Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 2
110 F A X I BRÉF FRÁ ÓLAFI SKÚLASYNI Nýlega hefir mér borizt bréf frá sr. Olafi Skúlasyni, sem nú hefir um tveggja ára skeið starfað hjá ísl. söfnuði í Vestur- heimi og getið sér þar hið bczta orð. Óþarft er að kynna sr. Olaf hér á lians bernsku- og æskustöðvum. Allir Keflvíkingar þekkja hann að göðu einu og hinir, er síðar hafa flutzt hingað, hafa sjálfsagt heyrt eitthvað gott frá honum sagt. Námsferill hans hér heima var með glæsibrag og það er einnig hin stutta starfssaga hans í Vesturheimi. En þar sem hréf sr. Ólafs er mjög fróð- legt og skemmtilegt og lýsir vel störfum hans og áhugamálum, tel ég það eiga crincli til Keflvíkinga og annarra vina hans á Suðurnesjum og leyfi mér því að birta kafla úr því hér í blaðinu. Og um leið og ég þakka honum bréfið, óska ég honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og allra heilla í framtíðinni. Ritstj. Kæri vinur. Mér hefur alltaf vcrið hálfilla við af- sakanir, sérstaklega þegar ég þarf að biðj- ast þeirra. En cinhvern veginn finnst mér, að ekki komi annað til mála, en að ég stynji einni slíkri beiðni upp núna, er ég loksins læt heyra í mér eftir tveggja og hálfs árs þögn. Það liggur rcyndar við, að mér finnist það næsta ótrúlegt, að það sknli raunverulcga vera svona langt síðan við sáumst seinast, en tíminn flýgur. Oft hef ég nú hugsað mér að setjast niður og senda þér ltnu eða „Faxa“ okkar kæra kveðju, en af hvorugu hefur orðið. En svo urðu aðallega þrjár ástæður til þess, að ég lét nú loksins verða af því að hyrja á bréfi til þín: I fyrsta lagi var það hréf frá séra Eiríki Hrynjólfssyni í Vancouvcr, Kanada, sem við þekkjum nú svo vel, þar sem hann er að minnast á liðna daga og Kefla- víkina okkar kæru; önnur var sú, að pabbi minn skilaði kveðju frá þér og því með, að þú værir orðinn hissa á þögninni, sem ríkti í kringum mig; og þriðja ástæðan og e.t.v. sú mikilvægasta var, að ég sá seinustu ein- tökin af „Faxa“ hjá honum séra Valdimar J. Eylands, þegar ég var í Winnipeg fyrir skömmu. Allt þetta orkaði á mig, svo að ég einsetti mér að víkja öllu öðru til hliðar og láta nú verða af þessu. íbúðarhús sr. Ólafs Skúlasonar. Reyndar kann nú svo að vera, að þér finnist þetta einkennilega til orða tckið, er ég tala um að „víkja öllu öðru til hliðar". A.m.k. lýsti vinur minn í Keflavík og sam- verkamaður þinn því yfir í bréfi nú fyrir skömmu, að hann gæti ekki skilið í því, að ég hefði svo mikið að gera, að ég hefði ekki haft tíma til þess að skrifa honum reglulega. En okkar á milli, þá hef ég ekki þurft að kvarta undan atvinnuleysi, síðan ég kom vestur! Og til að segja frá einhverju í sambandi við þetta (og vcrð ég þá enn einu sinni að grípa til afsökunarbeiðni, ef fyrstu persónu fornafnið skyldi koma of oft fyrir í þessu hréfi!) þá er bezt að hyrja á því að lýsa fyrir þér í örfáum orðum nokkru af því helzta, sem fyrir hefur borið í starfi mínu. Hcimlii okkar er i Mcjuntain í fylkinu Norður Dakóta. Mountain þessi státar sig af því að vcra minnsta horg Eandaríkjanna. Annað sem hér er og við erum montin af, er elzta kirkja, sem Islendingar hafa byggt á þcssu meginlandi. Var hún hyggð 1884, og lýsir hún kjarki og dugnaði þess- ara fátæku Islendiga, sem veðsettu lönd sín og eignir til þess að geta komið upp kirkju sem allra fyrst. Og ekki hafa þcir kastað höndunum til verksins. Það voru gerðar gagngerðar endurbætur á henni veturinn 1955—1956, og ég horfði alveg undrandi á bjálkana og viðinn, sem not- aður hafði verið. Það var greinilegt, að ekki höfðu þeir valið af lakara endanum. Annað sem þessi bær hefur og vert er að minnast á, er Ellihcimilið Borg. Var það byggt 1943 fyrir frjáls samskot fólks í þessu prestakalli, og stjórnað af safnaðarmönn- um. Kýs hver söfnuður einn fulltrúa og mæta þeir allir auk prests og forstöðukonu einu sinni í hverjum mánuði. Og það hczta við þetta allt, er það, að heimilið ber sig og er orðlagt um allt ríkið, og þótt lengra væri farið, fyrir myndarskap. Vistfólkið er af öllum þjóðernum, en samt eru íslend- ingarnir í meiri hluta, og efast ég um, að nokkurs staðar sé unnt að finna tryggari syni og dætur fósturjarðarinnar heldur en þetta gamla fólk. ísland er sveipað helgi- ljóma í augum þeirra, enda þótt það á stundum reyni að leyna því og draga úr heimþránni mcð því að benda á það, sem því finnst miður fara heima. (En reyndar þarf fólk ekki að vera svo fjarska gamalt til að langa til íslands). Og ekki get ég annað en dáðst að því, hvcrsu þykkt ls- lendingsblóðið er, þegar ungir menn og konur, sem aldrci hafa séð Island, kunna ekki einu'sinni málið, en tala samt alltaf um landið sem „heima“. „Römm er sú taug“. Og ekki veit ég, hvort við gerum okkur oft Ijóst heima á Islandi, hversu mikla eign landið á hér vestra, eign, sem ekki má láta fara forgörðum heldur verður að annast um og bera umhyggju fyrir. Og ekki megum við heldur halda, að þetta fólk hafi yfirgefið Island, af því að það langaði til þess, langt í frá. Mér er sagt, að landnemarnir hafi næstum allir verið að vinna sér inn fyrir fargjaldinu heim aftur og e.t.v. þcss vegna stritað eins mikið og raun ber vitni. Fæstum þeirra auðnaðist samt að líta Island augum aftur, cn hug- araugun sljóvgast aldrei. Gamall vinur minn, sem heima á hér fyrir sunnan, og búinn er að vera blindur um árahil, segir, að hann væri orðinn slurlaður, ef hann gæti ckki dvalizt í dölunum á Norður- landi, þcgar myrkrið sest að honum sem svartast. „Þar er ég langdvölum“, segir hann „og sé þar greinilega liverja þúfu og hvern lækinn, enda þótt ég gcti ekki einu sinni séð móta fyrir þér, þar sem þú situr“, bætir hann við. Að vísu er það íslancl, sem þeir sjá, æði breytt. Og ekki cr við því að búast, að þctta fólk geti áttað sig á öllum

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.