Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 04.08.2011, Qupperneq 36
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR24 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. dóms, 6. belti, 8. flík, 9. slæða, 11. karlkyn, 12. nautnalyf, 14. smápen- ingar, 16. tímabil, 17. kvk nafn, 18. hækkar, 20. mun, 21. málhelti. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. frá, 4. markmið, 5. stykki, 7. bergtegund, 10. spil, 13. ískur, 15. sefun, 16. tímabils, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. mats, 6. ól, 8. fat, 9. lín, 11. kk, 12. ópíum, 14. aurar, 16. ár, 17. gró, 18. rís, 20. ku, 21. stam. LÓÐRÉTT: 1. póló, 3. af, 4. takmark, 5. stk, 7. líparít, 10. níu, 13. urg, 15. róun, 16. árs, 19. sa. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ái! Fjarlægðu rútuna! Almáttugur! Fram- leidd í Kína! Rústað í Noregi! Bahh! Rót! Rót! Rót! Rót! Kannski er of mikil heimavinna hjá stráknum. Sagði ég eitthvað rangt? Nei... Nei... Við bjuggumst bara ekki við... Ehemm... Ég meina, það hljómar allt mjög vel, en... Uh... Ég rukka meira en þið eruð vön, ekki satt? Eigin- lega Okkur hefur ekki brugðið svona mikið síðan við sáum verðmiðann á bílnum! Hérna sjáum við ungan mann í sínu náttúrulega umhverfi. Fylgist með honum framkvæma hefðbundið mökunarkall þessar merkilegu tegundar... Sælar, hvað er verið að gera? Til í að koma heim til mín að horfa á mynd? Hafdís Inga Hinriksdóttir er förðunar meistari, fyrrum atvinnumaður í handbolta og tiltölulega nýkomin út úr skápnum. Hún er ein af þremur stjórnendum sjónvarpsþáttarins Nýs útlits sem hefur göngu sína á Skjáeinum í haust. BAKÞANKAR Söru McMahon Það ríkir mikil neyð í Austur-Afríku og samkvæmt starfsmönnum hjálparstofn- anna er enn mikil þörf á aðstoð til nauð- staddra á þurrkasvæðunum. Talið er að tólf milljónir manna séu í lífshættu vegna mat- arskorts og nú ríkir hungursneyð í tveimur héruðum í Sómalíu, sem hefur orðið hvað verst úti í þurrkunum. Verði ekki aukið við aðstoðina gæti hungursneyðin breiðst út til fleiri héraða landsins. HJÁLPARSTOFNANIR reyna hvað þær geta að vekja athygli umheimsins á ástand- inu, sem fer versnandi dag frá degi, en framlögin hafa hingað til dugað skammt. Enn vantar rúmlega 1.400 milljónir Bandaríkjadala, eigi að sporna við neyðinni sem fjöldi fólks stendur frammi fyrir, og talið er að um það bil sjö hundruð þúsund manns dvelji nú í flóttamannabúðum í Eþíópíu og Keníu við mjög bágar aðstæður. SAMEINUÐU þjóðirnar segja dánar tíðnina í júnímánuði hafa verið 7,4 á hverja tíu þúsund á dag og til samanburðar má nefna að fari dánartíðnin í ríkjunum sunnan Sahara upp í 0,5 á dag er lýst yfir neyðar- ástandi. MYNDIRNAR sem varpað er á sjón- varpsskjái landsmanna þessa dagana minna um margt á þær sem bárust okkur frá Eþíópíu á níunda áratugnum; grátandi, soltin börn í örmum mæðra sinna. Þá var ég of ung til að skilja það sem var á seyði, ég man bara að ég neyddist til að belgja mig út af kvöldmatnum vegna þess að í Afríku bjuggu sveltandi börn. Og ég man enn eftir litla barninu sem prýddi söfnun- arbauka Hjálparstarfs kirkjunnar og hvað mér þótti það sorgmætt á svip og magurt. SÍÐAN eru liðin meira en tuttugu ár. Á þeim tíma hef ég vitanlega elst og þrosk- ast og þó að ég geti enn ekki alltaf klárað af disknum mínum skil ég betur þá miklu neyð sem ríkir í Austur-Afríku um þessar mundir. Þess utan er ég betur meðvituð um þær leiðir sem ég get lagt þeim lið sem standa frammi fyrir matarskorti og hungursneyð. Það þarf ekki annað en að skrá sig inn á Einkabankann og millifæra svolitla upphæð á reikning hjálparstofn- ana því aðeins 1.500 krónur sjá einu barni fyrir vítamínbættu hnetusmjöri í allt að fjórar vikur. ÞAÐ er sorglegt að heyra þær sögur sem berast frá Austur-Afríku og vita af þeim hörmungum sem fólkið þarf að glíma við daglega. Nú ríður á að veita fólkinu þá aðstoð sem það nauðsynlega þarf á að halda. Kláraðu af disknum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.