Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 33

Fréttablaðið - 09.06.2011, Síða 33
Ferðaskrifstofan VITA býður í haust upp á stuttar haustferðir til þriggja fornfrægra borga: Edinborgar í Skotlandi, Dublin á Írlandi og Ríga í Lettlandi. EDINBORG  FÓLK KEMUR AFTUR OG AFTUR Í haust býður Ferðaskrifstofan VITA upp á nokkrar haustferðir til Edinborgar. Farið verður 13. og 27. október og 3. og 17. nóvember. Ferð- irnar eru ýmist þriggja eða fimm nátta og boðið er upp á skoðunar- ferðir um borgina og nágrenni. „Ég fer sjálf til Edinborgar eins oft og tækifæri gefst. Hún hefur það aðdráttar- afl að maður vill koma aftur og aftur enda er borgin glæsi- leg í alla staði, hvert sem litið er,“ segir Inga Geirsdóttir, far- arstjóri VITA í Edinborg. „Borg- in hefur mörg kennileiti, sem gerir það eigin- lega ómögulegt að týnast í henni. Einn af stærstu plúsum borgarinn- ar er hversu lítil og þægileg hún er. Þar búa um 500.000 manns og hefur borgin oft verið valin besta borg í Evrópu til að búa í. Ekki skemma glaðværð og vingjarnleiki Skota fyrir og sagt er að hingað sé enginn óvelkominn,“ segir Inga. „Nú erum við hjá VITA að setja upp spennandi 3-5 nátta haustferðir. Þá er flogið beint til Glasgow og ekið í klukku- tíma til Edinborgar. Boðið verður upp á skemmtilegar skoðunarferðir, til dæmis dags sveitaferð þar sem keyrt verður til hins rómaða Loch Lomond vatns þar sem boðið verð- ur upp á klukkutíma siglingu. Einn- ig bjóðum við upp á rútuferð um Ed- inborg og förum yfir sögu borgar- innar. Eins höfum við boðið þeim sem vilja ferð í Holyrood-höllina, Edinborgarkastala og létta göngu- ferð um Royal Mile. Við skoðum fal- legar byggingar og kynnum okkur skemmtilegar og áhugaverðar sögur frá fyrri tíð og skellum okkur inn á bar eða kaffihús og njótum þess að vera til í óstressuðu umhverfinu. Margir leggja leið sína í hinn fal- lega almenningsgarð Princes Street Gardens sem er rétt við hótelin sem VITA býður upp á, kíkja á blóma- klukkuna og hlýða á sekkjapípuleik- ara sem eru nánast á hverju horni.“ DUBLIN  BEINT FRÁ AKUREYRI Fjögurra nátta helgarferð 27.–31. október. Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífs- gleði innfæddra. Ferðaskrifstof- an VITA býður í haust upp á ferð í beinu flugi frá Akureyri til Dublin í samstarfi við Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar. „Við erum tekin við sem um- boðsaðilar VITA hér fyrir norð- an,“ segir Ragnheiður Jakobsdótt- ir, skrifstofustjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar. „Við sjáum um sölu í allar ferðir VITA auk þess að bjóða upp á þessa ferð til Dublin í beinu flugi héðan í október. Þetta er fjög- urra daga ferð til þessarar frábæru borgar sem býður upp á menningu, skemmtun, verslun og skemmtilegt mannlíf.“ Ragnheiður segir hótelin sem í boði eru vera vel stað- sett og góð og alla þjónustu til fyrirmyndar. Sjálf segist hún hafa farið í slíka ferð til Dublin og óhikað geta mælt með henni. „Þetta var óskap- lega skemmtilegt. Írarnir eru svo skemmtilegir heim að sækja og pöbbamenningin og mannlífið svo litríkt, auk þess sem borgin er mjög falleg. Þeir sem vilja geta síðan farið í skoðunarferðir og kynnt sér sögu borgarinnar en þeir sem vilja verja tímanum í verslun- um geta gert það.“ Það er þó ekkert skilyrði að vera búsettur á Norðurlandi til að nýta sér þessa ferð og bendir Ragnheiður á að svæðið sem Ferðaskrifstofa Ak- ureyrar þjóni nái allt frá Austfjörð- um til Húnavatnssýslna. „Það hefur mælst óskaplega vel fyrir að bjóða upp á ferðir beint héðan,“ segir hún. „Enda sparar það fólki bæði tíma og peninga. Það er farið héðan að morgni og lent hér aftur að kvöldi þannig að tíminn nýtist allur í Du- blin sjálfri.“ Þetta er eina ferðin sem Ferða- skrifstofa Akureyrar býður upp á í beinu flugi frá Akureyri og segir Ragnheiður vissara að hafa tímann fyrir sér við pöntun, þar sem reynsl- an sýni að færri komist yfirleitt að en vilji. Hægt er að bóka ferðina á heimasíðu VITA, vita.is, eða hafa samband við Ferðaskrifstofu Akur- eyrar og bóka þannig. RÍGA  REYKJAVÍK AUSTURSINS Fjögurra nátta helgarferð 5.–9. október. „Gamli miðbærinn í Ríga heillaði mig mest,“ segir Gunnar Helgason, leikari og fararstjóri í haustferð VITA til Ríga í Lettlandi. „Hann er náttúrlega stútfullur af kirkjum, eins og miðbæir eru víðast hvar í Austur-Evrópu, en þar er líka risa- stór markaður og þangað fór ég og endurnýjaði öll tréáhöld fyrir eld- húsið. Svo förum við í eina falleg- ustu höll Austur-Evrópu, sem heit- ir Rundale, og heimsækjum minja- safn Lettlands, sem er svona þeirra Árbæjarsafn.“ Gunnar segir öll hótelin sem boðið er upp á í VITA-ferðinni vera stórgóð og í göngufjarlægð frá öllu því helsta í miðbænum. „Miðbær- inn er rólegur og þægilegur og fullt af mjög góðum veitingastöð- um. Minna um túrisma en víða annars staðar og allt einstaklega þægilegt. Þrjár stórar verslun- armiðstöðvar í göngufæri frá hótelum og svo aðrar miklu stærri í leigubílafjar- lægð. Lettarnir hafa ofboðslega ríka þjónustulund og eru í alla staði mjög viðkunnanlegir og hjálpfúsir; þeir taka alls staðar vel á móti manni og hvergi er neitt vesen.“ Gunnar segir Ríga oft hafa verið kallaða París austursins, en nú til dags sé eiginlega nær að kalla hana Reykjavík austursins, enda séu Lettar mjög stoltir af skemmt- analífi borgarinnar. En hvað kom til að hann varð farar stjóri í Lett- landi? Var það bara vegna þess hvað hann er skemmtilegur? „Það hlýt- ur að vera,“ segir hann og skelli- hlær. En í alvöru hef ég verið mikið í Rússlandi og Póllandi og hef þar fyrir utan gríðarlegan áhuga á sögu þessa heimshluta og raunar sögu yfirleitt.“ Munu ferðalangar í Ríga fá að njóta þessarar sögukunnáttu? „Saga Lettlands er mikil átakasaga og það var mjög áhugavert að setja sig inn í hana. Ég fer með fólkið í göngu- ferðir um miðbæinn og segi frá, enda er það algjörlega nauðsynlegt þegar maður kemur til nýrrar borg- ar að skoða helstu staði og sjá hana frá öllum hliðum. Þá er maður bara búinn að ná þessu og getur farið allra sinna ferða.“ Gunnar segir alla sem koma til Ríga verða að prófa að fara í gufu- bað. „Þeir eru með gufuböð og heilsulindir og alls konar gufu- baðsklúbba og það er algjör nauð- syn að prófa þá. Láta berja sig með hrísvöndum og fara í kalda sturtu á eftir. Maður verður eins og nýr.“ Allar þessar ferðir er hægt að bóka á vita.is eða hjá sölumönnum VITA og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Ferðaskrifstofan VITA, Skútuvogi 13a, sími 570 4444 Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhús- torgi 3, sími 460 600 Edinborg, Dublin og Ríga í haust Ragnheiður Jakobsdóttir Inga Geirsdóttir Gunnar Helgason Edinborg Dublin Riga FERÐIR FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 • KYNNINGARBLAÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.