Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 10
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR10 BELGÍA Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) telja að góður árangur hafi náðst með loft- árásum á herafla Líbíu á síðustu tveimur mánuðum. NATO mun halda áfram loftárásum sínum eins lengi og þurfa þykir, sagði Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, á fundi með fjölmiðlafólki í höfuð- stöðvum NATO í Brussel. Á fundinum í gær samþykktu ráðherrarnir að heimila áfram- haldandi loftárásir út september, til að framfylgja tilskipun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrarnir funda áfram í dag. Rasmussen sagði í gær að hann myndi nota fundinn til þess að ýta á að fleiri ríki taki þátt í áframhaldandi aðgerðum í Líbíu. Nokkur lönd bæru nú hitann og þungann af þeim, en ekki hefur verið greint frá því opinberlega hversu mörg ríki taka þátt í loft- árásunum á landið. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við stjórnarandstöðuna um að framlengja þátttöku sænskra þotna í aðgerðum NATO. Þjóðverj- ar hafa ekki skipt um skoðun og taka ekki þátt í hernaðaraðgerð- unum, þrátt fyrir mikinn þrýsting þar um. Rasmussen sagði í gær aðeins tímaspursmál hvenær Múammar Gaddafí, leiðtogi Líbíu, hrökklist frá völdum, og því þurfi Samein- uðu þjóðirnar að undirbúa aðstoð við Líbíu eftir brotthvarf Gadd- afís. Hann sagði skýrt að NATO ætlaði sér ekki að senda hermenn til landsins til að tryggja frið þar eftir að árásum linnir, enda rúm- ist slíkt ekki innan ályktunar öryggisráðsins. Gaddafí hét því hins vegar á þriðjudag að gefast ekki upp. Hann sagði það eina kostinn í stöðunni, hvort sem það endaði með sigri eða dauða. Áfram voru gerðar harðar árásir á höfuðborg Líbíu, Trípólí, í gær. Árásir eru nú gerðar á daginn en ekki aðeins á kvöldin eða nóttunni eins og áður. NATO stendur þó fast á því að Gaddafí sé ekki og verði ekki skotmark árásanna. Þær rugli þó bæði og stöðvi hersveitir Gaddafís og beint samband sé á milli árás- anna og verndun almennra borg- ara í landinu. Áfram verður fundað í dag en búist er við því að mestur tími fari í umræður um stríðið gegn tali- bönum. brjann@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is NATO sendir ekki hermenn inn í Líbíu Atlantshafsbandalagið mun ekki senda hermenn til að tryggja frið í Líbíu eftir að árásum lýkur þar. Varnarmálaráðherrar aðildarríkjanna telja árangur af loftárásum góðan og aðeins tímaspursmál hvenær Gaddafí hrökklist frá. ALÞINGI Stefna Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í utanríkismálum var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær í utan- dagskrárumræðu um stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Athygli vakti að hvorki Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður flokks- ins, né Ögmundur Jónasson, sem oft hefur tjáð sig um álíka efni, sáu ástæðu til að taka þátt í umræðunni. Bjarni Benediktsson var máls- hefjandi og sakaði hann Vinstri græn um hentisemi í utanríkis- málum. Flokkurinn hefði greitt fyrir stuðningi við aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en styddi síðan aðgerðir Nató í Líbíu, með þögn sinni og aðgerðaleysi innan ríkisstjórnar. Fleiri stjórnarandstæðingar hjuggu í sama knérunn og sögðu málflutning flokksins lítt trúverð- ugan. Hann hefði getað komið í veg fyrir stuðninginn hefði verið vilji til þess, ekki síst vegna þess að ákvarðanir Nató um slík efni þyrftu að vera einróma. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði vinstri græn hafa gert grein fyrir andstöðu sinni við aðgerðirnar, bæði í rík- isstjórn og á Alþingi. Hann sagði ákvörðun sína um stuðning hafa byggt á þeirri staðreynd að þing- meirihluti væri fyrir aðgerðun- um. Árni Þór Sigurðsson og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir voru einu fulltrúar vinstri grænna sem tóku til máls og sögðu stefnu flokksins skýra, hann væri friðar- ins flokkur. - kóp Hvorki Steingrímur J. né Ögmundur tóku þátt í umræðum um Líbíu: Stefna VG harðlega gagnrýnd GAGNRÝNINN Bjarni Benediktsson sagði utanríkisstefnu Vinstri grænna einkenn- ast af hentisemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALHLIÐA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA ELLINGSEN ellingsen.is VATNAGARÐAR SUNDABRAUT SÆBRAUT DA LB RA UT Þjónustuverkstæði Ellingsen Vatnagörðum 12 Sími 580 8510 Þjónustuverkstæði MENNING Hið sögufræga Hótel Loftleiðir mun frá og með deg- inum í dag kallast Reykjavík Natura. Nafnbreytingin kemur í kjölfar gagngerra endurbóta á hótelinu. Nafnbreytingin er skýrð með því að rúmlega níutíu prósent gesta á hótelinu eru erlendir ferðamenn. Þá er nafnið einnig skírskotun til nálægðar hótelsins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Gagngerar endurbætur á hótel- inu eru næststærsta bygginga- framkvæmd í Reykjavík á árinu og kostnaðurinn er tæpur millj- arður króna. - þeb Nafni breytt eftir endurbætur: Hótel Loftleiðir verður Natura HÓTEL LOFTLEIÐIR Hótelið var opnað fyrir 45 árum og hefur nú verið tekið í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á BLAÐAMANNAFUNDI Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræddi við blaðamenn í Brussel í gær. Varnarmálaráðherrar sambandsins munu funda áfram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Reiðhjólamaður datt Lögregla og sjúkralið höfðu mikinn viðbúnað síðdegis í gær vegna fregna um að ekið hafi verið á reiðhjóla- mann við Vogaafleggjara á Reykjanes- braut. Hann reyndist þó einungis hafa dottið á hjóli sínu og var ekki alvarlega slasaður. Sóttu ferðamann á Kjöl Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu sóttu á þriðjudagskvöld erlendan ferðamann sem fest hafði jeppa sinn í snjó á Kjalvegi, skammt frá Hveravöllum. Kjalvegur er lokaður vegna snjóa og aurbleytu líkt og aðrir fjallvegir. LÖGREGLUMÁL Vinnuskólinn hefst Fyrsti dagurinn í Vinnuskóla Reykja- víkur er á morgun, fimmtudaginn 9. júní. Um það bil 1.700 nemendur hafa þegar skráð sig til vinnu, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykvískir nemendur í 9. og 10. bekk geta sótt um starf í Vinnuskólanum og er þeim skipt á tvö tímabil: 9. júní til 1. júli og 4. til 22. júlí. Þá munu um hundrað leiðbeinendur og aðstoðarleiðbein- endur hafa verið ráðnir til starfa. MENNTAMÁL SAMFÉLAGSMÁL Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barna- verndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, held- ur bendir hann á að Árbót- armálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. Engu að síður telur Bragi eðli- legt að flytja ytra eftirlitið annað, en BVS ræður nú óháðan aðila til þess að heimsækja heimilin tvisvar á ári og skila áliti. „Barnaverndar- stofa hefur aldrei beðið um að hafa eftirlit með þess- um stofnunum, heldur var þetta lagt á hennar herðar með lögum. Heppilegra væri að eftirlitið heyri hvorki undir Barnavernd- arstofu né velferðarráðu- neytið, sem ber endanlega ábyrgð á málaflokknum,“ segir Bragi. Til stendur að efla ytra eftirlit með áfangaheimilum og meðferð- arstofnunum og fá til þess óháðan aðila sem á ekki aðild að gerð þjón- ustusamninga. Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra sagði í Fréttablaðinu á mánudag að ástæða breytinganna væri meðal annars mál tengd BVS og nefnir þar Götu- smiðjuna og Árbót. Í blaðinu var ranghermt að Byrgið heyrði undir starfsemi stofunnar og er það leið- rétt. Byrgismálið er engu að síður ein af ástæðum ráðuneytisins til þess að gera þessar breytingar, sem og gagnrýni Ríkisendurskoðunar á að sami aðili geri samningana og hafi eftirlit með þeim. - sv Forstjóri Barnaverndarstofu styður álit velferðarráðherra um að efla eftirlit með stofnunum: Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga BRAGI GUÐBRANDSSON MEÐFERÐARHEIMILIÐ ÁRBÓT Árbótar- málið svokallaða er ein meginástæða þess að velferðarráðuneytið vill efla eftirlit með meðferðarstofnunum. MYND/BARNAVERNDARSTOFA MÓTMÆLANDI Lögregla gerði indverska gúrúinn Swami Baba Ramdev brott- rækan frá Nýju-Delí í vikunni. Hann mótmælti þar spillingu með hungurverk- falli. Nú hótar hann að þjálfa 11 þúsund manna her fylgjenda. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.