Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 4

Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 4
1. september 2011 FIMMTUDAGUR4 Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efna- hagsbata JULIE KOZACK YFIRMAÐUR SENDINEFNDAR AGS GENGIÐ 31.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4228 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,12 113,66 184,23 185,13 163,24 164,16 21,905 22,033 21,109 21,233 17,791 17,895 1,4763 1,4849 181,95 183,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Faxafeni 14 • 108 Reykjavík www.heilsuborg.is Anna Rósa grasalæknir hefur opnað stofu á Heilsuborg Tímapantanir: annarosa@annarosa.is eða s: 662 8328 www.annarosa.is TÓM VANDRÆÐI Silvio Berlusconi hefur staðið í ströngu síðustu misseri og þarf nú að endurskoða fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA Silvio Berlusconi er í tals- verðum vandræðum með að koma aðhaldsaðgerðum sínum til framkvæmda, en hann þurfti að hætta við fyrirhugaðan hátekjuskatt vegna andstöðu samstarfsflokka ríkisstjórnar- innar. Norðurbandalagið setti sig upp á móti auknum hátekju- skatti, en líka gegn niðurskurði á framlögum til héraðsstjórna og voru þau áform líka lögð til hliðar. Þetta skilur eftir sig fjögurra milljarða gat í niðurskurðinum, sem var nauðsynlegur til að fá fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka Evrópu. Berlusconi hyggst fylla upp í gatið með öflugri inn- heimtu skatta. - þj Berlusconi enn í klandri: Þarf að hætta við hátekjuskatt Í Fréttablaðinu í gær var ranghermt að Greining Íslandsbanka teldi endur- reisn efnahagslífsins ódýra. Hið rétta er að hluta endurreisnarinnar taldi hún ódýrari en óttast hefði verið. ÁRÉTTING EFNAHAGSMÁL Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) gekk vel og helstu mark- mið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upp- hafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahags- bata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöð- ugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því sam- hengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verk- um að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppn- að skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu miss- erum en hafa áhyggjur af því hvað- an hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auð- lindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfest- ingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af lands- framleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagn- ingu á skuldum heimila og fyrir- tækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum. magnusl@frettabladid.is Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir helstu markmið samstarfsáætlunar sjóðsins og stjórnvalda hafa náðst. Veikur efnahagsbati er hafinn og verði áfram haldið vel á spöðunum liggur leiðin upp á við, segir AGS. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 25° 19° 19° 23° 26° 17° 17° 27° 21° 29° 27° 29° 21° 26° 25° 18°Á MORGUN 3-8 m/s, en stífari á Vestfjörðum. LAUGARDAGUR Stíf SA-átt á V-fjörðum, annars hæg breytileg. 13 13 12 14 14 14 13 13 12 9 12 7 9 12 15 10 6 5 7 6 6 8 1010 11 15 13 11 7 12 13 12 LÆGÐ VIÐ LAND Stífur vindur af suðaustri og væta einkennir veðrið syðra í dag en mun fínna veður fyrir norðan. Hægari austlæg og síðan norðaustlæg átt á landinu næstu daga og væta eink- um eystra. Léttir smám saman til syðra um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfs- áætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu miss- erum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamála- stefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagn- ingu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auð- linda. Kynntur verður nýr skattur á fjármála- starfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnis- skattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerf- inu og að auka fjármálalegan stöðugleika. - mþl Bréf íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna endurskoðunar á samstarfsáætlun: Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður ÝMIS VERKEFNI FRAM UNDAN Undir bréfið til AGS skrifa Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Már Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.