Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 50
1. september 2011 FIMMTUDAGUR34 Gjörningar, myndlist og tónleikar eru meðal þess sem boðið verður upp á á sýningu S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík) í galleríinu Suðsuðvestur í Kefla- vík á Ljósanótt annað kvöld. Á sýningunni verða ný verk eftir Pál Ivan Pálsson, Jesper Pedersen, Þráin Hjálmarsson, Magnús Jensson, Hallvarð Ásgeirsson Herzog, Þorkel Atla- son, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson. Sýningin verður opnuð með gjörningi á morgun klukkan 18. Á laugardag verða tónleikar klukk- an 15 en sama dag stendur yfir myndlistarsýning frá klukkan 11-18 og frá 12-16 á sunnudag. S.L.Á.T.U.R. tíðin hafin Fimm vegleg tónleikaverkefni eru á dagskrá Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem hefur sitt 52. starfsár í vetur. Fyrstu tónleikar starfsársins verða í Norðurljósasal Hörpu 30. október þar sem flutt verð- ur Jazzmessa eftir litháíska tónskáldið Vytautas Miškinis. Verkið var frumflutt á alþjóð- legu kóraráðstefnunni í Kaup- mannahöfn 2008. Síðan þá hefur það verið flutt víða um heim og hljómar nú í fyrsta skipti á Íslandi. Einnig tekur kórinn þátt í flutningi Hringadróttinssinfóní- unnar eftir Howard Shore ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Shore fékk tvenn Óskarsverð- laun fyrir kvikmyndatónlistina og hefur útbúið sérstaka tón- leikaútgáfu verksins við miklar vinsældir. Hátíðartónleikar helgaðir ald- arminningu stofnanda söngsveit- arinnar, dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, verða í Langholts- kirkju og Skálholtsdómkirkju í apríl. Þá verður frumflutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdótt- ur tónskáld, sem hún semur af þessu tilefni fyrir Fílharmóníu. Söngsveitin lýkur starfsárinu á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar á Listahátíð í maí, en þar verður Fílharmónían í hlut- verki Kapúlet-ættarinnar þegar sinfónían Rómeó og Júlía eftir Berlioz verður flutt undir stjórn Ilans Volkov, nýs aðalstjórnanda Sinfóníunnar. Magnús Ragnarsson er söng- stjóri sveitarinnar, sem nýtur einnig liðsinnis Guðríðar St. Sigurðardóttur píanóleikara og Margrétar Sigurðardóttur radd- þjálfara. Raddpróf fyrir nýja félaga verða í Melaskóla við Hagatorg sunnudaginn 4. sept- ember klukkan 14. Fílharmónía kunngjörir vetrardagskrána Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, höfundur ritgerðarinnar Frida Kahlo. Móðir án barna, heldur erindi um ævi og verk Fridu Kahlo í Gerðu- bergi á laugar- dag. Erindið er flutt í til- efni af sýning- unni Samsekt: Diego Rivera og Frida Kahlo í Gerðubergi. Helga Gvuðrún nam spænsku við Universidad de Autónoma í Madrid og lauk BA-gráðu árið 2006 frá Háskóla Íslands. Í erindi sínu stiklar Helga Gvuðrún á stóru um um líf Fridu og átök í einkalífi hennar, auk þess að ræða uppruna listaferils Fridu og velta upp hvaðan tján- ingarþörf listakonunnar kom. Að erindi loknu verður Hólm- fríður Ólafsdóttir sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna, en þar má sjá ljósmyndir þar sem reynt er að fanga ástríðufull augnablik sambands þeirra Fridu Kahlo og Diegos Rivera. Erindi Helgu Gvuðrúnar hefst klukkan 14. Þetta er síðasta sýn- ingarhelgi. Rætt um ævi Fridu FRIDA KAHLO SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Fyrstu tónleikar vetrarins verða haldnir í lok október í Hörpu. S.L.Á.T.U.R. Áki Ásgeirsson einn for- kólfa hópsins S.L.Á.T.U.R. tekur þátt í Ljósanótt ásamt félögum sínum. PIPA R \ TBW A SÍA Vala og Berglind í Ólátagarði Ólátagarður er ný hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru Við erum með til sölu tilbúna og hálfkláraða vöru ásamt vinnustofu fyrir viðskiptavini og leikaðstöðu fyrir börn. Verslunin verður opnuð í dag að Snorrabraut 56. Kíkið við í skapandi heim Ólátagarðs, skoðið úrvalið og vinnustofuna. Hlökkum til að sjá ykkur! Snorrabraut 56 / 511 3060 / olatagardur.is OPNUM Í DAG, SNORRABRAUT 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.