Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 59

Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 59
FIMMTUDAGUR 1. september 2011 43 Britney Spears er sögð vilja eignast barn með kærasta sínum Jason Trawick. Söngkonan á fyrir tvo syni, hinn fimm ára Sean Preston og hinn fjögurra ára Jayden James, með fyrrver- andi eiginmanni sínum Kevin Federline. Fregnir herma að Spe- ars vilji reyna að búa til systkini handa þeim eftir að tónleikaferð hennar um heiminn lýkur í lok ársins. „Hún hefur alltaf viljað eignast stóra fjölskyldu en vill líka sanna fyrir sjálfri sér og fjölskyldu sinni að hún sé góð móðir. Hún vill annað tækifæri til að sýna hvað í henni býr,“ sagði heimildarmaður. Britney vill eignast barn VILL BARN Britney Spears vill eignast barn með kærasta sínum Jason Trawick. Fyrirtæki Stevens Spielberg, DreamWorks Television, ætlar að framleiða nýja sjónvarps- þáttaröð byggða á vísindaskáld- sögu Stephens King, Under the Dome. King sjálfur tekur þátt í framleiðslunni. Þættirnir fjalla um íbúa smábæjarins Chester’s Mill í Maine sem festast inni í einhvers konar lofthjúpi sem ekk- ert kemst í gegnum, þar á meðal flugvélar. Enginn skilur hvernig þessi hjúpur varð til eða hvaðan hann kom. Dale Barbara, fyrr- verandi hermaður í Írak, og aðrir hugrakkir bæjarbúa gera hvað þeir geta til að losa sig við hjúp- inn áður en það verður of seint. Íbúar fastir í lofthjúpi FRAMLEIÐIR SJÓNVARPSÞÆTTI Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Stephens King, Under the Dome. „Við virðumst hafa hitt naglann með þessu hlut- verkavali og höfum verið með puttann á púlsin- um. Svartur á leik er alvöru,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi. Frásögn DV af vitnisburði fyrirsætunnar Hildar Lífar í Héraðsdómi Reykjavíkur í svo- kölluðu Black Pistons-máli vakti mikla athygli í gær. Mikið hefur verið fjallað um réttarhöldin enda bera þau vott um sívaxandi hörku og nán- ast sjúklegt ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur en tveimur mönnum er gefið að sök að hafa beitt þriðja aðila óhugnanlegu ofbeldi. Hildi Líf bregð- ur hins vegar einnig fyrir í kvikmyndinni Svartur á leik sem Þórir Snær framleiðir og byggir á sam- nefndri bók Stefáns Mána um undirheima Reykja- víkur við aldamótin. Þórir segir þetta hrikalega tilviljun en svona geti raunveruleikinn og skáld- skapurinn stundum skarast. Þórir hefur næg verkefni á sinni könnu því á skipu- laginu er kvikmyndin Only God Forgives sem Cannes-verðlaunahafinn Nicholas Winding Refn leikstýrir. „Við höfum gert tvær myndir saman, Bronson og Valhalla Rising, og Nicholas er líka einn af fram- leiðendum Svartur á leik,“ segir Þórir en meðal annarra framleiðenda eru breska stórstjarnan Krist- in Scott Thomas og Holly- wood-sjarmörinn Ryan Gosling. Þau tvö munu jafnframt leika aðalhlut- verkin í myndinni sem Þórir kýs að lýsa sem „ofbeldislist“. -fgg SKRÝTIN SKÖRUN Hildur Líf (lengst til hægri) leikur lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik en nafn hennar var óvænt dregið inn í hið svokallaða Black Pistons-mál. Þórir Snær segir það stundum skrýtið hvernig raunveruleikinn og skáldskapurinn skarast. Framleiðir mynd með Hollywood-stjörnum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.