Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 4. ágúst 2011 ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Böðullinn í Damaskus Yfirvöld í Sýrlandi beita miskunnarlausu ofbeldi. Um helgina voru yfir 100 drepnir. Umheimurinn má ekki láta einræðisherrann Bashar al-Assad komast undan. Um helgina herti sýrlenski herinn ofbeldisaðgerðir sínar. Skotið var úr vélbyssum og brynvörðum bílum á óvopnaða mótmælendur víðs vegar um landið. Það var greinilega tilraun Bashar al-Assads forseta til þess að brjóta mótmælin á bak aftur fyrir föstumánuðinn sem hófst á mánudaginn. Mótmælin hafa hingað til verið skipulögð í samræmi við föstudagsbænirnar. Í föstumánuðinum safnast múslímar saman í mosk- unum. Við þær aðstæður hefði krafturinn í upp- reisninni getað orðið meiri. Það reynir Assad að koma í veg fyrir. www.dn.se/ledare Úr leiðara Dagens Nyheter –einfalt og ódýrt COLON CLEANSER OG B-12 VÍTAMÍNI! TILBOÐ MÁNAÐARINS Í ÁGÚST Spönginni • Hólagarði • Skeifunni • Setbergi • Akureyri • www.apotekid.is 20% AFSLÁTTUR AF ÖRVAR MELTINGU NA MEÐ FÓLINSÝRU OG B-6 VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 298 KR. 3 STK. VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 60 ML 398 KR. 12 STK. VANILLU ÍSTOPPAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 498 KR. 8 STK. SPARAÐU MEÐ EURO SHOPPER SPARAÐU Í BÓNUS Að veðsetja eigur annarra Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánu- dagsmorgni. Hann fær bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiðir t.d. 100 þúsund krón- ur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eða 20 þúsund krónur á dag. Það, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til að nota bílinn í fimm daga. Skírteinið, það er leiguréttinn, getur maðurinn með leyfi bíla- leigunnar framselt til ann- ars manns, sem tekur þá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, það er skylduna til að skila bílnum óskemmdum í viku- lok. Skírteinið er 100 þúsund króna virði á mánudagsmorgn- inum og 80 þúsund króna virði á þriðjudagsmorgni, því að þá eru aðeins fjórir dagar eftir af leigutímanum. Leigutakinn gæti hugsanlega farið í bank- ann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekið lán til fjögurra daga að upphæð 20 þúsund krónur og lagt skírtein- ið frá bílaleigunni að veði með leyfi bílaleigunnar. Standi lán- þeginn ekki í skilum við bank- ann á fimmtudeginum, yfir- tekur bankinn skírteinið, sem er þá 20 þúsund króna virði og veitir bankanum afnot af bíln- um á föstudeginum. Bankinn vill ekki veita hærra lán en 20 þúsund krónur með veði í leiguskírteininu vegna þess, að andvirði þess er komið niður í 20 þúsund krónur á fimmtu- deginum. Aðeins óábyrgur eða óheiðarlegur bankastjóri myndi veita 100 þúsund króna lán með veði í leiguskírteininu, því að veðið myndi þá ekki bæta bank- anum nema að 1/5 hluta vanskil á láninu. Hugsum okkur nú annan mann í sömu sporum. Hann fer beint í bankann sinn á bílnum, sem er fimm milljóna króna virði, og tekur lán til fjögurra daga að upphæð fimm milljónir króna og 20 þúsund. Hann veðsetur þannig bílinn fyrir fimm milljónir og leiguskír- teinið fyrir 20 þúsund. Ef hann stendur í skilum við bankann á fimmtudeginum, hefur hann fengið afnot af fimm millj- ónum og 20 þúsundum betur í fjóra daga og er að því leyti betur settur en hefði hann tekið aðeins 20 þúsund krónur að láni með skírteinið eitt að veði. Standi hann á hinn bóginn ekki í skilum við bankann á fimmtudeginum, getur bankinn gengið að manninum og tekið af honum leiguskírteinið, sem er 20 þúsund króna virði. Bankinn getur ekki gengið að bílaleig- unni, enda hefði hún aldrei veitt leigu takanum heimild til að veðsetja bílinn. Bankinn tapar því fimm milljónum. Þannig hefur leigutakanum tekizt að ná fimm milljónum króna af bank- anum í gegnum bílaleiguna. Ekki bara það. Leigutakinn í dæminu hefur berlega framið umboðssvik í skilningi 249. greinar hegningarlaga, en þar segir: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Í þessu fel- ast þau augljósu sannindi, að engum má haldast uppi að veð- setja eigur annarra í leyfisleysi. Þessi einfalda dæmisaga lýsir hugsuninni á bak við auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlaga ráðs til nýrrar stjórn- arskrár. Þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veð- setja.“ Í þessum orðum felst, að skip með kvóta megi veðsetja aðeins upp að því marki, sem nemur verðmæti skipsins sjálfs og veiðiréttarins með leyfi eigandans, það er almanna- valdsins í umboði þjóðarinnar. Í frumvarpinu segir einnig: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða ann- arra takmarkaðra almanna- gæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðis- grundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkall- anlegs forræðis yfir auðlind- unum.“ Hugsum okkur loks útvegs- mann, sem kaupir fiskiskip með kvóta, það er réttinn til að veiða 120 tonn af fiski á einu ári eða tíu tonn á mánuði. Hugsum okkur, að skipið sjálft sé 20 milljóna króna virði og aflinn 120 milljóna virði. Taki útgerðarmaðurinn lán í banka til eins árs með veði í skipi og veiðirétti, myndi gætinn bankastjóri ekki lána mann- inum meira en 20 milljónir. Það stafar af því, að standi lántak- andinn ekki í skilum að ári, getur bankinn aðeins tekið yfir skipið, en ekki kvótann, því að hann er uppveiddur eftir árið og einskis virði. Banki, sem lánar manninum 140 milljónir út á skip og kvóta við upphaf árs, getur að ári liðnu aðeins endur- heimt 20 milljónir og tapar 120 milljónum. Í þessu dæmi hefur útvegsmanninum tekizt að ná 120 milljónum króna af bank- anum í gegnum kvótann. Svik- ull bankastjóri gæti séð sér hag í slíkum viðskiptum, einkum ef ríkið tekur á sig tapið á end- anum. Af þessu má ráða hætt- una, sem fylgir langtímaleigu aflaheimilda, sé ekki tekið fyrir veðsetningu þjóðareignarinn- ar. Sé kvóta úthlutað til margra ára í senn, margfaldast tapið, sem viðskipti af þessu tagi geta lagt á bankann og aðra, þar á meðal lánardrottna og hluthafa bankans og skattgreiðendur. Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að lúta sömu lögum og önnur fyrir- tæki og annað fólk. Engum má haldast uppi að veðsetja eigur annarra án leyfis. Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Sé kvóta úthlutað til margra ára í senn, margfaldast tapið, sem viðskipti af þessu tagi geta lagt á bankann og aðra, þar á meðal lánardrottna og hluthafa bankans og skatt- greiðendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.