Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 70
1. september 2011 FIMMTUDAGUR54 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Breska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, er hætt við að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík í október. Ástæð- an er hálsaðgerð sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir, sú þriðja á þessu ári. Fyrir vikið hefur sveitin aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum víða um heim í september og fram til 26. október, skömmu eftir að Airwaves- hátíðinni lýkur. Tónleikar The Vaccines áttu að vera einn af hápunktum Airwaves og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir þá sem hafa þegar keypt sér miða. „Við vorum mjög spennt fyrir því að fá The Vaccines hing- að en þetta er eitthvað sem var alls ekki hægt að koma í veg fyrir. Þeir eru að aflýsa risastórum túr og því hræðilegt fyrir þá líka, enda eru þeir að byrja fer- ilinn sinn,“ segir Kamilla. Til stendur að finna góðan staðgengil fyrir The Vacc- ines og er sú vinna í fullum gangi. „Við getum huggað fólk með því að það eru tvö hundruð önnur atriði í boði. Ég hugsa að það verði enginn ósáttur á Airwaves.“ Á meðal erlendra flytjenda á hátíðinni verða Sinéad O´ Connor, Beach House, John Grant og Yoko Ono Plastic Ono Band. - fb HÆTTIR VIÐ Breska rokk- sveitin The Vaccines er hætt við að koma fram á Airwaves-hátíðinni. Lausn er fundin á deilu norska rithöfund- arins Margit Sandemo og Ríkissjónvarps- ins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólk- ið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragn- hildi Steinunni. Fréttablaðið greindi frá þessu allsér- staka máli á laugardaginn en skáldkon- an var ekki par sátt við að RÚV hygðist nefna nýjan sjónvarpsþátt þessu nafni en frægur bókaflokkur Sandemo heitir ein- mitt Ísfólkið. „Ég er bara mjög ánægð að RÚV skuli hafa hlustað á okkar málstað og tekið athugasemdir okkar til greina. Þetta er bara mjög flott og fínt nafn og passar þættinum betur,“ segir Sigrún Halldórsdóttir, útgefandi Sandemo. „Við ákváðum að fara þessa leið og ég vona svo sannarlega að enginn eigi einka- leyfi á Ísþjóðinni,“ segir Ragnhildur Steinunn. Hún segist hafa fengið frjáls- ar hendur frá Ríkisútvarpinu og raunar sjálfdæmi í málinu og hún hafi ákveðið að láta hagsmuni þáttarins ráða för. „Við ákváðum að breyta þessu fyrst þetta er svona mikið tilfinningamál, ég vil fyrst og fremst að innihald þáttanna fái að njóta sín.“ Í gær var síðan unnið hörð- um höndum að því að breyta öllu kynningarefni þáttanna og „lógói“. „Þetta er án nokkurs vafa með því áhugaverðasta sem ég hef lent í á mínum sjónvarps- ferli, þetta mun seint gleymast.“ - fgg „Þetta var í raun grín sem varð að veruleika,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem er komin með annan fótinn til Íslands eftir tíu ára búsetu í Danmörku. Ástæðan er vinnutilboð sem hún gat ekki hafnað. „Ég hitti gamla starfsfélaga fyrir tilviljun þegar ég var heima í fríi í vor og þeir spurðu mig hvort ég væri ekkert á leiðinni heim. Ég svaraði í gríni: ef þú ert með góða vinnu fyrir mig kem ég heim á morgun,“ segir Marín Manda hlæj- andi en hún fékk símtal strax dag- inn eftir þar sem henni bauðst að verða framkvæmdastjóri vefversl- unarinnar Skor.is. Verslunin verður opnuð í september og kemur Marín Manda að innkaupum og sér um rekstur verslunarinnar sem hún segir vera sérsniðna að nútíma Íslendingnum. „Þetta er mjög spennandi verk- efni enda verður verslunin sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Það verður fjölbreytt úrval af skóm, stöðugar nýjungar og frí heimsending svo eitthvað sé nefnt,“ segir Marín Manda en hún hefur dágóða reynslu í verslunar- mennsku. Hún rak sína eigin barnafata- verslun í Kaupmannahöfn við góðan orðstír og lærði fatahönnun úti. „Að reka mitt eigið fyrirtæki var tvímælalaust besti skóli sem ég gat fengið en þetta verkefni er það stærsta sem ég hef tekið að mér. Það er mjög gaman að takast á við eitthvað nýtt.“ Marín Manda skildi við dansk- an barnsföður sinn í byrjun árs en þau eiga tvö börn saman. „Það að ég sé að vinna á Íslandi er púslu- spil enn sem komið er en við erum mjög góðir vinir og finnum út úr því,“ segir hún og bætir við: „Ég er eiginlega of dönsk til að vera íslensk og öfugt. Danirnir kenndu mér að vera jarðbundnari og kunna að meta einkalífið. Ég er hins vegar ennþá íslenski vinnualkinn og hef gaman af því.“ alfrun@frettabladid.is MARÍN MANDA MAGNÚSDÓTTIR: KOMIN HEIM OG SELUR SKÓ Á NETINU Komin niður á jörðina eftir tíu ára búsetu í Danmörku GAMAN AÐ VINNA Á ÍSLANDI Marín Möndu Magnúsdóttur líkar vel að vera komin heim og ætlar að sjá kaupglöðum Íslendingum fyrir skóm gegnum netið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI The Vaccines hætt við Airwaves Ísfólkið verður Ísþjóðin NAFNINU BREYTT Ragn- hildur Steinunn ákvað að leyfa innihaldi þáttanna að njóta sín í stað þess að láta allt snúast um nafn þeirra. Ísfólkið verður því Ísþjóðin og því ætti Margit Sandemo að geta sofið rótt. „Besti bitinn í bænum er hrís- grjónaréttur númer eitt hjá Krua Thai. Ég fæ mér hann alltaf.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. HEF FLUTT MIG UM SET Býð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari GREIÐAN Háaleitisbraut 58-60 sími 5813090 / 8621323 www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- OÐTILB Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is 9 tilnefningar GRÍMAN 2011: Leikskáld ársins Sala áskrift arkorta í fullum gangi – vertu með í vet ur (E.B.FBL) (J.V.J. DV) Sýningar hefjast 2. september

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.