Fréttablaðið - 31.08.2011, Side 6

Fréttablaðið - 31.08.2011, Side 6
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Nýir eigendur óskast! Verð kr. 2.190.000 Volkswagen Passat Highline árg. 2005, ekinn 112 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. 17” álfelgur Sóllúga, leðuráklæði Verð kr. 2.690.000 Subaru Legacy 4x4 árg. 2007, ekinn 101 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. Hlaðbakur (Station) Húddhlíf Verð kr. 1.490.000 Toyota Corolla árg. 2006, ekinn 116 þús. km 1400cc, bensín, beinsk. Verð kr. 6.890.000 Toyota Land Cruiser GX 4x4 árg. 2008, ekinn 81 þús. km 3000cc, dísel, sjálfsk. Sóllúga Kastaragrind, húddhlíf Rúmgóður Sparneytinn Verð kr. 3.390.000 Kia Sorento Ex Classic 4x4 árg. 2006, ekinn 73 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. 17” álfelgur Loftkæling Verð kr. 1.850.000 Honda Jazz árg. 2008, ekinn 48 þús. km 1400cc, bensín, beinsk. Samlitur Sparneytinn Verð kr. 4.690.000 Mercedes-Benz B-Class árg. 2010, ekinn 8 þús. km 1800cc, NGT,* sjálfsk. Hlaðinn aukabúnaði Sparneytinn Metan/bensín* Kynntu þér úrval notaðra bíla á www.askja.is Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 TILBO ÐSBÍ LL! Kr. 6 .490. 000 DANMÖRK Einn lést og tveir særð- ust í skotárás fyrir utan mosku í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Árásin var gerð strax að lokinni bænastund múslima, þegar fólk streymdi út á bílastæði fyrir utan mosku á Vesturbrú, í rólegu hverfi í Kaupmannahöfn. Að sögn dönsku lögreglunnar upphófust einhvers konar deilur milli tveggja hópa úti á bílastæð- inu fljótlega eftir að morgunbæna- stund lauk. „Ég veit ekki hvort báðir hóparn- ir voru inni í moskunni,“ segir Lau Thrygesen, talsmaður lögreglunn- ar. „Deilurnar snerust upp í átök og síðan hófst skothríðin.“ Einn maður lét lífið, 24 ára gam- all, en tveir særðust. Annar þeirra flúði af vettvangi á bíl sínum en fannst síðar á sjúkrahúsi í Malmö í Svíþjóð. Síðdegis í gær hafði enginn verið handtekinn, en lögreglan sagðist leita að nokkrum grun- uðum. Árásarmaðurinn er talinn vera um þrítugt, en hann flúði einnig af vettvangi á bifreið. Danska lögreglan hefur stað- fest að hinn myrti hafi árið 2005 sjálfur hlotið dóm fyrir morðtil- raun. Hann fékk fimm ára fang- elsisdóm fyrir hnífstungu á Kóngs- ins Nýjatorgi. Lögreglan segist þó ekki telja að það atvik hafi tengst atburðunum í gær. Lögreglan telur að átökin hafi tengst einhvers konar uppgjöri sjoppueigenda í Kaupmannahöfn, en tengist hvorki átökum glæpa- gengja né trúardeilum af neinu tagi. Kuran Qureshi, einn þeirra sem tóku þátt í bænastundinni, sagðist í viðtali við danska sjónvarpið hafa heyrt 15 til 20 skot þegar hann ók frá svæðinu með tíu ára gamlan son sinn. „Ég sá fólk, bæði konur og börn, beygja sig niður og fela sig á bak við bifreiðar. Þetta var afar ónotalegt.“ Eitt vitni segir við danska blað- ið Politiken að það óhugnanlegasta við árásina hafi verið að árásar- maðurinn hafi haldið áfram að skjóta á hinn myrta þangað til öll skot voru búin í byssunni. Nærri þúsund manns voru saman komin í moskunni í gærmorgun að fagna föstulokum. Menningarstofnun múslima var stofnuð af pakistönskum inn- flytjendum í Kaupmannahöfn árið 1970. Stofnunin starfrækir bæði mosku og trúarskóla við Ameríku- veg á Vesturbrú í Kaupmannahöfn, þar sem atburðirnir gerðust í gær. gudsteinn@frettabladid.is Skotárás við mosku í Kaupmannahöfn Deilum tveggja hópa ungra manna lauk með því að einn tók upp byssu, myrti ungan mann og særði tvo aðra. Hinn látni hafði hlotið dóm fyrir morðtilraun. Á VETTVANGI Í KAUPMANNAHÖFN Lögreglan girti af svæðið þar sem sem skotárásin var gerð. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Reglur sem Seðla- banki Íslands hefur gefið út um hvernig standa skuli að útreikn- ingum á verðtryggðum lánum eru í samræmi við lög, að því er fram kemur í bréfi bankans til umboðs- manns Alþingis. Í bréfinu, sem undirritað er af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, er jafnframt bent á að engu breyti hvort verðtryggingu sé bætt við höf- uðstól eða við afborganir af láninu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna útreikninga á verð- tryggðum lánum. Samtökin benda á að í lögum um verðtryggingu sé talað um að bæta verðtryggingu á greiðslur af lánum, en í reglugerð útgefinni af Seðlabankanum sé talað um að leggja verðtrygginguna við höfuðstólinn. Samtökin hafa jafnframt haldið því fram að miklu muni fyrir lán- takendur hvernig reiknað sé. „Hvort sem farin er sú leið við framkvæmd verðtryggingar að verðbæta höfuðstól eða greiðslur verður efnisleg niðurstaða sú sama,“ segir í bréfi Seðlabankans. Þar segir jafnframt að lög krefjist þess ekki að notað sé sama orðalag í reglugerðum og í lagagreinum leiði reglugerðir til efnislega sömu niður- stöðu og lögin boði. Því geti Seðla- bankinn ekki séð að lögmætisregla stjórnsýsluréttarins hafi verið brot- in. - bj Seðlabankinn segir reglur um útreikning verðtryggðra lána í samræmi við lög: Breytir engu hvernig reiknað er LÖGLEGT Reglugerð Seðlabankans um útreikning verðtryggðra lána er í fullu samræmi við lög samkvæmt bréfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til umboðsmanns Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÍBÍA, AP Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnar- menn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír. „Við erum staðráðnir í að hand- taka og færa fyrir rétt alla Gad- dafí-fjölskylduna, þar með Gad- dafí sjálfan,“ segir Mahmoud Shammam, talsmaður uppreisn- armanna. Enn er ekkert vitað hvar Gaddafí er niðurkominn þótt ýmsar tilgátur hafi verið nefndar. Roland Lavoie, talsmaður NATO, segir að bandalagið muni áfram styðja við uppreisnarmenn í Líbíu. Það verði gert meðan almenningur er enn í hættu, jafnvel þótt svæð- ið í kringum höfuðborgina Trípólí sé orðið „frjálst að mestu“, eins og hann orðaði það. Hann segir upp- reisnarmenn eiga í viðræðum við stuðningsmenn Gaddafís í borg- inni Sirte, þar sem stjórnarher- inn sýnir engin merki uppgjafar. Mustafa Abdel Jalil, leiðtogi bráða- birgðastjórnar uppreisnarmanna, segir að þeim viðræðum verði ekki haldið áfram lengur en fram á laugardag, þegar lokahátíð föstu- mánaðar múslima lýkur. - gb Uppreisnarmenn vilja handtaka alla fjölskyldu Gaddafís og færa fyrir dómstól: Dóttir Gaddafís eignaðist barn UPPREISNARMAÐUR Í LÍBÍU Á vegg- spjaldi er lýst eftir Múammar Gaddafí. NORDICPHOTOS/AFP Hefur þú tínt ber í sumar? JÁ 30% NEI 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að rannsaka aðdraganda þess að íslensk stjórnvöld studdu árásir NATO í Líbíu? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGREGLUMÁL Kona á þrítugsaldri var nýverið stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hún var í annarlegu ástandi. Í fórum henn- ar fundust fíkniefni. Með í för var barnið hennar og var barna- verndaryfirvöldum gert viðvart. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð en hún hafði þegar verið svipt ökuleyfi. Allmargir ökuþórar voru teknir fyrir hraðakstur um nýliðna helgi. Grófasta brotið framdi karl á sextugsaldri sem ók Suðurlands- veg á 155 kílómetra hraða. - jss Ökufantar teknir í umferðinni: Dópuð móðir með barn í bíl KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.