Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 22
22 9. júní 2011 FIMMTUDAGUR Árið 2006 tók einstæð móðir tólf milljónir króna að láni til 25 ára. Lánið var gengistryggt. Endurgreiðslum lánsins skyldi þannig háttað að hún greiddi aðeins vexti fyrstu fimm árin, en afborgun af höfuðstól og vexti eftir það. Hún átti íbúð sem á þeim tíma var metin á 25 milljónir króna. Veðsetningin var því rúm- lega 40% af markaðsvirði hennar. Þegar lánið var tekið fylgdi greiðsluáætlun frá bankanum um að við lok lánstímans, árið 2031, hefði hún greitt alls 17.116.450 kr. í afborganir og vexti. Hún var meðvituð um að gengi krónunnar gæti sveiflast á tímabilinu en lagði traust sitt á ábyrgar banka- og eftirlitsstofnanir. Því væri þetta vel viðráðanlegt. Svo kom hrunið. Hún tók aldrei stöðu á móti krónunni eins og bankinn. Hún varð ekki gjald- þrota eins og bankinn. Hún fór ekki óvarlega í fjármálum eins og bankinn. Gengistrygging lánsins var síðar dæmd ólögmæt. Í kjöl- farið var lánið endurreiknað eins og um allt annað lán hefði verið að ræða, þ.e. einhvers konar „ímynd- að lán“ með vöxtum sem aldrei hefði komið til álita að samþykkja við lántöku. Niðurstaða aftur- virka endurútreikningsins gaf þá sérstæðu niðurstöðu að virði lánasamningsins jókst frá því sem áður var. Henni þykir það skrýtin afleiðing af ólögmætri hegðun að sá brotlegi hagnist þegar réttlætið í formi endurútreiknings kemur til bjargar. Síðar kom í ljós að bankinn hafði allan tímann vitað að gengis- tryggð lán væru ólögmæt. Hún er því ósammála stjórnvöldum um að ábyrgð á ólögmæti lánveit- ingarinnar sé alfarið hennar – en ekki bankans – þó að hún hafi eins og aðrir miklar áhyggjur af „gæðum lánasafns bankans“, sem er eitt helsta tískuhugtak sam- tímans. Henni finnst þó óeðlilegt að eftir endurútreikning lánsins, þ.e. haldist vextir stöðugir til loka lánstímans, sé gert ráð fyrir því að hún endurgreiði bankanum alls 70 milljónir króna í stað þeirra ríflega 17 milljóna króna sem upp- hafleg greiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Það er ekki lánið sem hún tók. Eftir endurútreikning hafa mánaðarlegar afborganir fjórfald- ast frá því sem ráð var fyrir gert en tífaldast frá því sem var gert ráð fyrir í upphafi meðan aðeins voru greiddir vextir. Til að standa undir afborgunum eftir endur- útreikning lánsins hefur hún aukið við sig vinnu, hefur tekið út allan sinn séreignarsparnað og fær fjárhagslegan stuðning frá öldruðum foreldrum sínum. Þrátt fyrir að hún viti að höfundar á lausnum þessa gengislánaleikrits hafi hvorki skrifað handritið út frá hennar hagsmunum, né að hún gangi með þá grillu í kollinum að eignaréttarákvæði stjórnarskrár- innar hafi verið samið sérstak- lega fyrir hana, er henni misboð- ið. Þrátt fyrir að hún hafi mikinn vilja til að standa við sitt hefur hún ákveðið að hafna endurút- reikningi bankans, sem efnislega felur í sér að hún láti sér nægja að njóta lífsins í næsta lífi en vinna fyrst og fremst fyrir bankann í þessu. Hún telur að þessi niður- staða, sem kemur til vegna ólög- mætrar lánveitingar, geti ekki verið rétt ef eitthvert réttlæti er til, enda tók hún aldrei það lán sem nú er ætlast til að hún greiði af. Þetta er aðeins ein lítil saga eða lýsing af því sem er að gerast á Íslandi þessa dagana. Ótal önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Lítil saga af venjulegri konu á Íslandi Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrir lestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórn- valda allsstaðar þau sömu, að • lækka laun, • skerða lífeyri og • draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, • laun, • lífeyrir og • hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mest- um búsifjum af völdum snar- hækkandi fjármagns kostnaðar vegna vísitölu- og gengisbund- inna lána, en þær viðbótar- búsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífs- kjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónu Coughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en senni- legast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslensk- ur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjald- miðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðlegging- um Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utan- ríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjald- miðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljós- lega sá gjaldmiðill sem Íslending- ar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóð- um og því er brýnt að nýr gjald- miðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengis fellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hag- stjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur. Mælir (óafvitandi) með evru Gengistryggð lán Lúðvík Bergvinsson lögmaður Efnahagsmál Bolli Héðinsson hagfræðingur Ástæða þess að ég benti á í grein á vef SÁÁ, saa.is, að greining á ADHD í fullorðnum og rítalín meðferð byggð á henni væri umdeild meðal lækna var fyrst og fremst málflutningur nokkurra geðlækna – og reyndar land læknis einnig – um að ekki mætti raska þessari meðferð með því að horfa til þess skaða sem óhófleg ávísun á rítalín hefði á vímuefnasjúklinga. Þessir sjúklingar – það er vímu- efnasjúklingarnir – voru kallaðir jaðarhópur. Og mátti skilja að nei- kvæð áhrif rítalíns á þennan hóp væru jafnvel ásættanlegir ann- markar á vel lukkaðri meðferð ann- ars hóps sjúklinga. Þessi afstaða lýsir mikilli van- þekkingu, bæði á umfangi þess skaða sem óhóflegar ávísanir á rítalín hafa valdið meðal sprautu- fíkla og eins á umfangi rítalíns á fíkniefnamarkaðinum. Ef ekki er um vanþekkingu að ræða er það eitthvað enn verra sem ræður afstöðu læknanna. Eitt einkenni rítalíns er að sjúk- lingarnir sprauta sig oftar en ef þeir nota önnur efni. Þegar rítalín flæðir yfir fíkniefnaheiminn eykur það því smithættu og breiðir hratt út lifrarbólgu. Allir þeir tíu sem greinst hafa með HIV á þessu ári höfðu notað rítalín. Áhrif rítalíns á vímuefnasjúklinga eru því hörmu- leg fyrir einstaklingana og verða samfélaginu dýrkeypt. Þegar dró úr neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum eftir hrun og þar með neikvæðum afleiðingum neyslunnar dró ekki úr notkun sprautufíkla á örvandi efnum. Rítalín, niðurgreitt af skatt- borgurum, vó upp samdrátt í inn- flutningi á amfetamíni. Af þeim sprautufíklum sem koma á Vog í dag segja 59 prósent að rítalín sé það efni sem þeir noti mest eða næstmest. 90 prósent þeirra segjast hafa notað rítalín. Aðeins 10 prósent segjast ekki hafa notað það. Engin ástæða er til að ætla að neyslumynstrið sé annað hjá þeim sprautufíklum sem enn hafa ekki komið á Vog. Ekki er vitað hversu margir virkir sprautu- fíklar eru úti í sam félaginu hverju sinni en miðað við upplýsingar frá Vogi má ætla að þeir séu nálægt 750 manns. Þegar þetta tvennt er lagt saman – vægi rítalíns í neyslu- mynstrinu og fjöldi sjúklinganna – má ganga út frá því að neysla sprautufíkla sé vel yfir 500 dags- skammtar á dag og líkast til mun meiri. Neyslan nálgast að vera um fjórðungur af öllu rítalíni sem ávísað er á fullorðna. Rítalínfaraldur meðal vímuefna- sjúklinga er því stórt mál hvort sem litið er á skaðann eða umfangið – og það er líka stór hluti af heildar- notkuninni í landinu. Og alla þessa notkun má rekja til lækna sem ávísa þessu lyfi. Það er því óskiljanlegt að þeir læknar sem vilja verja ADHD- greiningu á fullorðnum og meðferð við henni skuli ekki vilja ganga til liðs við SÁÁ og aðra sem vilja stöðva ávísun rítalíns á vímuefna- sjúklinga. Ekki byggir þessi afstaða á hagsmunum þeirra sem greindir hafa verið með ADHD. Það hljóta að vera hagsmunir þeirra að fyrir- byggja þessa umfangsmiklu mis- notkun svo meðferð við vanda þeirra fái að þróast og mótast með eðlilegum hætti. Það er alrangt að úr skrifum mínum megi lesa fordóma gagn- vart ADHD. Ég benti einfald- lega á að greining á sjúkdómnum og rítalínmeðferð við honum eru umdeildar. Það sama hafa for maður læknafélagsins, fyrr verandi yfir- læknir fíknideildar Land spítalans og margir, margir fleiri gert. Ástæða fyrir því að ég benti á þessa velþekktu staðreynd var að nokkrir geðlæknar kynntu þessar aðferðir sem gegnheil vísindi og vildu með því ýta út úr umræðunni þjáning- um vímuefnasjúklinga og þeim stór- kostlega skaða sem rítalín notkun þeirra veldur samfélaginu. Það er mikið mein í almennri umræðu á Íslandi að í hvert sinn sem einhver bendir á félagslegt mein skuli fólk reyna að gera það tortryggilegt með því að draga fram ímyndaða hagsmuni ein- staklinga. Þegar menn benda á þann skaða sem pólitískar klíku- ráðningar hafa valdið íslensku samfélagi stígur vanalega einhver fram og túlkar það sem árásir á Jón frænda. Og spyr: Ertu að halda því fram að Nonni frændi sé ekki traustsins verður? Útúrsnúningur Sigurðar Arnar Hektorssonar á orðum mínum er þessarar ættar og byggir hvorki á læknisfræðinni sem hann lærði né nokkru sem hann kann eða getur – þetta er ósiður sem hann heldur að sé boðlegur vegna þess hversu útbreiddur hann er. Svar til Sigurðar Arnar Hektorssonar ADHD og rítalín Gunnar Smári Egilsson formaður SÁÁ Af þeim sprautu- fíklum sem koma á Vog í dag segja 59 prósent að rítalín sé það efni sem þeir noti mest eða næstmest. Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Graníthellur fallegri, endingarbetri og ódýrari Granít hellur hafa fallegri áferð og mun lengri endingartíma en venjulegar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, kanta, þrep og litlar hleðslur. Granít hellur eru betri og mun ódýrari en þig grunar! 4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.