Fréttablaðið - 31.08.2011, Side 14

Fréttablaðið - 31.08.2011, Side 14
14 31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæð-isins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisauka- skattsþrepi eða undanþegnar virðisauka- skatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undan- þáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentað- ar bækur, sem er nálægt meðal- talsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk- prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsam- félagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þess- um málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókales- endur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðis- aukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisauka- skattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er raf- ræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoð- anir og hugsast getur eru viðr- aðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á lögum um virðisauka- skatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðis- aukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga. Sama bókin, sitthvor skatturinn Menning Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaúgefenda Lág skatt- lagning á bækur og út- gáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu. Hvar eru okkar auðjöfrar? Auðjöfrar heimsins keppast nú við að skora á ríkisstjórnir sínar að hækka á þá skatta. Þeir telja sig eiga nægt fé á milli handa og vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggingar samfélags- ins. Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og fleiri lönd virðast uppfull af auðjöfrum sem telja það skyldu sína að gefa meira til samneyslunnar. Ísland virðist hins vegar ekki svo heppið; þegar auðjöfrar þess tjá sig um skatta er það til að kvarta undan ánauð og hóta því að hlaupa með auð sinn í betra skattaskjól. Málskýru lögfræðingarnir Löngum hefur það verið haft fyrir satt að lögfræðimál sé öðrum en innvígðum óskiljanlegt. Væntanlega verður breyting á því þegar ráðstefnu um málfar í lögfræði lýkur, en þar á að fjalla sérstaklega um hugtakið málskýrð. Sá galli er reyndar á gjöf Njarðar að það hugtak er ekki til, en reyndar er til skilgreining á því á skýru máli; nefnilega skýrt mál. Er Björn ósammála flokknum? Björn Bjarnason hefur kallað tillögu flokksráðs Vinstri grænna um rannsókn á aðdraganda stuðnings við loftárásir Nató á Líbíu stórundarlega. Í því ljósi er rétt að rifja upp tillögu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og fjórum þing- mönnum hans á síðasta þingi. Þeir lögðu fram breytingartillögu við tillögu um rannsókn á aðdraganda stuðnings við Íraksstríðið. Í henni fólst að sjálfstæðis- menn vildu rannsaka aðdraganda stuðnings við loftárásir á Líbíu. Ætli Birni hafi þótt það jafn stórundarlegt? kolbeinn@frettabladid.is Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Hinsti flutningurinn Oddi 101, fimmtud. 1. sept. kl. 17:00 Öllum opið og aðgangur ókeypis Konfúsíusarstofnunin Norðurljós kynnir kínversku heimildamyndina Í skugga róttækra breytinga, verða áhrifin mest. S amþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar- aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíð- indi. Hún er ekki fyrst og fremst til marks um ágreining á milli stjórnarflokkanna eins og haldið hefur verið fram. Það hefur legið fyrir frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs að VG og Samfylkingin hafa ólíkar skoðanir á veru Íslands í NATO og á hernaðaraðgerð- um, sem miða að því að hindra sturlaða einræðisherra í að drepa eigin þegna, eins og átti til dæmis við um aðgerðir NATO í Kosovo. Sömuleiðis liggur fyrir, eins og Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra rakti hér í blaðinu í gær og forystumenn VG gera sjálfir í Fréttablaðinu í dag, að allt hið stjórnskipulega ferli sem leiddi til þess að fastafulltrúi Íslands hjá NATO studdi aðgerðir bandalagsins í Líbíu var uppi á borðinu. Þar þarf ekki að rannsaka neitt. Það eina, sem er kannski ekki alveg skýrt í málinu, er framganga ráðherra VG og Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismála- nefndar. Í upphafi ályktuðu þeir sem fylgdust með ákvörðunum íslenzkra stjórnvalda að þetta fólk styddi aðgerðir gegn Gaddafí einræðisherra, vegna þess að bæði ríkisstjórnin og formaður utan- ríkismálanefndar höfðu lýst yfir stuðningi við ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Orðalag ályktunarinnar fól klárlega í sér að hervaldi yrði beitt gegn Gadd afí. Stuðninginn við ályktunina töldu því margir stefnubreytingu af hálfu VG. Eftir að fulltrúi Íslands hjá NATO hafði tekið þátt í ákvörðunum um aðgerðir NATO, hrökk VG aftur í gamla farið. Andstaða við loftárásir var ítrekuð – eftir á, þrátt fyrir að bæði ráðherrar og formaður utanríkismálanefndar hefðu mátt vita að unnið var að undirbúningi ákvörðunarinnar á vettvangi NATO. Nú reyna forystumenn VG að skjóta sér á bak við það að meiri- hluti á þingi hafi verið fyrir ákvörðun utanríkisráðherrans. En gátu þeir, sem ráðherrar í ríkisstjórninni og áhrifamenn á þingi, ekki reynt að koma í veg fyrir að NATO tæki ákvörðun um „árásar- stríð“, til dæmis með því að hóta stjórnarslitum ef Ísland beitti ekki neitunarvaldi gegn ákvörðuninni? Þetta vilja flokksráðsmenn í VG vafalaust fá að vita. Ályktunin er fyrst og fremst yfirlýsing um vantraust á þeirra eigin forystu. Hægt er að rifja upp ýmis dæmi úr sögu forvera VG, Alþýðu- bandalagsins, um að djúpstæður ágreiningur um utanríkismál var ekki látinn hindra stjórnarþátttöku flokksins. Að ályktunin um rannsókn á gjörðum forystumanna flokksins skyldi hafa verið sam- þykkt í flokksráði VG mótatkvæðalaust er til merkis um að þeim vaxi ásmegin í flokknum, sem vilja fremur standa fast á prinsipp- unum og láta sverfa til stáls þegar ágreiningur er um afstöðu til öryggis-, varnar- og alþjóðamála. Hvað þýðir samþykkt flokksráðs VG um rannsóknarnefnd vegna Líbíu í raun? Vantraust á flokksforystuna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.