Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 32
1. september 2011 FIMMTUDAGUR4 „Trefillinn er í miklu uppáhaldi, en hann átti mamma á sínum menntaskólaárum. Mamma var hippi á sínum tíma og ég er svo heppin að fötin hefur hún geymt alla tíð og ég fer reglulega upp á háaloft hjá henni til að grúska. Það sem heillar mig við þetta tímabil tískunnar er litirnir og hugmyndin um endurnýtingu. Ég er til dæmis ógurlega dugleg að gera við gömul föt og sauma jafnvel eitthvað nýtt úr þeim,“ segir Harpa. Grifflurnar keypti Harpa í Rauðakrossbúðinni við Lauga- veg, en þar kíkir hún gjarnan við og kaupir sér vettlinga, trefla og húfur. Húfan er úr Gyllta kettin- um og er með prjónuðum kanti en er að öðru leyti úr kanínuskinni. Harpa er aldrei með skartgripi en með vísun í eigið nafn er hún alltaf með pínulitla munnhörpu í keðju um hálsinn. Harpa er önnum kafin þessa dagana, bæði í starfi sínu hjá FRAFL sem framleiðir og verk- efnastýrir myndlistartengdum viðburðum og við að skipuleggja eigin afmælisveislu, en hún varð þrítug um miðjan ágúst. Veisluna heldur hún með vinkonum sínum sem einnig eiga afmæli um þess- ar mundir en það eru þær Marsibil Sæmundardóttir og Kristín Andr- ea Þórðardóttir. Veislan verður óvenjuleg að því leyti að boðið verður upp á gamaldags „alvöru reif“ eins og Harpa orðar það, undir nútímalegum formerkjum með hvorki meira né minna en sex plötusnúðum. „Hugmyndin kviknaði eftir að ég var að kenna í Listaháskól- anum í ár og lokaverkefni eins kennarans þar var að halda reif. Það hefur verið svolítið leiðin- legur stimpill á reifum en reifið sem kennarinn hélt var algerlega vímuefnalaust og stóð frá klukk- an 5 um daginn til 9 um kvöldið. Reif er eitt skemmtilegasta fyrir- bæri sem ég hef kynnst. Það jafn- ast ekkert á við að missa sig í ljós- um, dansi og brjálaðri stemningu og missa kúlið og meðvitund um eigið sjálf undir brjáluðum takti,“ segir Harpa og segir reif því vera upplagt fyrir Íslendinga sem þori oft varla einu sinni að dansa á Kaffibarnum, nema þá eftir tutt- ugu bjóra. Trefilinn átti móðir Hörpu á sínum menntaskólaárum. Framhald af forsíðu Dalvegi 18, Kóp. Sími 568 6500 www.fondra.is Opið 10-18 virka daga, lokað á laugardögum í sumar. Ný snið og sníðablöð. Höfum bætt við efnum á útsöluborðin Síðustu dagar útsölunar. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Aðeins tvö verð á útsöluvörum 1.990 - 2.990 Haustvörurnar komnar. Útsölulok La Comédie-Française er nafn franska Þjóðleik-hússins sem er kallað heimili leikskáldsins Molière hér í Frakklandi. Þjóð- leikhúsið La Comédie-Française varðveitir tíu þúsund hátísku- flíkur, sem rekja sumar hverjar sögu sína allt til 18. aldar. Hluti safns Þjóðleikhússins er búning- ar sem voru gjafir aðalsmanna eftir byltinguna árið 1789 og hafa verið notaðir í gegnum ald- irnar í hvert sinn sem klassísk leikhúsverk franska leikhússins hafa verið á fjölunum. Í landi tískunnar teljast þessir bún- ingar til þjóðargersema og eru þeir varðveittir eins og íslensk handrit hjá Árnastofnun, við rétt hita- og rakastig og í myrkum geymslum, fjarri dagsljósi. Þetta eru búningar sem hafa verið not- aðir í Ríkharði III, Macbeth, í verkum Molière og Beaumarcha- is svo nokkur nöfn séu nefnd. Franska Þjóðleikhúsið er eina leikhúsið hér í landi þar sem leikhúsfólk býr við þann munað að hafa hátískuhönnuði og vinnu- stofu á sínum snærum. Enn þann dag í dag eru hannaðar þar hátískuflíkur og hver flík er ein- stök. Þar hafa leikarar eignast sitt eigið búningasafn. Um þessar mundir gefst almenningi kostur á að berja augum tvö hundruð af þessum dýrgripum La Comédie-Fran- çaise, sem fram til 1970 var enn breytt fyrir hverja nýja uppsetn- ingu fyrri verka. Margir þeirra eru ómetanlegir. En þar sem klæðin eru viðkvæm eru aðeins tvær búningasýningar settar upp á ári til að stilla notkuninni á þeim í hóf. Sýningin nú, sem er uppsett af frönsku leikbún- ingastofnuninni í Moulins-sur- Allier, stendur til ársloka. (Upp- lýsingar á www.cncs.fr). Þar eru sýndir búningar nærri þriggja alda, jakkar með útsaumi, bæði úr silfri og gulli, kjólar með tugum laga af satíni og silki, skreyttir demöntum. Margar stjörnur úr tískuheiminum hafa í gegnum tíðina lagt leikhúsinu lið og á sýningunni má sjá búninga Thierry Mugler úr Macbeth frá árinu 1985 og kjóla Elisabetar í Fantasio, hannaða undir stjórn Christian Lacroix. Um 1950 spásseruðu leikarar um sviðið í fötum frá Pierre Balmain. Einn- ig má líta augum kórónu og skó Söruh Bernhardt úr Thölmu sem minna á muni postulínsdúkku. Tískuhönnuðum hefur löngum þótt það upphefð að klæða fræg- ar sögupersónur leikhússins og fá um leið listrænan innblástur. Stundum hafa höfundar jafn- vel gefið höfundarlaun sín til að kaupa búninga, eins og Voltaire gerði árið 1755 fyrir uppsetn- ingu l´Orphelin de la Chine. bergb75@free.fr Leikhúshátíska í þrjú hundruð ár Victoria‘s Secret-fyrirsætan Miranda Kerr þakk- ar kókosolíu lýtalaust útlit sitt. „Það líður ekki sá dagur sem ég nota ekki kókosolíu í elda- mennsku eða á húðina.“ Sérfræðingar vara þó við of mikilli notkun kókosolíu, enda inni- heldur hún mikið magn mettaðrar fitu sem eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Heimild: vogue.co.uk ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Augabrúnir eiga að vera þykkari nú en oft áður og er mælt með því að fyllt sé upp í þær með dökkum lit. Þær virðast bæði vera að þykkjast og lengjast. Til að halda þeim mótuðum yfir daginn er mælt því að renna yfir þær með örlitlu hárspreyi. Heimild: total- beauty.com

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.