Fréttablaðið - 31.08.2011, Page 20

Fréttablaðið - 31.08.2011, Page 20
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Mér er umhugað um heilsuna og hreyfi mig mikið; hleyp, stunda kajakróður, vikulegt sjósund og fleira sem mér þykir auka lífs- gæði og vellíðan. Ég er því afar til- kippilegur að prófa hlutina ef þeir vinna manni ekki tjón og fell oftast kylliflatur fyrir nýju sporti, sem er dálítið vont, en voða gott eftir á,“ segir Guðmundur brosmildur. Hann segist hafa byrjað að hlaupa árið 2008 þegar hann var plataður til að sækja um í happ- drættiskerfi New York-maraþons- ins, þar sem fjórðungs líkur eru á að komast að. „Þar var ég svo lukkulegur að fá þátttökurétt, en fram að því hafði ég aldrei skilið hvað aðrir sáu við hlaup og bara hlaupið eins og aðrir þegar þeir þurfa að taka til fót- anna,“ segir Guðmundur sem síðan hefur tvisvar hlaupið New York- maraþon með góðum árangri, sem og Reykjavíkurmaraþon, en reynd- ar óundirbúinn með öllu á liðinni Menningarnótt. „Þá var árangur- inn líka hálftíma verri en síðast, eins og ég átti skilið,“ segir Guð- mundur. Hann segist oftar en ekki fara á fjöll á nóttunni og þá helst í kol- niðamyrkri. „Það er ósköp þægilegt og stel- ur ekki tíma frá vinnu eða heim- ilislífi. Augun eru fljót að venjast myrkrinu og allt önnur upplifun að ganga á fjöll í dimmu undir tindr- andi stjörnuhimni og norðurljós- um. Mér þykir einna best að fara í frosti og fannfergi því þá er jú bjartara og fegurra um að litast,“ upplýsir Guðmundur sem verður aldrei hræddur á næturbrölti sínu, enda ávallt vel búinn og á brodd- um. „Súrefnisupptakan veldur því að maður þarf mun minni svefn en ella og ég mæti galvaskur í vinnu að morgni eftir fjallgöngu. Svo er til eitthvað af svona fólki eins og mér, því fyrir kemur að ég mæti mönnum á fjöllum um nætur, enda freistandi að komast í óbyggðakyrrð og náttúruperlur í stuttu færi frá Reykjavík. Þar er ekkert sem truflar og maður heyr- ir í eigin hugsunum.“ Guðmundur stendur á fimmtugu og segist endalaust orkumikill. Honum bregður fyrir í kvikmynd- inni Flags of our fathers, sem Clint Eastwood tók upp á Sandvík 2005. „Ég hafði lengi verið aðdáandi Clints og gat ekki sleppt tækifærinu þegar ég sá auglýst eftir mannskap í myndina hans. Ég hringdi því, var mældur út og fékk hlutverk. Það var ógleymanlegt og eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert í lífinu, þótt Clint hafi gefið lítið færi á sér og krafist vinnufriðar allan tímann.“ thordis@frettabladid.is Guðmundur með appelsín og bandarískan hermannahjálm í ætt við þann sem hann bar í mynd Clints Eastwood. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu „Augun eru fljót að venjast myrkrinu og allt önnur upplifun að ganga á fjöll í sveitadimmu undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósum.” Réttir eru hafnar í sveitum landsins með tilheyrandi ferðalögum og fjöri. Fyrstu stóru fjárréttir hausts- ins verða á laugardaginn, 3. september. Þær eru á sex stöð- um norðanlands, meðal annars í Möðruvallarétt í Eyjafirði, Kleifnarétt í Fljótum í Skaga- firði, Rugludalsrétt í Húna- vatnssýslu og Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu. Þá verður fé rekið í Ljárskógarétt í Laxárdal í Dalasýslu. Fyrsta stóðrétt haustsins er einnig fyrirhuguð á laugar- daginn. Þá á að reka hross í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húna- vatnssýslu klukkan níu um morguninn, þannig að þeir sem að smöluninni standa þurfa að leggja af stað árla dags. Margir þéttbýlisbúar og langt að komnir gestir njóta þess jafnan að fylgjast með þegar bændur landsins heimta búsmala sinn úr högum. Upp- lýsingar um réttir haustsins eru á bondi.is. Réttafjör í sveitum Vilhelm ljósmyndari Fréttablaðsins brá sér í Hlíðarrétt við Mývatn í fyrra. Nestið með í bílinn. Í stað þess að stoppa í vegasjoppum á leið um landið er um að gera að breyta til og smyrja nesti áður en lagt er í hann. Þá er hægt að stoppa hvar sem er, setjast niður í fallegri laut og leggja svo endurnærður af stað á ný. Haustvörurnar komnar. Útsölulok Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM 12 volt díóðuljós 12v 1,3w12v 1,3w 12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w 12v 1,0w 12v 1,2w 12v 1,0w Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku Eyða allt að 90% minni orku en halogen 12v 3,0w ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA UMA - SKEMMTILEG OG SPENNANDI NETVERSLUN NÝ SENDING -NÝJIR LITIR DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR HEILSUDREKINN ¦ SKEIFAN 3J ¦ SÍMI: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is (KUNG-FU) Taijiquan fyrir byrjendur mánudaga, miðvikudaga kl. 18:15 og laugardaga kl. 9:15 WUSHU QI GONG TEYGJUR TAICHI Changquan fyrir byrjendur mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15 NÝTT! Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur Hefst 10. september Nánari upplýsingar í síma 899 8588 og á heimasíðu www.thinleid.is Námskeið um framkvæmd markmiða sameinað gönguferðum í náttúrunni Viltu ná markmiðum þínum? ÞÍN LEIÐ – NÆSTA SKREF

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.