Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING30. ÁGÚST 2011 ÞRIÐJUDAGUR HEILSUEFLANDI SKÓLI Árleg ráðstefna um heilsu- eflandi skóla verður haldin á vegum Landlæknisembættisins á Grand Hóteli föstudaginn 2. september. Slík ráðstefna hefur verið haldin þrjú undanfarin ár í upphafi skólaárs. Flutt verða erindi um marg- víslegar hliðar þess að efla heilsu nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Síðari hluta dags verða haldnar vinnustofur þar sem kafað verð- ur dýpra í meginviðfangsefni heilsueflandi skóla, næringu, hreyfingu, geðrækt, lífsleikni og lífsstíl. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Clive Blair-Steven, sér- fræðingur í félagslegri markaðs- setningu (e. Social Marketing) og stofnandi Social Marketing Centre í Englandi á sínum tíma, en hann er nú einn stjórnenda hjá Strategic Social Marketing. Frestur til að skrá sig á nám- skeiðið rennur út í dag klukkan 17. Nánari upplýsingar á www. landlaeknir.is Margir hafa gengið með draum í maganum um að læra íþrótt sem þeir hafa aldrei prófað. Í vetur eru ótal námskeið í boði fyrir fullorðna í hinum ýmsu íþróttagreinum. Skriðsund er hraðasta sundaðferð- in og þykir til að mynda gera fólki gott sem þjáist af vöðvabólgu. Þótt flestir hafi lært skriðsundstökin í grunnskóla eru þeir margir sem hafa ekki viðhaldið þeirri kunn- áttu og treysta sér ekki í sund- ið. Fyrir þá er sniðugt að skella sér á skriðsundsnámskeið, þar sem farið er rækilega yfir hvernig skriðsund skal synt. Meðal þeirra námskeiða sem eru í boði í vetur má nefna nám- skeið í Árbæjarlaug sem hefst 6. september, en kennari þar er Brynjólfur Björnsson. Sunddeild- ir íþróttafélaganna hafa sumar hverjar haldið skriðsundsnám- skeið og má þar nefna KR, Sund- deild Hamars í Hveragerði og f leiri sem halda reglulega slík námskeið. Sundskóli Sóleyjar er þá annar vettvangur skriðsunds- námskeiða og Lóló, einkaþjálfari í Laugum, hefur haldið námskeið í Laugardalslaug sem er næst á dag- skrá 5. september. Badminton er skemmtileg og fjörug íþrótt sem hægt er að stunda með maka, vinum og vinnufélögum, en hér á landi eru 29 íþrótta- og ungmenna- félög um allt land sem bjóða upp á badmintonæfingar. Í Reykjavík er til dæmis Tennis- og badmin- tonfélag Reykjavíkur með æfing- ar í TBR-húsinu en á heimasíðu Badmintonsambands Íslands er að finna lista yfir þau félög á land- inu sem eru með iðkendur. Að lokum, fyrir þá sem eru meira fyrir að hafa það huggu- legt heima, má minnast á skák- ina, sem er aldrei of seint að byrja að læra. Skáknámskeið eru gjarnan í boði hjá tómstundaskól- um og sérstökum skákfélögum. Upplýsingar um námskeið í skák má til að mynda nálg- ast hjá Skáksambandi Ís- lands, Ská ka ka- dem íu Re yk ja- víkur, Skákskóla Íslands og Taflfélagi Reykjavíkur. Aldrei of seint að byrja Badminton er fjörug íþrótt sem gaman er að draga besta vininn eða makann með sér í. Skák er frábær heilaleikfimi. Skriðsund er skemmtilegt og gott fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu. NORDICPHOTOS/GETTY FUNDUR UM NÝJAN LANDSPÍTALA Almennur kynn- ingarfundur verður á morgun um drög að deiliskipulagi á lóð Landspítala við Hring- braut vegna nýbygg- ingar sem þar á að rísa. Fundurinn verður í stofu 105 á Háskóla- torgi og hefst klukkan 17.30. Forstjóri Land- spítala, rektor Háskóla Íslands og fulltrúar hönnunarhópsins SPITAL kynna byggingarverkefnið. Kynningardagar verða í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg frá 1.-6. september þar sem hægt verður að skoða kynningarefni vegna byggingar nýs Landspítala. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp-upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.