Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 10
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR10
SAMGÖNGUR Samgönguyfirvöld
stefna að því að yfirumsjón
með almenningssamgöngum
á landi verði komin á hendur
sveitarfélaga fyrir lok næsta
árs. Þegar hefur verið undirrit-
að sjö ára samkomulag við Sam-
band sunnlenskra sveitarfélaga,
sem fær 80 milljónir króna á ári í
þeim tilgangi. Formaður Samtaka
íslenskra sveitarfélaga segir hag-
ræði geta falist í þessum breyt-
ingum en ríkið verði að standa
við sitt.
Hingað til hefur ríkið styrkt
ýmsar almenningssamgöngur á
landinu í gegnum samgönguáætl-
un og Vegagerðin hefur haft yfir-
umsjón með ráðstöfun fjármuna.
Samkvæmt nýja fyrirkomu-
laginu, sem er hluti af nýrri tólf
ára samgönguáætlun, mun vegur
sveitarfélaganna aukast og munu
þau skipuleggja almenningssam-
göngur á landi. Í því felst fram-
kvæmd útboða, val á leiðum og
tíðni ferða. Ríkið ver árlega um
300 milljónum króna til þessara
mála.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri segir í samtali við Frétta-
blaðið að markmiðið með þessum
breytingum sé hagræði og bætt
þjónusta.
„Sveitarfélögin þekkja betur
þörfina á hverjum stað og geta
stýrt fjármagni betur til að bæta
þjónustu og ánægju með kerfið.
Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í
skólaakstur og þess háttar og von
er um að finna frekari hagræð-
ingu með því að færa þessa hluti
alla á sömu hendi.“
Hreinn segir að viðræður
standi yfir við landshlutasam-
bönd sveitarfélaga um yfirfærslu.
Hann vonast til að flest verði í
höfn á þessu ári
eða því næsta.
Halldór Hall-
dórsson, for-
maður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga,
segir í samtali
við Fréttablað-
ið að sambandið
hafi ekki mark-
að sér stefnu í
þessum málum en mörg sveitar-
félög hafi þó sýnt áhuga á að taka
við þeim.
„Mér finnst mikilvægt að yfir-
sýnin sé sem mest á hendi heima-
manna, þar sem með því er til
dæmis hægt að samnýta skólaakst-
ur, akstur með fatlaða og almenn-
ingssamgöngur.“
Halldór segir sveitarfélögin
munu fylgjast grannt með því
hvernig reynslan verði hjá þeim
sveitarfélögum sem þegar hafa
tekið við málaflokknum.
„Við munum líka ganga úr skugga
um að ríkið skjóti sér ekki undan
fjárhagslegri ábyrgð í þessum
málum.“ thorgils@frettabladid.is
Vilja auka hlut sveitarfélaga
í almenningssamgöngum
Sveitarfélög á Suðurlandi taka við umsjón almenningssamgangna á landi. Vegamálastjóri vonast til að
semja við sveitarfélög um allt land fyrir lok næsta árs. Stefnt að hagræðingu og bættri þjónustu.
RÚTUFERÐIR TIL SVEITARFÉLAGA Útboð sérleyfa fyrir rútuferðir er meðal þess sem verður í umsjón sveitarfélaga sem taka
yfir umsjón almenningssamgangna á landi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa þegar samið við Vegagerðina um að taka við
málaflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
HREINN
HARALDSSON
SKÁK Efnilegustu ungu skákmenn
landsins munu tefla við gesti og
gangandi á skákmaraþoni í Ráð-
húsi Reykjavíkur um næstu helgi.
Mótherjar ungmennanna munu
geta borgað upphæð að eigin vali
sem rennur beint í söfnun Rauða
kross Íslands vegna hungurs-
neyðarinnar í Sómalíu og öðrum
löndum Austur-Afríku.
Fyrir söfnunarféð verður keypt
vítamínbætt hnetusmjör, sem er
notað til að hjúkra alvarlega van-
nærðum börnum til heilbrigðis.
Á hverjum degi dreifir Rauði
krossinn mat til þúsunda fjöl-
skyldna í Mið- og Suður-Sómal-
íu og 5.500 börn njóta umönnunar
í fjörutíu næringarmiðstöðvum
Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans víðs vegar um landið. Auk
þess rekur Rauði krossinn tuttugu
heilsugæslustöðvar í Sómalíu og
vinnur að vatnsveituverkefnum á
þurrkasvæðum.
Skákakademía Reykjavíkur
og Skáksamband Íslands standa
fyrir maraþonskákinni, sem hefst
klukkan tíu á laugardag og stend-
ur til klukkan sex síðdegis. Skák-
in heldur svo áfram á sama tíma
daginn eftir. - sh
Börn og unglingar taka þátt í skákmaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina:
Styrkja soltin börn í Sómalíu
NEYÐARÁSTAND Um tólf milljónir
Sómala eru taldar í lífshættu vegna
þurrkanna sem hafa geisað þar undan-
farið. NORDICPHOTOS/AFP
DÝRAHALD Landssamband hesta-
manna semur nú við Fatahreins-
unina Fönn um að taka við not-
uðum reiðfatnaði í rauða hliðinu
á Keflavíkurflugvelli og þrífa
fyrir eigendurna.
Með þessu er ætlunin að auð-
velda hestamönnum að flytja
notaðan reiðbúnað til landsins.
Óheimilt er að flytja inn not-
aðan reiðfatnað nema að und-
angenginni hreinsun og sótt-
hreinsun samkvæmt reglum
Matvælastofnunar.
- jss
Notaður reiðfatnaður heim:
Hestamenn
semja um þrif
STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hefur skipað
Helga Magnús Gunnarsson í
embætti vara-
ríkissaksókn-
ara.
Helgi Magn-
ús er 46 ára
og hefur veitt
efnahagsbrota-
deild Ríkis-
lögreglustjóra
forstöðu frá
árinu 2007 en
hefur verið
í leyfi frá þeim störfum síðan
haustið 2010, þegar hann var
kosinn varasaksóknari Alþingis
í málarekstrinum gegn Geir H.
Haarde. - sh
Ögmundur skipar í embætti:
Helgi Magnús
skipaður vara-
ríkissaksóknari
HELGI MAGNÚS
GUNNARSSON
LÖGREGLUMÁL Lögregla bíður nú gagna frá Sjálf-
stæðisflokknum áður en saksóknari tekur afstöðu
til kæru sem flokkurinn lagði fram vegna meints
fjárdráttar sem kom upp hjá Norðurlandaráði í vor,
segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá
embætti ríkislögreglustjóra.
Málið var kært til efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra, en greint var frá því í fjölmiðlum að
grunur léki á að það fé sem starfsmaður Norður-
landaráðs er grunaður um að hafa dregið sér sé á
annan tug milljóna króna.
Eins og fram hefur komið er starfandi innan
Norðurlandaráðs svokallaður íhaldshópur sem
er samstarfsvettvangur hægri manna á Norður-
löndum. Undanfarin ár hefur starfsmaður hópsins
verið íslenskur með aðstöðu í Valhöll. Hann lét af
störfum fyrr á árinu þar sem Finnar áttu að taka
við keflinu.
Við mannaskiptin vaknaði grunur um að ekki
væri allt sem skyldi varðandi fjármál hópsins.
Fyrirspurnir frá Finnlandi leiddu til þess að bók-
hald var skoðað og vísbendingar bentu til þess að
starfsmaðurinn hefði dregið sér fé.
Maðurinn hélt til útlanda eftir að grunurinn
vaknaði. Ekki er vitað hvort hann dvelur erlendis
eða hér á landi um þessar mundir.
Umræddur maður hefur ekki verið kallaður til
yfirheyrslu þar sem rannsóknin er ekki hafin,
að sögn Guðmundar. Hann segist ekki geta tjáð
sig um innihald þeirra gagna sem beðið sé frá
Sjálfstæðisflokknum. - jss
Lögregla ekki tekið afstöðu til kæru vegna fjárdráttarmáls í Norðurlandaráði:
Bíða gagna frá Sjálfstæðisflokknum
VALHÖLL Starfsmaðurinn hafði aðstöðu í Valhöll, höfuð-
stöðvum Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LEGIÐ MEÐ LJÓNYNJU Úkraínski
dýragarðseigandinn Alexander
Pylyshenko ætlar að deila búri með
ljónum í 35 daga til að vekja athygli á
einkareknum dýragörðum.
NORDICPHOTOS/AFP
Mér finnst mikilvægt
að yfirsýnin sé sem
mest á hendi heimamanna,
þar sem með því er til dæm-
is hægt að samnýta skóla-
akstur, akstur með fatlaða og
almenningssamgöngur.
HALLDÓR HALLDÓRSSON
FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA
SVEITARFÉLAGA
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Morgunhanar
Sigmundsdóttir,
lýðheilsufræðingur.
Verð kr. 13.900
eða í áskrift á
kr. 9.900 á mánuði
Hefst 8. ágúst
Skráning á
mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010.