Fréttablaðið - 04.08.2011, Side 30

Fréttablaðið - 04.08.2011, Side 30
4. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa ● TÓNAR LÍKAMANN Heitt djúpvöðva fitness, eða HD fitness, er nýtt æfingakerfi fyrir konur sem sækjast eftir tónuð- um líkama. Æfingarnar eru gerð- ar í heitum sal og byggjast á rólegum styrktaræfingum og djúpum teygjum. Eingöngu er unnið með eigin líkamsþyngd. Sérstök áhersla er á styrkingu djúpvöðva í kvið og baki og á djúpar teygjuæfingar sem lengja og styrkja alla helstu vöðva líkamans. Hitinn í salnum hitar líkamann fljótt og vel og auðveldara er að ná djúpum teygjum. HD-fitness nýtur meðal annars vinsælda hjá stjörnum á borð við Jennifer Aniston og Gwyneth Paltrow. Nýtt þriggja vikna nám- skeið hefst í Hreyfingu á mánu- dag. ● TAI CHI HJÁLPAR SYKURSJÚKUM Nýjar rannsóknir benda til þess að kínverska æfingakerfið Tai Chi efli ónæmiskerfið og jafni blóðsykursójafnvægi hjá fólki með sykursýki 2. Rannsóknin var gerð af Dr. Kuen- der D. Yang og teymi hans frá Chang Gung Memorial Hospital í Taívan. Þátttakendur í rannsókninni voru 32 einstaklingar með sykursýki. Æfðu þau Tai Chi í klukku- stund þrisvar sinnum í viku yfir tólf vikna tímabil. Eftir þann tíma hafði magn A1C lækkað verulega en það segir til um langtíma blóðsykursjafnvægi hjá fólki með sykursýki. Einnig hafði jafnvægi T-frumna aukist mikið en þær frumur hjálpa ónæmiskerfinu að berjast á móti óæskilegum örverum í líkamanum. Einstaklingar með sykursýki 2 eiga yfirleitt við langvarandi og síendurteknar bólgur í líkamanum að stríða. Því geta erfiðar æfingar stundum verið skað- legar fyrir sykursjúka. Tai Chi æfingarnar eru hins vegar byggðar upp af flæðandi og mjúkum hreyfingum. Þær hafa góð áhrif á hjarta, lungu, allt blóðflæði líkamans og eru jafnframt styrkjandi fyrir ónæmiskerfið, eins og rannsóknin sýnir. Undir lok rannsóknarinnar var augljós munur á ónæmiskerfi, hjarta, lungum og bólguviðbrögðum. Blóðsykur hélst einnig í mun betra jafnvægi og almenn heilsa varð betri. Litlatúni 3 210 Garðabæ Sími 577 5010 Fax 577 5030 HAGSTÆTT LYFJAVERÐ GÓÐ OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Opið 10-19 alla virka daga og 12-18 laugardaga Nýtt glæsilegt, einkarekið apótek hefur opnað í Garðabæ: Við hliðina á Hagkaup ! ● VÖRUMST BLÖÐRUR Flestir hlauparar hafa upplifað að fá blöðrur á fæturna, einkum hæla, tær og táberg. Blöðrurnar myndast undir húðinni þegar hún verður fyrir miklum núningi og þeim getur fylgt mikill sársauki. Til að fyrirbyggja það að fá blöðrur er mikilvægt að hlaupa aldrei í nýjum skóm heldur venjast þeim smátt og smátt. Einnig er reynandi að nota sérstaka hlaupasokka. Þeir eru gerðir úr efnum sem verja fæturna gegn ertingu, hita og svita. En ef illa fer, þrátt fyrir alla varúð, eru til sérstakir blöðru- plástrar í apótekum. Heimild: aflid.is ● NÆG HVÍLD NAUÐ SYNLEG Svefn er undirstaða góðrar heilsu. Hvort sem um af- reksmenn í íþróttum er að ræða eða ofurvenjulegt fólk sem gengur til sinna daglegu verka, er þörfin fyrir nægan svefn sam- eiginleg öllum. Þegar gengið er til náða er því mikilvægt að reyna að firra sig svefntruflun- um með öllu móti, nota eyrna- tappa ef hávaði er í nágrönnum og augnhlífar ef birta heldur fyrir mönnum vöku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.