Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 8
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR8 1 Hvaðan var Sævar Ciesielski jarðsunginn? 2 Hver er skólastjóri Kvikmynda- skóla Íslands? 3 Hvar fór Draggkeppni Íslands fram í ár? SVÖR 1. Frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 2. Hilmar Oddsson. 3. í Hörpu. NOREGUR Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverka- árásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamanna- fund í gær þar sem meðal ann- ars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunn- ar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurn- ingum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verkn- aðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lög- reglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lög- regluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverk- anna. Nokkrir hafa verið jarðsett- ir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir hátt- settir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is Sérstök deild rann- sakar hryðjuverkin Lögreglan í Ósló hefur sett upp sérstaka deild til að rannsaka hryðjuverkin í Ósló og Útey. Lögregla vill vita hvernig Breivik fjármagnaði árásirnar. Kortum og bréfum við dómkirkjuna verður safnað saman og þau varðveitt á söfnum. HREINSAÐ TIL Blómahafið og aðrir munir sem settir höfðu verið á torg fyrir framan dómkirkjuna í Ósló voru fjarlægðir í gær. Bréf og kort verða varðveitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK Fimm menn eru sagðir hafa verið handteknir í Írak vegna gruns um fyrirhugaðar árásir í Svíþjóð og Frakklandi, að því er Svenska Dagbladet greinir frá. Yfirmaður hjá íraska innanríkis- ráðuneytinu, segir hina handteknu hafa tengsl við menn í Evrópu og tilheyra hópi tengdum al-Kaída. Yfirvöld í Írak hafa hert leit að herskáum múslímum að undan- förnu af ótta við hefndaraðgerðir vegna aftöku Osama bin Laden í maí síðastliðnum. -ibs Fimm handteknir í Írak: Skipulögðu árásir í Svíþjóð SVÍÞJÓÐ Fyrirtækið Flexidrive í Svíþjóð hefur sett á laggirnar þjónustu sem gerir neytendum mögulegt að leigja bíla annarra, til dæmis nágranna, sem vilja leigja bílana sína. Nú þegar er boðið upp á slíka þjónustu í Bandaríkjunum, Ástralíu, Eng- landi, Frakklandi og Þýskalandi. Að sögn Magnus Engervall hjá Flexidrive skrá bíleigendur farartæki sín á heimasíðu fyrir- tækisins. Þeir eiga jafnframt sjálfir að setja upp verð. - ibs Nýstárleg bílaleiga í Svíþjóð: Fá að leigja bíl nágrannans BRETLAND Tollayfirvöld í Bretlandi lögðu nýverið hald á 1,2 tonn af kókaíni sem falin voru vandlega í lystisnekkju sem var á leið frá Karíbahafi til Hollands. Samkvæmt frétt BBC hefur aldrei áður fundist jafn mikið magn af hörðum eiturlyfjum þar í landi. Sex voru handteknir í Hol- landi vegna málsins fyrr í vikunni. Söluverðmæti efnisins er talið geta numið að jafnvirði ríflega 50 milljörðum króna. - þj Stór fíkniefnafundur: Tugmilljarða kókaínfarmur KÓKAÍNFARMUR Söluverðmæti kókaíns- ins nemur tugum milljarða króna. Lögmannsréttindanámskeið Nefnd um próf til að öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2011. Námskeiðið gefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Skráning er til og með 20. ágúst. DÓMSTÓLAR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.