Atli - 01.06.1944, Síða 1
A T L I
Búnaðarblað, gefið litaf ATLA, félagi íslenzkra nemenda við
Landbdnaðarháskólann í Kaupmannahöfn.
1. árgangur -jání 1-944- 1. tölublað.
FYLGT ÚR HLADI. '
Með 'þessu blaði hefur ATLI nýja starfsemi sem engan okkar óraði
fyrir þegar við stofnuðum félagið fyrir riímum 4 árum. Síðan þá höfum
við haldið 35 málfundi, og á þeim hafa verið flutt 60-70 er.indi og
framsögur. Fundarsóknin hefur verið sérstakléga góð^og umræður fjör-
ugar, og aldrei hefur verið erfitt að átvega fundarefni.
Þaö eru breyttar aðstæður sem gera það æskilegt að við hefðum
slíkt. málgagn sem hér er í uppsiglingu, og skal ég í stuttu máli
rekja það helzta sem hefur hrint málinu af stað.
Eins og við vitum allir hefur hringbókin gengið á milli manna frá
nýári, og hefur þó ekki nema þriðjungur félagsmanna skrifað í hana
enn sem komið er. Með þessu móti verður hringbókin mjög deinfara og
þvi ófullnægjandi boðberi okkar á milli. En nú er það sýnt að þær á-
stæður sem komu okkur til þess að setja hringbókina í umferð hafa
breytzt þannig, að við höfum enn þá meiri þörf á einhverskonar mál-
gagni. Áður 'en langt um liður verður helmingur félagsmanna búsettur
utanbæjar, og er af þeim ástæðum hindraður í að taka þátt í félags-
starfseminni. Með því að gefa út blað geta allir félagsmenn lagt fram
..\0
kraifta sína; og með rökræðum í blaðinu hjálpað hver öðrum aö kom-
ast að kjarna málanna. Ennfremur ætti þetta að geta orðið okkur skóli
til þess að skrifa skcimmlaust um fagleg mál ísl. lándbúnaðar.
Á fundi í ATLA sem haldinn var 16. apríl var mér falin ritstjórn
blaösins fyrst um sinn, og gefnar frjálsar hendur úm tilhögun þess.
Eg hef hugsað mér að allt sem snertir ísl. landbúnað og á ein-
hvern hátt geti orðiö honum til framþróunar verði rætt i blaðinu.
Einnig verður gefið rúm .félags- og menningarmálum á svipaðan hátt og
viö höfum haft þau með höndum 1 ATLA. Fréttir af félögum og starfi
þeirra hér, verða ef til vill fLuttar öðru hverju í blaðinu, en annars
mun blaðið sjálft verða að kynna sig, því að það þróast að líkindum
með okkur, og við með því.
Ég vona félagar að þið takið blaðinu vel og sýnið því áhuga og um-
burðarlyndi. Allt ér undir því komið að þið sendið mér sem flestar
og beztar greinar, og skrifiö helzt ótilkvaddir um allt sem þið haf-
ið áhuga á. Flestir eða allir fórum viö að heiman með brennandi á-
huga og einbeittán vilja til þess að vinna heildinni gagn. Viö skul-
um varast að láta þennan áhuga dofna. Þaö væri raunalegur endir á
okkar Hafnarvist ef við kæmum heim sem hálf-lífsleiðir menn án ann-
arra áhugamála en þeirra, aö reyna hver um sig að fá vellaunaða, mak-
indalega stöðu. Ég vit vel að ástand það sem stríöið hefúít skapað,