Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 58

Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 58
1. september 2011 FIMMTUDAGUR42 Meðlimir rappsveitarinnar Out- lawz sem Tupac Shakur stofnaði segjast hafa reykt ösku rappar- ans sáluga. Þetta gerðist á minn- ingarathöfn um Tupac, sem var skotinn til bana í Las Vegas 1996. „Við héldum litla minningar- athöfn fyrir hann með mömmu hans og fjölskyldu hans. Við fórum á ströndina með alls konar dót sem hann fílaði, eins og gras, kjúklingavængi og appelsín,“ sagði rapparinn Young Noble. Það var svo rapparinn EDI Mean sem ákvað að aska Tupac yrði reykt. Hugmyndina fékk hann úr laginu Black Jesus, þar sem Tupac biður félaga sína um að reykja ösku sína þegar hann deyr. Reyktu ösku Tupac Shakur TUPAC SHAKUR Félagar Shakur í Outlawz gerðu sér lítið fyrir og reyktu ösku hans. Tónlistarmaðurinn Lou Reed segir að samstarf hans við rokk- arana í Metallica sé toppurinn á hans ferli. „Við spiluðum saman og þá vissi ég það strax,“ sagði hann. „Þetta var algjör draum- ur.“ Reed og Metallica hófu óvænt samstarf og tóku upp plöt- una Lulu sem kemur út 31. októ- ber. Á meðal laga eru Junior Dad, Little Dog og Pumping Blood. Platan er byggð á tveimur verk- um þýska leikskáldsins Frans Wedekind og samdi Reed lögin upphaflega fyrir leikrit í Berlín. „Þetta er það besta sem ég hef nokkru sinni gert og ég gerði það með besta bandinu sem ég gat fundið,“ sagði Reed, fyrrverandi forsprakki The Velvet Undergro- und. Toppurinn á ferlinum ÁHUGAVERT SAMSTARF Lou Reed er afar ánægður með samstarf sitt við Metallica. Tískuhönnuðurinn Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda í Gamla bíói á föstudagskvöld. Ástæðan er sú að hann er upptekinn við búninga- hönnun fyrir leikritið Axlar-Björn auk þess sem Airwaves-tónlistar- hátíðin er á næsta leiti. „Það var mælt með því við mig að sýna hana á meðan Airwaves- hátíðin væri í gangi því þá verða hérna margir erlendir fjölmiðlar, þannig að ég ætla að gera það,“ segir Mundi. Sýningin verður því haldin 15. október í Gamla bíói. Þar ætlar Mundi að sýna prjónaða sumarlínu sína, sem hann kallar sjóaralínu og er að miklu leyti úr bambus. Þrátt fyrir frestunina verður eftirpartínu sem halda átti að lokinni sýningunni á föstudag- inn ekki frestað. Það verður á skemmtistaðnum Square við Lækjartorg. „Ég mun verða þar og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Mundi leyndar- dómsfullur. Belgíski/ítalski tónlistarmaðurinn Aeroplane, sem heitir réttu nafni Vito De Luca, spilar í partíinu ásamt íslensku plötusnúðunum Benna B-Ruff, Gísla Galdri, Introbeats, Óla Ofur og Oculus. „Þetta verður rosalegt. Þetta er hald- ið í samvinnu við RVK Underground sem eru mega partígæjar,“ segir tískuhönnuðurinn. - fb Frestar bambustískusýningu FRESTAR SÝNINGU Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda á föstudags- kvöld. Gúmmískór st. 20-35 Vnr. 787455 2 299 tígvél Vnr. 822071 Vnr. 836357, 836358 ístígvél 3 Vnr. 836359 kr ístígvél 35 Vnr. 836361 9kr Vnr. 822070 Vnr. 787456 Vnr. 836360 mér finnst rigningin góð... LOÐFÓÐRU Ð Popparinn Justin Bieber slapp með skrekk- inn þegar hann lenti í árekstri í Los Angeles. Atvikið átti sér stað í bílastæðahúsi neðanjarð- ar þegar ökumaður Hondu-bifreiðar ók lítil- lega utan í svarta Ferrari-glæsikerru Biebers. Enginn slasaðist og hvorugur bíllinn skemmd- ist. Atvikið átti sér stað innan við tveimur sólarhringum eftir að Bieber hlaut MTV-verð- laun fyrir myndband sitt við lagið U Smile. Popp- arinn, sem var uppgötvaður af söngvaranum Usher, er um þessari mundir að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, My World, sem kom út í fyrra. Slapp með skrekkinn SLAPP VIÐ MEIÐSLI Justin Bieber slapp með skrekkinn eftir að hafa lent í árekstri í Los Angeles.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.