Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 36

Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 36
1. SEPTEMBER 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● ljósanótt ● STEMNING Á STÓRA SVIÐINU TVÖ KVÖLD Í RÖÐ Óhætt er að lofa góðri stemningu á stóra sviðinu bæði föstudags- og laugardagskvöld á Ljósanótt. Fjöldi flottra tón- listarmanna mun halda okkur glæsilega tónlistarveislu, bæði gestir og heimamenn, og eng- inn vafi á að tónlistarbærinn mun standa undir nafni. Þeir sem fram koma á föstudeg- inum eru Lifun, Hellvar, Who Knew, Of Monsters and Men og Blaz Roca og á laugardeginum Friðrik Dór, Magnús og Jóhann, Baggalútur, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna og síðast en ekki síst hljómsveitin Valdi- mar sem mun ljúka kvöldinu eftir glæsilega flugeldasýningu. Valgerður Guðlaugsdóttir heldur sína níundu einkasýningu á Ljósanótt. Hún einbeitir sér að reynsluheimi konunnar í nútíma þjóðfélagi. S ýning Valgerðar Guðlaugs-dóttur „Dúkka“ verður opnuð í Listasafni Reykja- nesbæjar fimmtudaginn 1. sept- ember klukkan 18.00 og er liður í Ljósanæturhátíðinni. Valgerð- ur hefur búið í Reykjanesbæ um skeið og er þetta hennar níunda einkasýning. Hún hefur á und- anförnum árum einbeitt sér að reynsluheimi konunnar í nútíma þjóðfélagi. Verk Valgerðar varpa fram áleitnum spurningum um mannseðlið, hlutskipti kynjanna og einnig samskipti þeirra. Valgerður lítur á sig sem pop- feminista. Í list sinni notar hún tilbúna hluti úr afþreyingariðnað- inum og blandar þeim saman við hluti úr sínum eigin hugmynda- heimi. Á þessari sýningu velt- ir hún fyrir sér kvenímyndinni, hvernig konan reynir að uppfylla þá ímynd sem gefin er af henni í samfélaginu og hvernig hún fell- ir sig inn í munstrið sem henni er gefið en einnig hvernig hún getur verið sinn eigin skapari. Þóra segir enn fremur í sýningarskrá að litlar stelpur byrji að þjálfa sig í kvenleiknum frá unga aldri. Kvenleikurinn sem er eins konar grímuleikur miðast að því að taka upp ákveðið viðurkennt kynhlut- verk með tilheyrandi látbragði og klæðaburði og þóknast þann- ig ráðandi hugmyndafræðilegum öflum feðraveldisins sem gegn- sýra menninguna. Sýningin er í sýningarsal Lista- safns Reykjanesbæjar í Duushús- um og stendur til 16. október. Þar er opið virka daga frá kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13-17 og aðgang- ur er ókeypis. Dúkka í Listasafninu Sýningin Dúkka verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag. Á fjölskylduhátíðinni okkar Ljósanótt kenn- ir margra grasa eins og dagskráin sem hér er kynnt sýnir. Eins og á svo mörgum bæjarhátíð- um landsins sýna íbúar og gestir sínar bestu hlið- ar. Hér fögnum við því að þótt daginn stytti, lýsir mannlífið. Tónlist, íþrótt- ir, myndlist, hönnun, saga, skemmtiefni, góður matur og frábærar upp- ákomur einkenna hátíð- ina okkar. Ein slík er kl. 10.30 á fimmtudeginum. Þá er setning Ljósanæt- ur með táknrænum hætti þar sem þúsundir grunn- og leikskólabarna sleppa mislitum blöðrum til himins. Önnur slík er „Árgangagangan“. Þá flæðir saga lífsins eftir Lífæðinni okkar niður Hafnargötu, vonandi með þátttöku þinni. Gangan fer af stað kl.13.30 á laugardaginn. Nokkru fyrr hafa allir safnast saman við hvert hús- númer við Hafnargötu, sem ber seinni hlutann í fæðingarári hvers og eins. Ég mæti því samviskusamlega við Hafnargötu 56 og hitti þar ungt og skemmtilegt fólk, fullt af orku, reynslu og lífsgleði. Svo hefst gangan. Fyrst af þeim sem hafa yngstu árgangstöluna, efst á Hafnargötunni, unglingar, þá nýorðnir foreldrar með barnavagna, svo afar og ömmur. Þannig má lesa augljós einkenni út úr hverjum árgangi. Ég sé eiginkonuna ganga framhjá í sínum ungmennahópi, stuttu áður en minn hópur fær að arka af stað. Á leiðinni eltir maður því ungviðið en gengur fram á stöðugt eldri árganga. Nú ætlum við í árgangi 56 að sýna fram á að hann er sá stærsti og líkamlega virk- asti... miðað við aldur. Það sýnum við með því að allir Íslendingar sem fæddir eru 1956 eru hvattir til að mæta við Hafnargötu 56 í Reykja- nesbæ. Á göngunni lyftum við hnjánum hátt og sýnum þennan ein- staka árgang – í öllum gangtegundum. Hér með skora ég á aðra árganga að hvetja alla vini og kunningja í sínum árgangi, hvaðanæva að af landinu, að mæta – notið fésbókina og símann, allt er leyfilegt. Svo skulum við mæla hvaða árgangur er raunverulega mest lifandi og virkur! Tekið skal fram að sá sem mætir úr árgangi 1935 og neðar hefur tvöfalt vægi! Verið öll innilega velkomin á Ljósanótt! Árni Sigfússon, bæjarstjóri Áskorun!! Venju samkvæmt býður Tónlistar- félag Reykjanesbæjar upp á glæsi- lega hátíðartónleika í tilefni af Ljósahátíð. Þetta árið hafa þeir hlotið nafnið Með blik í auga, og eru tímaferðalag aftur til áranna 1950 til 1970 í tónum, máli og myndum. Við förum í tímaflakk aftur til áranna þegar Hafnargat- an var ómalbikuð og breyttist í stórfljót í rigningum. Þegar kaup- menn versluðu á öllum hornum og Kaupfélagið var stórveldi. Bærinn ilmaði fyrst og fremst af fiski og herinn nýbúinn að koma sér fyrir á Háaleitinu. Hallbjörg Bjarnadótt- ir, Ellý Vilhjálms, Haukur Mort- hens og Raggi Bjarna hljómuðu í óskalagaþáttum sjúklinga og sjó- manna. Það verður einmitt boðið upp á tónlist þessara listamanna auk Hljóma, Villa Vill, Flowers og Trúbrots í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ, sunnudag- inn 4. september kl. 16 og aftur kl. 20. Það eru frábærir söngvarar af Suðurnesjum sem stíga á svið, Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Bríet Sunna Valdemarsdóttir, Jana María Guð- mundsdóttir, Guðmundur Her- mannsson, Birna Rúnarsdóttir, Sveinn Sveinsson og fleiri. Það er fjórtán manna hljómsveit sem leikur undir. Arnór B. Vilbergsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur tónlistina í upprunalegum anda og Kristján Jóhannsson skrifar hand- rit og kynnir viðburðinn. Miðasala er á midi.is en einn- ig verður hægt að nálgast miða á heimaslóð í forsölu sem nánar verður auglýst síðar. Tíðarandi 1950 til 1970 Tónlistarbærinn stendur undir nafni. Söngvarar af Suðurnesjum flytja lög Hljóma, Villa Vill, Flowers og Trúbrots. Útgefandi: Reykjanesbær | Heimilisfang: Tjarnargata 12 | Ritstjóri og ábyrgðar- maður:Guðrún Þorsteinsdóttir | Vefsíða: www.reykjanesbaer.is www.ljosanott.is | Sími: 421 6700 Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.