Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGfyrirtækjaþjónusta MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20112 Iðan fræðslusetur býður nú í auknum mæli upp á fyrirtækjaþjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að þeir vinnustaðir sem sinna endurmenntun starfsmanna eru eftirsóknarverðir og þar er starfsánægjan meiri. Hæfara starfs- fólk skilar sér einnig í hagkvæmari rekstri,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar. Iðan er endurmenntunarfyrirtæki í iðnaði. Markmið hennar er að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíliðn- aði, bygginga- og mannvirkjaiðn- aði, matvæla- og veitingageirum, málm- og véltækniiðnaði, upplýs- inga- og fjölmiðlagreinum og hár- snyrtiiðninni. „Það hefur verið hluti af stefnumótun Iðunnar og áherslum í okkar starfi að auka þátt fyrirtækjaþjónustu í okkar starf- semi,“ útskýrir Hildur Elín og held- ur áfram: „Þessi hugmynd gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að ná betur sínum markmiðum. Þjón- usta okkar felst í að meta fræðslu- þörf starfsmanna og styðja þá í að móta sína fræðslustefnu þannig að þær lausnir sem settar eru fram taki mið af þeim markmiðum sem hvert fyrirtæki setur sér.“ Iðan býður upp á ýmis hnitmið- uð námskeið sem henta önnum köfnum stjórnendum og fjalla um hvernig eigi að stjórna á árangurs- ríkan hátt. En auk þess eru í boði 150 almenn fagtengd námskeið í námsvísi Iðunnar. „Þau getum við öll klæðskerasaumað fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig,“ segir Hild- ur Elín. Hún segir áhuga fyrir- tækja fyrir endurmenntun starfs- manna fara vaxandi. Mörg stór fyr- irtæki hafi fræðsludeildir og sinni endur-menntun markvisst og vel. Hins vegar hafi minni fyrirtæki sem ekki hafi yfir að ráða starfs- manna- eða fræðslustjóra átt erf- iðara með að standa að skipulögðu og markvissu fræðslustarfi. „Það er þetta gat sem við viljum stíga inn í og hjálpa fyrir-tækjum með,“ segir Hildur Elín. Hún bendir að lokum á að hjá Ið- unni starfi náms- og starfsráðgjafar sem bjóði upp á ókeypis viðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja með aðild að Iðunni. Þar geti fólk farið í starfs- ferilsgreiningu, mótað persónulega fræðslustefnu og farið í áhugasviðs- könnun. Nánari upplýsingar um starfsemi Iðunnar er að finna á idan.is. Fjárfest í menntun Starfsfólk Iðunnar tekur vel á móti fróðleiksþyrstum starfsmönnum fyrirtækja. Hressing, fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar, sérhæfir sig í heildarlausnum í drykkjarvöru og snarli fyrir vinnustaði landsins. Við bjóðum fyrst og fremst upp á gott úrval drykkjarvöru; eins og kaffi, te, vatnsdrykki, gos-drykki, safa og þykkni. Einnig bjóðum við upp á mikið úrval af snarli. Hugmyndin er að vinnustaðir landsins finni á einum stað þá hressingu sem hentar hverjum og einum,“ segir Valur Ásberg Valsson, fram- kvæmdastjóri Hressingar. Hressing varð til þegar Egill Skallagrímsson og heildsalan Danól sameinuðust í Ölgerðina árið 2007. „Við sameininguna skapaðist grundvöllur fyrir öfluga fyrirtækjaþjónustu með fjölbreyttu vöruúrvali,“ segir Valur en bætir við að gott vöruúrval dugi þó ekki til eitt og sér. „Við leggjum áherslu á að pöntunarferlið sé sem einfaldast og það er einlægt metnaðarmál okkar allra sem stöndum að Hressingu að halda þjónustu- stiginu háu.“ Valur útskýrir að fyrirtæki geti fengið heimsókn frá sölumanni eða hringingu frá þjónustu- veri þegar ganga skal frá pöntun. „Eins nota mjög margir viðskiptavinir heimasíðuna www.hressing.is til að panta vörur. Það er bæði einfalt og fljótlegt.“ Hressing býður viðskiptavinum sínum upp á breiða línu af tækjum á borð við sjálfsala, kaffivél- ar, djús- og safavélar, vatnsvélar og kæliskápa. Það er svo í höndum þjónustudeildar Ölgerðarinnar að sjá um fyrir-byggjandi viðhald, uppsetningu tækja og áfyllingu. Allir sjálfsalar sem Hressing setur upp eru ein- faldir í notkun; hægt er að nota greiðslukort en einn- ig er mögulegt að nota farsíma sem eru þá tengdir við ákveðin debet- eða kreditkort. Nýjasta viðbótin í þjónustu Hressingar er svo að tengja sjálfsalana við starfsmannakort. „Þá dregst úttektin af launum starfsmanns og kemur fram á launaseðli viðkomandi,“ útskýrir Valur. Í dag skipta um þúsund viðskiptavinir við Hress- ingu í hverjum mánuði og segir Valur þar eiga í hlut afar fjölbreyttan hóp vinnustaða af öllum stærðum. „Við erum með eigin dreifingu á höfuðborgarsvæð- inu, á Snæfellsnesi austur til Hvolsvallar og allt þar á milli og frá Hrútafirði austur til Húsavíkur. Í tilviki þeirra vinnustaða sem ekki eru innan þessa svæðis þá notum við þriðja aðila til að koma vörunni tíman- lega og örugglega á áfangastað. Það eiga allir að geta nýtt sér þjónustu Hressingar.“ Allt á einum stað Valur Ásberg Valsson, framkvæmdastjóri Hressingar, býður heildarlausnir í snarli og drykk fyrir allar stærðir fyrirtækja. MYND/GVA Bættu um betur – Húsasmí›i / Bifélavirkjun / Bifrei›asmí›i / Bílamálun / Múrarai›n er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveinsprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn flri›judaginn 6. september kl. 17.00 a› Skúlatúni 2, 6. hæ›, 105 Reykjavík. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Hefur flú starfa› vi› húsasmí›i, bifvélavirkjun, bifrei›asmí›i, bílamálun e›a múrarai›n og vilt ljúka námi í greinunum? Sími söludeildar 412 8100 www.hressing.is Allt fyrir fyrirtækið Kaffivélar - Vatnsvélar - Kæliskápar Safa og djúsvélar - Sjálfsalar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.