Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011
Með hjálp internetsins er
hægt að undirbúa ferðalög
innanlands á þann máta að
sumarfríið verður þægilegt,
fjölbreytt og síðast en ekki síst
öruggt.
WWW.VEGAGERDIN.IS
Allt á einum stað um umferð, færð,
veður og ástand vega. Ætti að vera
upphafssíða ökumannsins.
WWW.NAT.IS
Mjög ítarlegur og vandaður
þjónustu- og upplýsingavefur fyrir
ferðamenn, á íslensku og ensku, sem
dekkar allt landið. Á síðunni er meðal
annars hægt að fá upplýsingar um
gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða
staði, ferðir um hálendið, ferðaáætl-
anir, stangveiði, golf, menningu og
sögu. Heimsóknir eru um 60.000 á
mánuði.
WWW.SVEIT.IS
Ferðaþjónusta bænda rekur vefsíðu
þar sem hægt er að fá upplýsingar
um gistingu, mat og ýmsa afþrey-
ingu sem bændur um allt land
bjóða.
WWW.FI.IS
Ferðafélag Íslands er með upplýsing-
ar um skemmtilegar gönguleiðir víða
um land og úrval skipulagðra ferða.
UTIVIST.IS
Ferðafélagið Útivist heldur úti vönd-
uðum vef þar sem meðal annars er
að finna leiðarlýsingar og gátlista
um fatnað, mat og nauðsynlegan
farangur fyrir ferðalanginn.
ALLIR.IS
Langan lista má finna inni á
vefsíðunni yfir alls kyns ferðavefi sem
skipt er í flokka eftir landshlutum.
Á síðunni skal smella á flipann
„Ferðalög“ og velja þar „landshlutar“.
EAST.IS
Markaðsstofa Austurlands heldur úti
síðunni þar sem finna má áhuga-
verða áfangastaði á Austfjörðum.
NORDAUSTURLAND.IS
Fróðleikur, myndir og upplýsingar
um svæðið frá Vaðlaheiði í vestri til
Bakkafjarðar í austri, frá Vatnajökli til
sjávar.
WWW.NORTHWEST.IS
Sögustöðum, náttúruperlum,
kirkjum, handverki, söfnum og fleiru
á Norðausturlandi eru gerð góð skil
á vefnum.
WWW.SOUTH.IS
Markaðsstofa Suðurlands með
afbragðs ferðavísi um svæðið.
WWW.SVEITIR.IS
Upplýsingavefur um ferðaþjónustu
uppsveita Árnessýslu sem og við-
burði á svæðinu.
WWW.VESTFIRDIR.IS
Allt um sögustaði og náttúruundur
Vestfjarðakjálkans, sem og almenna
ferðaþjónustu.
WWW.WEST.IS
Upplýsingabrunnur um ferðalög á
Vesturlandi.
WWW.VISITAKUREYRI.IS
Ferðavefur fyrir ferðamenn á Akur-
eyri og nágrenni.
Gagnlegar síður
fyrir ferðalagið
Internetið auðveldar skipulagningu sumarfrísins.
FLEIRA SNIÐUGT
WWW.GERUMEITTHVAD.IS
Viðburðavefur sem listar það sem er á döfinni víðs vegar um landið í
tímaröð. Á forsíðunni birtast þeir viðburðir er teljast fjölskylduvænir í höfuð-
borginni og í allt að 40 mínútna aksturs fjarlægð frá Reykjavík. Efst á síðunni
eru svo flipar þar sem hægt er að velja viðburði er tengjast landsbyggðinni,
útivist og hreyfingu og svo er hægt að skoða hvað er á dagskrá er hentar
börnum, 20 ára og eldri og sér flipi er með tillögum fyrir eldri borgara.
WWW.SAFETRAVEL.IS
Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur heimasíðuna sem ferðalangar eru
eindregið hvattir til að kynna sér áður en lagt er af stað í ferðalag. Verk-
efnið er í höndum fjölda aðila sem hafa það að markmiði að efla forvarnir
og minnka slys í ferðamennsku og ferðaþjónustu hérlendis. Má þar meðal
annars finna upplýsingar um öruggar samgöngur, nauðsynlegan útbúnað,
hvernig umgangast skal stórbrotna og stundum hættulega náttúru Íslands
og mikilvæg öryggisatriði í ferðamennsku.
Þórsmörk og Landmanna-
laugar, daglega í sumar!
Með Trex verður auðvelt að heimsækja þessar
náttúruperlur í óbyggðum Íslands, með daglegum
rútuferðum frá 1. júlí til 15. ágúst. Brottför frá Tjald-
stæðinu Laugardal kl. 07.45 og Ferðafélagshúsinu
Mörkinni 6, kl. 08.00. Pantið fyrirfram! Trex - Hópferðamiðstöðin ehf.
Hesthálsi 10 • 110 Reykjavík,
info@trex.is • www.trex.is
Sími: 587 6000Finndu okkur á facebook: Trex - Travel Experiences
Við erum á