Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 52

Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 52
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Margar merkilegar plötuútgáfur urðu til í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta voru tímar mikillar ævintýra- mennsku og einkaframtaks. Menn byrjuðu smátt, mótuðu sér stefnu og í nokkrum tilfellum urðu til stórveldi sem breyttu tónlistarsögunni. Chess og Curtom í Chicago, Stax og Hi í Memphis og Motown í Detroit eru bara nokkur dæmi. Ein þessara útgáfa sem minna hefur farið fyrir er Fania-útgáfan sem var stofnuð í New York árið 1964 af ítalsk-amerískum lögfræðingi að nafni Jerry Masucci og Johnny Pacheco, tónlistarmanni frá Dómin- íska lýðveldinu. Á næstu árum varð fyrir- tæki þeirra að stórveldi sem náði yfir tólf útgáfumerki, nokkur útgáfuréttarfyrirtæki og kvikmyndadeild. Fania sérhæfði sig í rómanskri tónlist og gaf í upphafi út mikið af salsatónlist sem hafði borist til stórborgarinnar frá Kar- íbahafinu; Kúbu og Dóminíska lýðveldinu. Á meðal þeirra sem gáfu út hjá Fania voru Ray Barretto, Bobby Valentin, Celia Cruz og Rubén Blades og svo The Fania All Stars, sem var eins konar ofur- sveit skipuð fremstu söngvurunum og hljóðfæraleikurunum sem voru á mála hjá útgáfunni. Fania starfaði til 1980 en lognaðist þá út af. Neist- inn var slokknaður, Jerry Masucci var orðinn þreyttur og stjörnurnar leituðu til annarra fyrirtækja eftir samningi. Saga Fania-útgáfunnar er rekin í tónum og texta í nýútkomnum pakka sem heitir Fania Records 1964-1980, the Original Sound of Latin New York og er gefinn út af Strut-útgáfunni, sem er þekkt fyrir vel unnar endurútgáfur. Fania-pakkinn er frábær. Sagan er rakin í máli og mynd- um í flottum bæklingi og diskarnir tveir fullir af eðaltónlist. Rómanska tónlistin er mest áberandi en maður heyrir líka að þeir Fania-menn hafa gert tilraunir og blandað hana soul-tónlist og fönki. Það er ekki að ósekju að Fania var stundum kölluð Motown og Stax New York borgar. Merkileg saga SAFNPAKKI Fania-útgáfan hefur verið kölluð „Motown og Stax New York borgar“. TÓNLISTINN Vikuna 2. - 8. júní 2011 LAGALISTINN Vikuna 2. - 8. júní 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 3 Ell & Nikki ...............................................Running Scared 4 A Friend In London ............................... New Tomorrow 5 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna 6 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn 7 Katy Perry .......................................................................E.T. 8 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna 9 Eyjólfur Kristjánsson & Björn Jörundur .........Allt búið 10 Steindi JR & Ásgeir ................................Djamm í kvöld Sæti Flytjandi Plata 1 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 2 Ýmsir .................................Sjómenn: Íslenskir við erum 3 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 4 Valdimar ............................................................Undraland 5 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011 6 Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar ....... Á ljúflingshól 7 FM Belfast ...................................... Don‘t Want To Sleep 8 Lady Gaga ..................................................Born This Way 9 Adele .................................................................................. 21 10 Víkingur Heiðar Ólafsson ..................... Bach / Chopin Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: > Í SPILARANUM Bubbi og Sólskuggarnir - Ég trúi á þig Blondie - Panic of Girls Kaiser Chiefs - The Future Is Medieval Spacevestite - Spacevestite Gomez - Whatever‘s on Your Mind BUBBI GOMEZ > PLATA VIKUNNAR FM Belfast - Don’t Want to Sleep ★★★★ „Þó að tónlistin hafi þróast er stuðið á sínum stað á FM Belfast plötu númer tvö.“ - TJ Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mán- uði. Liðsmenn sveitarinn- ar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter- síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aero- smith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni. Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upp- tökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tón- listarhátíðinni með hann í farar- broddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar. NÝ PLATA Á LEIÐINNI Steven Tyler og félagar í Aerosmith taka upp nýtt efni í næsta mánuði. Limp Bizkit er hljómsveit sem fólk annað hvort hataði eða elskaði. Hljómsveitin var gríðarlega vinsæl fyrir rúmum áratug en tilraunir til að endurheimta fyrri vin- sældir hafa mistekist. Nú er liðsskipan Limp Bizkit sú sama og árið 2000 og ný plata á leiðinni. Árið 2008 sendu Fred Durst og Wes Borland, prímusmótorar Limp Bizkit, frá sér sameiginlega yfir- lýsingu: „Við höfum ákveðið að okkur býður meira við þungri tón- list í dag en við hvorum öðrum. Óháð því hvert aðskildar leiðir okkar hafa leitt okkur viðurkenn- um við að í þessum hópi fólks er kraftmikil og einstök orka sem við höfum ekki fundið annars stað- ar. Þess vegna hefur Limp Bizkit snúið aftur.“ Í kjölfarið hófst vinna að Gold Cobra, sjöttu plötu Limp Bizkit og þeirri fyrstu með upprunalegri liðs- skipan síðan Chocolate Starfish and the Hot Dog Flavored Water kom út árið 2000. Tvær plötur komu út í millitíð- inni, Results May Vary árið 2003 og The Unquestionable Truth (Part 1) árið 2005. Þær seldust illa, enda var tón- listarstefnan numetal, sem Limp Bizkit var í forsvari fyrir, dauð. Fred Durst hefur verið duglegur við að senda frá sér lög og brot úr lögum af Gold Cobra og það verður að segjast að ekkert hefur breyst. Limp Bizkit er enn þá Limp Bizkit og nú er spurning hvort aðdáenda- hópurinn, sem var talsvert yngri þegar hljómsveit- in var upp á sitt besta, ranki við sér. Hljóm- sveitin var ein sú vin- sælasta í heimi um síð- ustu aldamót en þarf að heilla nýja kynslóð til að komast aftur á sama stall. atlifannar@frettabladid.is LIMP BIZKIT SNÝR AFTUR RIS OG FALL Gengisvísitala samkvæmt banda- ríska Billboard-listanum 16 ár frá stofnun. 33.000.000 plötur seldar um allan heim 22 Three Dollar Bills, Yall$ (1997) 1 Significant Other (1999) 1 Chocolate Starfish and the Hot Dog Flavored Water (2000) 3 Results May Vary (2003) 24 The Unquestion- able Truth (Part 1) (2005) ? Gold Cobra (2011) Aerosmith tekur upp Fimmtudaginn 9. júní kl. 20.00 Norski rithöfundurinn Beate Grimsrud verður gestur á Höfundakvöldi Norræna kl. 20.00. Beate Grimsrud var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri . Kynnir er Tiril Myklebost sendikennari í norsku við Háskóla Íslands. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: BEATE GRIMSRUD Á HÖFUNDA- KVÖLDI #7 „Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur“. Þórbergur Þórðarson, Mitt rómantíska æði. Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 nh@nordice.is www.norraenahusid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.