Fréttablaðið - 12.07.2011, Page 30

Fréttablaðið - 12.07.2011, Page 30
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 folk@frettabladid.is 6 DAGAR eru í útgáfu lagsins My Moment, en það er annað lag Youtube-stjörnunnar Rebeccu Black. Fyrsta lag Rebeccu, Friday, hlaut gríðarlega athygli um heim allan en það þykir með eindæmum lélegt. Hægt verður að nálgast My Moment á Youtube-síðu söngkonunnar hinn 18. júlí. Fyrsti þátturinn í nýjustu þáttaröðinni af Man vs. Wild þar sem Hollywood-leikarinn Jake Gyllenhaal tekst á við óblíð náttúruöflin á Íslandi var frumsýndur í Bandaríkj- unum í nótt. Þátturinn var tekinn upp á Eyjafjallajökli í byrjun apríl eins og Fréttablaðið hefur greint frá og þar fer Gyllenhaal, klæddur fötum frá 66°Norður, á ystu nöf ásamt þáttastjórnandanum Bear Gylls. Þátturinn var sýndur á Discovery Channel og ljóst að um mikla land- kynningu er að ræða fyrir Ísland. Sjálfur var Gyllenhaal ánægður með Íslandsdvölina: „Þetta snýst fyrst og fremst um að uppgötva nýja hluti,“ sagði hann í fréttatilkynningu frá framleiðendum þáttanna. Tónleikar portúgalska píanistans Mariu João Pires og rússneska fiðluleikarans Maxim Vengerov í Hörpunni á föstudagskvöld fá fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda breska dag- blaðsins Daily Telegraph. Þar segir að þrátt fyrir að fjölmargir frábærir tónlistarmenn hafi komið fram í Hörpunni hafi engir tónleikar verið eins spennandi og þeirra Pires og Vengerovs. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Listaháskólanemarnir Harpa Björnsdóttir, Guðrún Harðardóttir og Katrín Eyjólfsdóttir hleypa lífi í Bernhöftstorfuna og torgið fyrir neðan Lækjarbrekku, og bjóða landsmönnum að spila spil þar í sumar. „Það er merkilegt hvað þetta torg hefur gleymst í gegnum tíðina en við viljum minna á hversu sjarm- erandi staðurinn er. Hér er til dæmis alltaf logn og blíða,“ segir Harpa Björnsdóttir, nemi í vöru- hönnun við Listaháskóla Íslands en á morgun ætlar hún, ásamt samnemanda sínum Guðrúnu Harðardóttur og myndlistarnem- anum Katrínu Eyjólfsdóttur, að endurvekja gamla taflið á torg- inu fyrir neðan Bernhöftstorfuna. „Við sóttum um verkefnið Torg í biðstöðu hjá Reykjavíkurborg. Um leið og við fengum úthlut- að þessu torgi datt okkur í hug að endurvekja taflið, sem staðið hefur á þessum bletti í mörg ár, og vinna út frá því eins konar spilatorg.“ Verkefnið Torg í borg var sett af stað á vegum Reykjavíkur- borgar og gengur út á að finna tímabundnar lausnir til að líf- væða ákveðin almenningsrými í borginni. „Í kringum taflið erum við að búa til palla þar sem staðsett verða spil eins og Mylla, Bakk- gammon og Lúdó. Ég vona að fólk nýti sér þetta en Lækjarbrekka verður með útisölu á drykkjar- föngum nokkra daga í sumar fyrir vegfarendur. Það ætti því ekkert að standa í vegi fyrir að fólk komi við á torginu og spili saman.“ Spilatorgið opnar í dag klukk- an 14.00 og er öllum velkomið að kíkja. alfrun@frettabladid.is Búa til spilatorg í miðbænum SPILATORG Í BORG Listaháskólanemarnir, frá vinstri, Harpa, Guðrún og Katrín setja upp spilatorg neðan við Bernhöftstorfuna sem verður opnað í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. 4 400 400 FARÐU Á TOPPINN Í SUMAR VERÐ: 49.990 KR. MEINDL ISLAND PRO GTX Hálfstífir og margrómaðir. Fást bæði fyrir dömur og herra. VERÐ: 19.990 KR. TNF HEDGEHOG III. Vinsælir í léttar göngur. Fást bæði fyrir dömur og herra. MEÐ GORE-TEX: 26.990 KR. HALTU ÞÉR GANGANDI Í SUMAR OG SKOÐAÐU LANDIÐ AF TINDUM FJALLANNA. MIKIÐ ÚRVAL AF SKÓM. TILBOÐ: 33.990 KR. MEINDL KANSAS GTX Sérlega þægilegir og traustir. Gore-Tex vatnsvörn. Fást bæði fyrir dömur og herra. ALMENNT VERÐ: 39.990 KR. TILBOÐ: 18.990 KR. TREZETA MAYA Vel vatnsvarðir og á góðu verði. Fást bæði fyrir dömur og herra. ALMENNT VERÐ: 22.990 KR. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.