Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGfyrirtækjaþjónusta MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20116 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf Styttra á milli ferða – meiri flutningsgeta Eimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður- Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til Norður-Ameríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins. Norðurleið Suðurleið Austurleið Ameríkuleið I Ameríkuleið II Leið samstarfsaðila CTG leið Eimskips FÍ T O N / S ÍA Nýrri þjónustustefnu Eim-skips var nýlega hleypt af stokkunum en hún var unnin og mótuð af framlínufólki hjá Eimskipi, að sögn Matthíasar Matthíassonar framkvæmda- stjóra sölu- og viðskiptaþjón- ustu. Þjónustustefnan byggir því á verðmætri reynslu þeirra sem standa í stafni við þjónustu við- skiptavina Eimskips. Markmið hennar er að veita ávallt fram- úrskarandi þjónustu af alúð og ánægju. Þar skulu gildi Eim- skips sem eru árangur, samstarf og traust höfð að leiðarljósi. „Innleiðing nýju þjónustu- stefnunnar verður unnin jafnt og þétt og við leggjum mikla áherslu á að allir starfsmenn fyrirtækisins taki þátt og fái þannig sömu skilaboðin og skilning á okkar markmiðum,“ segir Matthías. Þjónusta viðskiptavini sína af alúð og ánægju Við tókum nýtt skip í þjón-ustu ok kar í sumar t il að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss,“ segir Matth- ías Matthíasson, framkvæmda- stjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við f lutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykja- foss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram,“ segir Matth- ías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fisk- ur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru f lutningar vegna stóriðjufram- kvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatns- aflsvirkjun og svo er þar námu- vinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir f lutnings- getu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutning- ur hefur líka verið að aukast vest- ur um haf.“ Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eim- skip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upp- lýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikn- ingsstöðuna. Síðan er mjög not- endavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi.“ Skógafoss tvöfaldar flutningsgetu Eimskips til og frá Norður-Ameríku Mikil eftirspurn er eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu vegna stóriðjuframkvæmda vestra, að sögn Matthíasar Matthíassonar framkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýtt skip sem heitir Skógafoss hefur bæst í skipaflota Eimskips. Það er í förum milli Íslands og Norður-Ameríku og með tilkomu þess tvöfaldast flutningsgeta Eimskips á þeirri siglingaleið. Einn af 49 starfsmönnum Eimskips á skrifstofu félagsins í Rotterdam.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.