Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 31.08.2011, Qupperneq 42
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is HARALDUR FREYR GUÐMUNDSSON fyrirliði Keflavíkur, verður ekki meira með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla á þessu tímabili því hann hefur gert samning til áramóta við norska félagið Start. Víkurfréttir sögðu frá þessu í gærkvöldi og þar kom einnig fram að knattspyrnudeild Keflavíkur hafi haldið krísufund um framtíð Willums Þórs Þórssonar þjálfara liðsins sem fær samkvæmt heimildum vf.is að klára tímabilið en hættir síðan með liðið í haust. ATC- 7,5t Malbikskassi -tilboðsverð Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - á lager - sala - varahlutir - þjónusta Pepsi-deild kvenna Þór/KA-Breiðablik 3-1 1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (2.), 2-0 Lára Einarsdóttir (47.), 2-1 Fanndís Friðriksdóttir, víti (51.), 3-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (90.) Grindavík-ÍBV 0-4 0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (16.), 0-2 Danka Podovac (36.), 0-3 Vesna Smiljkovic (39.), 0-4 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (58.) Valur-Þróttur R. 5-0 1-0 Laufey Ólafsdóttir (15.), 2-0 Rakel Logadóttir (16.), 3-0 Rakel (45.), 4-0 Mist Edvardsdóttir (48.), 5-0 Málfríður Erna Sigurðardóttir (90.+3) Stjarnan-Afturelding 3-0 1-0 Ásgerður Baldursdóttir, víti (48.), 2-0 Ashley Bares (88.), 3-0 Inga Birna Friðjónsdóttir (90.+2) Fylkir-KR 4-1 1-0 Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir (11.), 1-1 Berglind Bjarnadóttir (28.), 2-1 Anna Björg Björnsdóttir (33.), 3-1 Lidija Stojkanovic (65.), 4-1 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (72.) STAÐAN Í DEILDINNI: Stjarnan 16 15 0 1 45-13 45 ------------------------------------------------------ Valur 16 12 2 2 47-12 38 ÍBV 16 9 3 4 35-11 30 Fylkir 16 8 2 6 26-26 26 Þór/KA 16 8 2 6 28-29 26 Breiðablik 16 6 2 8 27-32 20 Afturelding 16 4 3 9 15-34 15 KR 16 3 4 9 17-29 13 ------------------------------------------------------ Grindavík 16 3 1 12 17-44 10 Þróttur R. 16 1 3 12 16-43 6 1.deild kvenna FH-Haukar 6-0 (14-1 samanlagt) Bryndís Jóhannesdóttir 2, Sigrún Ella Einarsdóttir 2, Jóhanna Gústavsdóttir Berglind Arnardóttir. Selfoss-Keflavík 6-1 (8-4 samanlagt) Guðmunda Brynja Ólad. 2, Guðrún Arnarsdóttir, Anna María Friðgeirsd., Katrín Ýr Friðgeirsd., Eva Lind Elíasd.r -Agnes Helgadóttir. FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna. Upplýsingar um markaskorara eru að hluta til fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net. ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Aron Pálmarsson skor- aði sigurmarkið í gær þegar Kiel vann 24-23 sigur á Hamburg í árlegum leik meistaranna og bik- armeistaranna. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Þetta er sjötti sigur Kiel í Ofurbikarnum og þar af í annað skiptið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. -óój Kiel vann Ofurbikarinn: Aron hetjan FÓTBOLTI Stjarnan tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratit i l félagsins í meistaraf lokki þegar kvennalið félagsins lagði Aftureldingu 3-0 á heimavelli sínum í Garðabæ. Þrátt fyrir að hafa aldrei unnið titilinn áður tókst Stjörnunni að stilla spennustigið vel og hóf liðið leikinn af krafti og fékk nokkur fín færi snemma leiks. Þegar hvert færið á fætur öðru fór forgörðum dró af liðinu en Stjarnan fékk óskabyrjun í seinni hálfleik. „Við spiluðum við lið með mikið sjálfstraust og markvörðinn í banastuði. Þetta var erfið fæðing og við nýttum færin illa í kvöld,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Eftir að hafa komist yfir í upp- hafi seinni hálfleiks var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda þó Stjarnan hafi ekki gert út um leikinn fyrr en tvær mínútur voru til leiksloka. „Seinni hálfleikur var góður. Við héldum áfram og fengum fullt af færum en þegar annað markið kemur þá var þetta búið. Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik. Við létum stress ekki hafa áhrif á okkur, ég er mjög ánæður með það,“ sagði Þorlákur. Stjarnan hefur leikið liða best í sumar og er vel að titlinum komin enda með sjö stiga forystu á Val þegar enn eru tvær umferðir eftir. Liðið hefur leikið liða best í sumar og unnið 15 af 16 leikjum sínum en Þorlákur var ekki í vafa um hvað skóp titil Stjörnunnar. „Það er fyrst og fremst hugar- far leikmanna. Markmiðssetning- in hjá okkur tókst, við stefndum á þetta en fyrst og fremst hugarfar leikmanna gerir það að verkum að við unnum þennan titil,“ sagði Þorlákur sem gerði Stjörnuliðið að meisturum á sínu fyrsta ári. -gmi STÓÐUST STÓRA PRÓFIÐ Stjarnan tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í gær fyrir framan tæplega 800 áhorfendur á heimavelli sínum. Stjarnan endaði fimm ára einokun Valskvenna á Íslandsbikarnum. FYRSTI TITILLINN Í HÚSI Stjörnukonur með fyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í fararbroddi fagna hér Íslandsmeistaratitlinum í leikslok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.