Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 8
9. september 2011 FÖSTUDAGUR8 1 Hvaða ráðuneyti hyggst veita fjöl- miðlaverðlaun á næstunni? 2 Hvaða íslenska fyrirtæki er fata- hönnuðurinn Nicola Formichetti að vinna með? 3 Hvað heitir sænski þjálfarinn sem hefur lýst yfir áhuga á þjálfara- stöðu íslenska landsliðsins? SVÖR 1. Umhverfisráðuneytið. 2. CCP. 3. Lars Lagerbäck. Prag 29. September í 3 nætur Frá kr. 59.900 Frábær þriggja nátta helgarferð - síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Verð kr. 59.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum Verð kr. 69.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Duo **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 12.500 Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Clarion Congress **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.900 FRÉTTASKÝRING Hvað liggur að baki umræðunnar um staðgöngumæðrun? Síðustu ár hefur umræðan um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun orðið háværari, en hún er bönnuð samkvæmt tæknifrjóvgunarlög- um. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í lok janúar 2009 til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni um stað- göngumæðrun og hvort leyfa ætti staðgöngumæðrun hér. Niðurstaða hópsins var að ekki væri tímabært að heimila staðgöngumæðrun að svo stöddu, í júní í fyrra. Hópur- inn hvatti til frekari umræðu og að fylgst yrði með þróun mála á Norður löndum því æskilegt væri að eiga samleið með grannþjóðunum. Þingsályktunartillaga um stað- göngumæðrun var lögð fyrir Alþingi í lok síðasta árs af Ragn- heiði Elínu Árnadóttur og sautj- án þingmönnum úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Lagt var til að ráðherra skipaði starfshóp til að undirbúa lagafrumvarp sem heim- ilaði staðgöngumæðrun. Meðal ann- ars ætti að leggja áherslu á að stað- göngumæðrun yrði aðeins leyfð í velgjörðarskyni, að sett yrðu ströng skilyrði fyrir henni til að tryggja réttindi, skyldur og hags- muni staðgöngumæðra, foreldra og barna sem til yrðu með úrræðinu. Þá átti að leggja áherslu á að stað- göngumæður og foreldrar gerðu með sér bindandi samkomulag. Gert var ráð fyrir að frumvarp yrði lagt fyrir þingið ekki síðar en 31. mars, rúmum tveimur mánuðum eftir að rætt var um tillöguna. Að umræðunni lokinni fór tillagan til umræðu í heilbrigðisnefnd, þaðan sem hún var samþykkt með breyt- ingum fyrr í vikunni. Hvað er staðgöngumæðrun? Staðgöngumæðrun í víðum skiln- ingi er þegar kona gengur með barn fyrir par eða einstakling og hefur fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi eftir fæðingu. Staðgöngumæðrun er yfirleitt skipt í hefðbundna og fulla staðgöngu- mæðrun. Hefðbundin er þegar stað- göngumóðirin gengur með barn sem erfðafræðilega er hennar. Full staðganga er þegar staðgöngu- móðirin er ekki erfðafræðileg móðir barnsins. Í þessum tilvikum geta báðar kynfrumur komið frá væntanlegum foreldrum, en einnig getur önnur eða báðar kynfrumur komið frá kynfrumugjöfum. Staðgöngumæðrun er enn frem- ur skipt í staðgöngumæðrun í velgjörðar skyni og hagnaðarskyni. Aðeins er vilji fyrir því að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni hér á landi. Hver er eftirspurnin? Talið er að upp undir fimm pör á ári myndu nýta sér staðgöngumæðrun á hverju ári yrði hún leyfð. Fjöld- Flókin úrlausnarefni bíða hóps um staðgöngu Staðgöngumæðrun er bönnuð samkvæmt lögum. Á Alþingi hefst senn vinna við frumvarp sem mun heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. FÁIR ÞURFA ÚRRÆÐIÐ Talið er að upp undir fimm pör á ári þyrftu að nýta sér staðgöngumæðrun. NORDICPHOTOS/GETTY Úr nefndaráliti meirihlutans: „Í flestum löndum Evrópu er staðan sú að staðgöngumæðrun er ekki leyfð, þ.e. hún er ýmist bönnuð með beinum hætti eða með ákvæðum annarra laga, t.d. laga um tæknifrjóvgun eða laga um ættleiðingu sem koma í reynd í veg fyrir að staðgöngumæðrun sé heimil.“ Staðgöngumæðrun er leyfð í Rússlandi, Ungverjalandi og Úkraínu með misströngum skilyrðum. Þá er staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni leyfð til dæmis í Bretlandi, Hollandi, Grikklandi og Georgíu. Engin ákvæði um stað- göngumæðrun eru meðal annarra í Belgíu, Króatíu, Tékklandi, Portúgal og Rúmeníu. Staðgöngumæðrun er leyfð bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Staðan í öðrum löndum inn færi þó eftir því hverjum væri heimilt að nýta úrræðið auk þess sem fjöldinn gæti verið meiri fyrstu árin þar sem staðgöngumæðrun hefur ekki verið heimil hingað til. Læknisfræðileg tilefni til stað- göngumæðrunar eru nokkur, sam- kvæmt skýrslu vinnuhópsins. Bein tilefni eru konur sem fæðast án legs, hafa sjúkdóma í legi – til dæmis krabbamein, legnám eða skemmdir í legi. Óbein tilefni eru konur sem myndu stofna lífi sínu og barns í hættu sökum sjúkdóma. Einnig konur sem hafa upplifað endurtekin fósturlát eða misheppn- aðar tæknifrjóvganir. Önnur tilefni sem nefnd hafa verið, án þess að að baki séu læknis fræðilegar ástæður, er ef konur vilja ekki leggja á sig að ganga með og fæða barn, eða ef um er að ræða einhleypa karlmenn og samkynhneigð karlmannspör. Gagnrýni á tillöguna Í umsögnum um þingsályktunar- tillöguna settu margir fram efa- semdir, á ýmsum forsendum. Meðal þess sem var gagnrýnt við sjálfa tillöguna var hversu stuttur tími væri ætlaður í vinnuna, ekki næg umræða hefði farið fram um málið til þess að frumvarp yrði tilbúið nokkrum mánuðum síðar. Í tillög- unni sem fór úr heilbrigðisnefnd var tímarammanum breytt, og er nú gert ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í síðasta lagi 1. mars 2012. Margir gagnrýndu einnig að staðgöngumæður og foreldrar gerðu með sér bindandi samkomu- lag. Mannréttindaskrifstofa Íslands sagði það til að mynda ganga þvert á mannréttindasjónarmið að gera samning sem svipti konu rétti yfir líkama sínum. Í hinni breyttu til- lögu hefur þetta ákvæði verið tekið út. Í nefndaráliti meirihluta heil- brigðisnefndar kemur fram að ekk- ert samkomulag geti tekið frá konu ský lausan rétt til að ráða yfir eigin líkama. Jafnframt geti ekkert sam- komulag tekið frá konu rétt til að teljast móðir barns, burtséð frá því hvaðan kynfrumur þess koma. thorunn@frettabladid.is Á næstu dögum verður fjallað nánar um álitaefni um staðgöngu- mæðrun almennt í Fréttablaðinu. DANMÖRK Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa hafið rannsókn á því hvort Skatturinn eða skatta- málaráðuneytið hafi brotið persónuverndarlög með því að leka trúnaðargögnum um skatta- mál Helle Thorning-Schmidt, formanns Sósíal- demókrata, og eiginmanns hennar. B.T. sagði fréttir af því í gær að Thorning- Schmidt hafi nýtt sér persónuafslátt eiginmanns síns, sem er skráður til heimilis í Danmörku, en greiðir þar ekki skatta. Þar af leiðandi hafi Thorning-Schmidt greitt minna en henni bar í skatta á sex ára tímabili. Hún hefur sjálf lýst því yfir að hún eigi ekkert óuppgert við skattayfirvöld. Þá finnst henni það háalvarlegt að samskipti hennar við skattayfir- völd séu komin í hendur blaðamanna. Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra og helsti pólitíski andstæðingur Thorning-Schmidts, vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt, en hvatti þó til þess að rannsakað yrði hvernig skattagögnin höfnuðu í höndum BT. Þingkosningar fara fram í Danmörku þann 15. september, en ekki er víst hvort þetta mál muni koma til með að skaða Thorning-Schmidt. Hún er talin líkleg til að hreppa stöðu forsætisráðherra, miðað við fylgi flokkanna í nýlegum skoðana- könnunum. - þj Skattamál formanns danskra Sósíaldemókrata dregin fram í kastljósið rétt fyrir þingkosningar: Rannsókn hafin á leka á trúnaðargögnum Í VANDRÆÐUM Helle Thorning-Schmidt, formaður Sósíaldemókrata í Danmörku, er í kastljósinu vegna skattamála. Rannsókn er hafin á því hvernig trúnaðar- gögn lentu í höndum fjölmiðla. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.