægilegt, 11. núna, 12. hlutdeild, 14. uppskafn- ingsháttur, 16. drykkur, 17. húsfreyja, 18. kerald, 20. stefna, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. kvenmaður, 3. hvort, 4. jarðbrú, 5. hyggja, 7. góðvild, 10. kjaftur, 13. mærð, 15. höggva, 16. lögg, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. gelt, 6. og, 8. far, 9. nóg, 11. nú, 12. aðild, 14. snobb, 16. te, 17. frú, 18. áma, 20. út, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. kona, 3. ef, 4. landbrú, 5. trú, 7. góðsemi, 10. gin, 13. lof, 15. búta, 16. tár, 19. af. Gott á þig! Þú getur ekki bara kallað fólk það sem þér dettur í hug! Áái! Þetta... bara.... Þetta bara datt út úr mér... (Fliss!) Eins og ég myndi nokk- urn tímann nota bakpoka á hjólum! Ókei, mér er sama. Gerðu það sem þú vilt. Mér þykir leitt að hafa móðgað þig með því að hafa reynt að vera almennileg. Sniff! Ég er að fara í stærð- fræðipróf á morgun. Rosalega erfitt! Stærsta próf mitt frá upphafi! Það er upp úr öllu sem ég hef lært í ár, svo það er eins gott að þú hafir verið að fylgjast með. Áður en afkvæmið kemur í heim- inn sést oft til kengúrumömm- unnar þar sem hún lappar upp á barnaher- bergið. Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Lífið hefur mjatlast einhvern veginn áfram, merkilegt nokk. Eins bálreið og ég var vegna hruns- ins til að byrja með hefur hefndarþorstinn rjátlast af mér. SÖGULEGT uppgjör er þó í bígerð, stór- brotið mál skal til lykta leitt. Landsdóm- ur hefur aldrei verið kallaður saman í sögu lýðveldisins og skrafað er um fyrstu „pólitísku réttarhöld“ Íslandssögunnar á kaffistofum, hver niðurstaða þeirra verði og hvaða tilgangi þau eigi að þjóna. Þarna sátu nú spariklæddir dómar- arnir fimmtán, skipaðir af fyrrver- andi samstarfsfélögum sakborn- ings, við grændúkuð borð. Grafalvarlegir á svipinn virtust þeir reiðubúnir að draga loks til ábyrgðar þá sem sváfu á verðinum meðan fjármálamennirnir sigldu skútunni svo ræki- lega upp á sker að hún hefur marað í hálfu kafi síðan. Eða hvað? Við borð sakbornings sat bara einn maður. Geir. FYRRVERANDI fjármálaráðherra, við- skiptaráðerra og utanríkisráðherra var hvergi að sjá, né seðlabankastjóra eða for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, ef út í það er farið. Af hverju í ósköpunum sitja ráðherr- arnir fyrrverandi ekki þarna við hlið Geirs eins og þeir gerðu meðan þeir störfuðu saman í ríkisstjórn? Þar lögðu þau á ráðin og tóku ákvarðanir í sameiningu, þó að ég viti ekkert hvernig starfsreglur þau við- höfðu sín á milli. Það skiptir heldur engu máli hvort einhver var frekari á völdin en annar, hver ráðherra hlýtur að bera ábyrgð á því sem gerist í málaflokki hans. FANGELSISVISTAR er krafist yfir Geir. Hann sagði þungbært að standa í þessum sporum og lái honum hver sem vill. Hann sagði málatilbúninginn hefndaraðgerðir fyrrverandi pólitískra andstæðinga hans gegn honum, og ég stóð mig að því að kinka hugsandi kolli. Dómararnir voru jú skipaðir af fólki sem margt hefur setið á Alþingi svo árum skiptir, líka árin í aðdraganda hrunsins. Get ég tekið mark á því sem á að heita stærstu réttarhöld sögunnar í einu viðamesta máli sögunnar þegar aðeins einn maður er sóttur til saka? ÞAÐ sem ég held að hinir fyrrverandi ráð- herrar hljóti að anda léttar, sloppnir fyrir horn, stikkfrí. Enda láta þeir lítið fyrir sér fara. Þeir bera þó jafnmikla ábyrgð gagn- vart mér, ég gleymi því ekkert. Einn situr Geir Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.