Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 48

Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 48
1. september 2011 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Sýningaopnanir á teikningum eftir Erró og grafíkverkum eftir Christi- an Ludwig Attersee, sem Danielle Kvaran stýrir, marka upphaf á starfsári Listasafns Reykjavíkur. Báðar hefjast sýningarnar laugar- daginn 3. september klukkan 16. Á sýningu Errós verða sýndar um 200 teikningar eftir listamann- inn, en hann hefur verið einna minnst þekktur fyrir þá grein. Verkin vann Erró frá árinu 1944 fram til dagsins í dag og beitti fjöl- breyttri tækni og aðferðum við gerð þeirra. Við opnun sýningarinnar, sem stendur yfir til ágústloka á næsta ári, mun Erró afhenda verðlaunafé úr sjóði sem kenndur er við móður- systur hans, Guðmundu S. Kristins- dóttur frá Miðengi. Verðlaunin eru veitt myndlistarkonum sem þykja hafa skarað fram úr í list sinni og er þetta í tólfta sinn sem úthlutun fer fram. Nýverið var listasafninu fært að gjöf safn grafíkverka frá austur- ríska listamanninum Christian Ludwig Attersee. Hann hefur skip- að sér í fremstu raðir listamanna í Austurríki, en gjöfin samanstend- ur af 63 verkum sem unnin voru á árunum 1970 til 2010. Listamað- urinn verður viðstaddur opnunina, sem stendur yfir til 6. nóvember. Erró og Attersea í Listasafninu TEIKNINGAR Erró hefur verið einna minnst þekktur fyrir teikningar sínar í gegnum tíðina, en um 200 slíkar verða til sýnis á Listasafni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Einn dagur - kilja David Nicholls Íslenskur fuglavísir - nýr Jóhann Óli Hilmarsson Stóra Disney köku- og brauðbókin - Walt Disney Indjáninn - kilja Jón Gnarr Frelsarinn - kilja Jo Nesbø METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 24.08.11 - 30.08.11 Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Sjálfstætt fólk Halldór Laxness Ensk íslensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan Hægur dauði - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Friis Fallið er hátt - kilja Anna Grue Leikritið The Island er hugar fóstur fjögurra íslenskra og kanadískra listamanna. Mörkin milli einstaklinga eru skoðuð í verkinu sem er ekki hefð- bundið leikrit. „Hugmyndin að sameiginlegu verki íslenskra og vestur-íslenskra lista- manna kviknaði árið 2001, en í fyrra fór að komast mynd á þetta. Í september í fyrra tókum við góða vinnutörn saman og svo í Winni- peg síðastliðið vor,“ segir Freya Olafson einn aðstandenda leiksýn- ingarinnar The Island sem verður frumsýnd 3. september á leiklist- arhátíðinni Lókal. Freyja vann sýn- inguna ásamt þeim Arne McPher- son, Ingibjörgu Magnadóttur og Friðgeiri Einarssyni. „Upphaflega unnum við með hugmyndina um ein- angrun. Okkur fannst það eðlilegur útgangspunktur listamanna annars vegar frá eyju eins og Ísland er og hins vegar afskekktu svæði eins og Manitoba-fylki í Kanada þar sem tekur 28 tíma að aka í næstu stór- borg. Einangrun var sem sagt upp- hafspunkturinn en svo fórum við að velta einmanaleika meira fyrir okkur og í framhaldinu löngun fólks til að tengjast og deila tíma saman,“ segir Freya. Hún segir verkið ekki hefðbundið frásagnarleikhús. „Við erum öll úr sitthvorri áttinni, ég kem úr dans- inum, Ingibjörg úr myndlistinni og Arne og Friðgeir eiga rætur í leik- listinni. Verkið endurspeglar það vonandi.“ Auk þeirra fjögurra sem flytja verkið standa þau Hugh Conacher ljósahönnuður, Guðmundur Vignir Karlsson og Margrét Bjarnadóttir að sýningunni. The Island er hluti af þátttöku listahátíðar Now/Núna í Lókal. „Við höfum starfrækt Now um nokkurra ára skeið en á þeirri hátíð er íslensk- um og kanadískum listamönnum stefnt saman. Því er gaman að koma hingað núna og taka þátt í hátíð hér,“ segir Freya sem er eins og aðrir aðstandendur Now af íslenskum ættum. „Forfeður móður minnar fluttu til Kanada 1875 en forfeður föður míns um 1880. Foreldrar mínir end- urvöktu svo tengslin við Ísland með því að skíra okkur systkinin íslensk- um nöfnum,“ segir Freya sem hefur oft sótt Ísland heim. „Ég hef bæði komið hingað sem ferðamaður og svo til að sinna listinni, það er mjög gaman.“ The Island verður sýnd á laugar- dag og sunnudag í Gamla bíói en í Kanada næsta vor í tengslum við Now-listahátíðina. sigridur@frettabladid.is Einangrun og einmanaleiki á íslensk-kanadískri eyju Frá árinu 2006 hefur listahátíðin Núna (Now) staðið að árlegri dagskrá þar sem stefnt er saman íslenskum og kanadískum listamönnum, tónlistar- mönnum, kvikmyndagerðarmönnum, dönsurum, myndlistarmönnum og leiklistarfólki í Manitoba í Kanada. Meðal þeirra íslensku listamanna sem komið hafa fram á þessari hátíð má nefna Lay Low, Megas, Ragnar Kjartans- son, Mugison, FM Belfast, Erling TV Klingenberg og ýmsa fleiri. Í tilefni af fimm ára afmæli hátíðarinnar stendur Núna (Now) að hátíðinni Now (Núna) í Reykjavík og á Hofsósi samhliða leiklistarhátíðinni LÓKAL. Leiksýningin The Island er aðeins einn af fjölmörgum liðum hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.nunanow.com. MÓT ÍSLENSKRA OG KANADÍSKRA LISTAMANNA EYJAN Verkið The Island verður sýnt í Gamla bíói og þar voru aðstandendur á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STÓRSVEIT SAMÚELS JÓNS SAMÚELSSONAR kemur fram í kvöld á Faktorý. Tón- leikarnir eru hluti af Djasshátíð Reykjavíkur. Hljómsveitin, sem dansar á fínni línu fönks og afróbíts, hefur leikinn klukkan níu. Fyrsti fyrirlestur í fyrirlestraröð um íslenska byggingarlist verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld. Til umfjöllunar í kvöld er Sund- laugin á Hofsósi. Sigríður Sigþórsdóttir hjá Bas- alt arkitektum hannaði sund- laugina sem hlaut bæði stein- steypuverðlaun Íslands 2011 og Menningarverðlaun DV. Það eru þær Katrín Ragnars og Guja Dögg Hauksdóttir sem hafa umsjón með fyrirlestrinum sem hefst klukkan átta. Næstu umfjöllunarefni eru vistvæn hönnun Hennings Larsen arki- tekts 6. október og hið nýgerða tónlistarhús Harpa 17. nóvember. Rætt um Hofsóslaug

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.