Fréttablaðið - 31.08.2011, Page 10

Fréttablaðið - 31.08.2011, Page 10
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR FRAMKVÆMDIR Drög að deiliskipu- lagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulag- ið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar- hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygg- inguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjár- magna þetta að fullu,“ segir Gunn- ar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítal- anum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráða- kjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Bygg- ingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímaleg- um sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygg- inga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Land- spítala.“ Á næstu dögum mun forkynn- ing á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með upp- dráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengi- legar á heimasíðunni www.nyr- landspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næst- komandi. sunna@frettabladid.is Lífeyrissjóðirnir fjár- magna þetta að fullu. Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka. GUNNAR SVAVARSSON FORMAÐUR BYGGINGARNEFNDAR PI PA R\ TB W A S ÍA 1 12 18 7 MENNTUN OG KENNSLA Á 21. ÖLD Teaching and Learning for the 21st Century Dr. Linda Darling-Hammond er prófessor í menntavísindum við Stanford-háskóla og leiðandi í mótun menntastefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn er í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla Íslands og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, fimmtudaginn 1. september nk. kl. 15.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dr. Linda Darling-Hammond, öndvegisfyrirlesari Menntavísindasviðs, flytur erindið: Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir verkum Karenar Agnete Þórarinsson (1903–1992) listmálara vegna sýningar á Kjarvalsstöðum í janúar 2012. Listasafn Reykjavíkur Reykjavík Art Museum Leit að listaverkum Þeir sem kynnu að eiga verk eftir hana eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Unni Mjöll Leifsdóttur hjá Listasafni Reykjavíkur í síma 590-1200, eða í netfangið unnur.mjoll.leifsdottir@reykjavik.is. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala verða kynnt í vikunni. Almenningur getur sent inn athugasemdir og ábendingar. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir um 40 milljarðar. Vonir standa til að fyrsta áfanga verði lokið 2017. SÓLEYJARTORG 2017 Lóð Nýs Landspítala verður vel tengd við stígakerfi Reykjavíkur og almenningssamgöngur. Áhersla verður lögð á að efla sjálfbæran samgöngumáta í nágrenni spítalans. MYND/NLSH

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.