Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 12

Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 12
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR12 Vilji til úrbóta Eygló Harðardóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, beindi þeirri spurningu til Álfheiðar Ingadóttur, formanns umhverf- isnefndar Alþingis, á þriðjudag, hvaða áform væru uppi við hreins- un ösku og uppgræðslu á gossvæð- unum. Hún sagði málið afar brýnt og ljóst að grípa þyrfti skjótt til aðgerða. Hún endurómar þar mál- flutning Sveins sem telur að ekki megi tefjast að hefjast handa. Álfheiður lýsti því yfir að málið væri til skoðunar hjá umhverfis- ráðuneytinu og kæmi á borð rík- isstjórnar fljótlega og hún ætti ekki von á öðru en að stjórnvöld og ráðuneyti myndu styðja við þá áætlun sem Landgræðslan hefur unnið. Eftir gosið í fyrra var skipaður starfshópur nokkurra ráðuneyt- isstjóra og sá hópur er nú með umræddar tillögur til umfjöllunar. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir að hreinsunar- starfið eystra sé algjört forgangs- mál hjá ríkisstjórninni. „Það er sem betur fer íslenski mátinn að allir hlaupa undir bagga með þeim sem verða fyrir áföllum, sérstaklega vegna náttúruham- fara. Það var reyndin í fyrra og verður einnig nú. Þetta mun fyrst og fremst hvíla á herðum Land- græðslunnar, en einnig verður það verkefni Umhverfisstofnun- ar að vakta loftgæði. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna að þessum málum.“ Kostnaður liggur víða Erfitt er að meta nákvæmlega hver kostnaðurinn verður við upp- byggingu og hreinsun. Kostnaður vegna gossins í fyrra liggur víða; í beinum aðgerðum, tilfærslu fjár- muna og viðbótarfjármagns til við- lagatrygginga og bjargráðasjóðs, svo eitthvað sé nefnt. Ekki liggur endanlega fyrir hve stór svæði liggja undir í þessari lotu þannig að enn erfiðara er að meta kostnaðinn. „Við munum velja ákveðin svæði þar sem við óttumst að öskufokið verði hvað mest og einblína á þau. Það eru þá svæði sem eru slétt og opin fyrir vindum. Það er minna fok í hrauni og annarri ójöfnu þar sem landslagið dregur úr fokinu,“ segir Sveinn. Hann segir þó að gróflega reiknað sé kostnaður við að styrkja gróður um 30 þúsund krónur á hvern hekt- ara. Í startholunum Landgræðslan hefur unnið sínar áætlanir í samvinnu við heimamenn. Þar á bæ hefur verið ákveðið að fresta hluta af verkefnum stofnun- arinnar til þess að vinna með bænd- um. Þá munu bændur auka sinn hlut í verkefninu Bændur græða landið og styðja þannig uppgræðslustarf. Sveinn segir í raun ekki eftir neinu að bíða. Allir séu í startholun- um og um leið og grænt ljós kemur frá ríkisstjórn geti vinna hafist af fullum dampi. Ef ríkisstjórnin samþykkir áætl- unina á morgun má því ætla að starfið fari á fullt strax eftir helgi. FRÉTTASKÝRING: Áætlun um öskuhreinsun Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Ríkisstjórnin tekur ákvörð- un um það á fundi sínum á morgun hve miklum fjár- munum verður varið í hreinsun og uppgræðslu á þeim svæðum sem verst urðu úti í öskufallinu vegna Grímsvatnagossins. Ljóst er að gríðarstórt flæmi lands liggur undir ösku og kostn- aður við hreinsun verður gríðarlegur. Landgræðsl- an og bændur eystra bíða í startholunum. Landgræðsla ríkisins hefur lagt fram tillögur um hvernig dregið verði úr öskufoki í byggð á þeim svæðum sem hvað verst urðu fyrir barðinu á öskufalli í Gríms- vatnagosinu. Ljóst er að tíminn er knappur og grípa þarf skjótt til aðgerða. Ríkisstjórnin mun fjalla um málið á fundi sínum á morgun og heimildir Fréttablaðsins herma að þar verði samþykkt áætlun um hreinsun og uppgræðslu. Óvíst er hver kostnaðurinn verður, en óumdeilt er að kostnaðurinn verð- ur mikill. Í umræðum á Alþingi á þriðju- dag kom fram að kostnaður við hreinsun hafi í fyrra numið um 100 milljónum króna. Sú upphæð verður þó trauðla notuð til viðmið- unar nú, enda miðaðist hún fyrst og fremst við flóðavarnir, nokkuð sem ekki er þörf á nú. Fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir öskufok og ljóst er að mikið upp- græðslustarf bíður. Einblínt á byggð svæði Gríðarlegt magn af ösku lagð- ist yfir stór landflæmi í gosinu í Grímsvötnum. Askan dreifðist víða, bæði á byggð svæði og eins upp á heiðar. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir allt of umfangsmikið verk að ætla sér að hreinsa alla ösku. Því verði einblínt á svæði í byggð. „Fyrst og fremst er þetta svæði í kringum Fljótshverfi, en þar er allra versta öskufokið. Einn- ig lítillega á svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur, þó allra blessunarlega hafi askan að miklu leyti fokið þaðan í burtu,“ segir Sveinn. Hann segir hvassviðri síðustu daga hafa bjargað miklu. Hann segir þó reynsluna frá gosinu í fyrra sýna að mjög slæmt öskufok geti orðið á góðviðris- dögum, einkum á svæðinu aust- ur undir Lómagnúpi og þar fyrir austan. Ástandið sé mjög slæmt á nokkrum bæjum. „Reynslan sem fékkst af heft- Uppgræðslustarfið þolir enga bið ALLT Í ÖSKU Ljóst er að mikið starf er fram undan við öskuhreinsun. Þá á eftir að hlúa að gróðrinum og byggja upp til framtíðar. MYND/LANDGRÆÐSLA RÍKISINS ingu öskufoksins í fyrra lofar mjög góðu. Við vitum hins vegar að þrátt fyrir að tekist verði á við verkefnið í byggð mun verða fok ofan af heiðunum í norðlægum áttum. Það verkefni er einfaldlega svo óheyrilega stórt að þess verð- ur ekki freistað að ráðast í það.“ Mjög slæmt fyrir gróður Mun meiri aska féll til jarðar í gosinu núna en undir Eyjafjalla- jökli. Því er ljóst að mun meiri hætta er á gróðurskaða á mun stærra svæði. Sveinn segir gosið í fyrra hafa haft mjög slæm áhrif á gróðurfar á stórum svæðum. „Okkar vísindamenn hafa skoðað heiðarlönd sem fengu á sig umtalsvert af ösku, til dæmis heiðarnar fyrir ofan Skóga og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Þau svæði koma mjög illa undan öskunni. Gróður er þarna lágvaxinn, mest mosi og lynggróður, og þetta lítur hræðilega út í dag. Það er ljóst að mikið uppgræðslustarf er fram undan á þessum svæðum.“ Sveinn segir að svæðin þar sem minni aska féll séu þó að jafna sig. Ljóst sé hins vegar að yfirborð margra svæða muni fara illa í haust og í vetur. Gróður mun víðast hvar ná sér á strik á láglendi þrátt fyrir verulegt öskufall vegna Grímsvatnagossins. Það mun þó fara eftir tíðarfari á kom- andi vikum, að mati Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings, sem fóru í skoðunarferð fyrir Náttúru- fræðistofnun um öskusvæðið í lok maí. Þeir könnuðu öskufall eftir gosið og gróður, smádýralíf og fuglalíf. Í mosagrónum hraunum mun lágvaxinn gróður kafna undir þykkustu öskunni, en landnám mun hefjast að nýju, einkum munu grös, víðir og lyng aukast. Gróður- skilyrði eru víðast góð og því þarf þetta ekki að þýða miklar breytingar til lang- frama. Í graslendi og votlendi mun grösum og hávöxnum plöntum fjölga, og upp- skera mun jafnvel aukast vegna næringar í öskunni og hærri jarðvegshita. Illa gróið flatlendi er viðkvæmast og æskilegt að styrkja gróður með áburðargjöf að mati Náttúrufræðistofnunar. Neikvæð áhrif öskunnar eru meiri á smádýr. Mest getur askan komið niður á jarðvegsdýrum og smá- dýrum sem byggja afkomu sína á víði og birkilaufum. Samfelld aska sem liggur þétt er líkleg til að minnka aðgengi að súrefni og breyta efnasamsetningu. Öskufall á víðirekla mun líka hafa áhrif, þar sem reklarnir eru mikilvægt matarbúr fyrir smádýr sem eru á ferli á vorin. Flugur eru dæmi um þetta, til dæmis humlur og sveifflugur. Erling og Sigurður urðu lítið varir við varp eða söng fugla. Þó þarf að hafa í huga að kalt var á meðan þeir voru á svæðinu og það gæti hafa haft áhrif á það. Áhrifin líklega mikil á smádýr Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.