Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 4
112 F A X I Sveinsína Jónsdóttir Kveðja frá Hreini Líndal Haraldssyni. Sveinsína Þórunn Jónsdóttir. Góða kona guðs á vegum gekkstu farin æfistig, blíðan kærleik birtu og varma breiddir ávallt kringum þig. Mætir mér í minning kærri mínum bemsku dögum frá, ástúð þín í ótal myndum er eg vina hlaut þér hjá. Man eg skýrt hve höndin hlýja hlúði mild að litlum dreng, yl frá brosi augna þinna eins eg geymi hvar eg geng. og þar af leiðandi er það oft og tíðum áhugasamara. Kirkjusókn er einnig betri víðast livar heldur en heima. Og hræddur er ég um, að hér þætti lítið að hafa ekki nema eina kirkju í bæ á borð við Kefla- vík. Eru sjö kirkjur í bæ hér 14 mílur fyrir norðan, sem er töluvert minni en Keflavík, tvær Lutherskar, ein Rómversk Katholsk, Babista, Meþódista og tvær til- heyrandi kirkjudeildum, sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefndar áður en ég kom hingað. Og allar eru þessar kirkjur og prestar þeirra styrkt fyrir framlög fólksins. Margir gefa tíunda hlutann af öllu því, sem þeir fá inn, — til kirkju sinnar. Ókosturinn við þetta er sá, að erfitt er fyrir mjög fámenna söfnuði að greiða presti og vilja söfnuðirnir þá oft leggjast niður. Reynt er þó að lialda þeim starfandi með styrk, en ef þeir ekki fá fleiri meðlimi, er sá styrkur tekinn af þeim. En sökum þess- ara peningamála er starf prestsins að sumu Barnssál mína blíð þú skildir bros og tár er féllu um hvarm, sat eg oft, og sögum hlýddi sæll og glaður við þinn barm. Fannst sem þig að ömmu ætti ekkert þó að værum skyld, blessun vafðir barnsins huga blíð og göfug, traust og mild. Hvar sem hönd þín var að verki vakti lífsins fegurð sönn hjartað góða helgað guði henni stýrði í dagsins önn. Gæði og tryggð þíns göfga hjarta gleymast aldrei minni sál, allt sem geyma okkar kynni er mér heilagt þakkar mál. Eins og þú mig ávallt vafðir ástúð þinni fyrr og síð bið eg þess, um eilífð alla að elska guðs þig vermi blíð. Mömmu og pabba þú átt þakkir þína fyrir hjartans tryggð, Hún var söm í sorg og gleði á sönnum mannkærleika byggð. Breiði eg þökk og bænir heitar blessað yfir nafnið þitt. Guðs á himnum góða vina geymi þig við hjarta sitt. (I. S.) Æviatriði þessarar látnu heiðurskonu er að finna í afmælisgrein um hana, sem birtist í jólablaði Faxa í fyrra. leyti ólíkt því, sem ég átti að venjast heima, þó ekki væri ég þjónardi prestur. Jæja, aldrei fór það svo, að ég gæti lokið við bréfið. Það er nú bara kominn lO.október, og ekki ertu einu sinni búinn að fá kveðju. Við höfum verið ýmislegt að snúast núna undanfarið. Skruppum til Grand Forks, þar sem Islandsvinurinn og starfsmaðurinn frábæri, dr. Richard Beik, kennir. Grand Forks er 125 km. héðan, og förum við þangað, ef konuna langar mikið til að verzla og skoða það nýjasta. Sagt er, að maðurinn hennar sé ekki eins hrifinn af að ganga búð úr búð og skoða og skoða, en það fylgir einnig sögunni, að hann reyni að taka því með þögn og þolinmæði og hafi m.a.s. gaman af einstaka sinnum, sérstaklega fyrir jólin, þegar úrvalið er ótrúlega mikið. Þá hef ég einnig verið að undirbúa mig undir kirkjuviku, sem ég var boðinn til og á að vera í ríkinu Pennsylvania. A ég að prédika þar á hverju kvöldi og hafa fundi með safnaðarfólki. Hef ég pré- dikað á einni slíkri kirkjuviku áður, það var í ríkinu Visconsin, þar sem hann McCarty heitinn átti heima. Vikur sem þessar eru sérstaklega ánægjulegar og mikiis virði fyrir söfnuðina. Eg veit ekki neitt, sem sameinar þá hæfileika og orku, sem safnaðarfólk á yfir að ráða, eins og að ráðast í eitthvað, sem reynir á það. En ég ætla ekki að fara að lýsa slíkri viku fyrir þér núna, skrifa þér kannski síðar, þegar ég kem aftur frá Pennsylvania. Eg ætla að fljúga núna á laugardaginn. Og vel má vera, að ég sjái annan Keflvík- ing í leiðinni, hann Guðjón okkar Eyjólfs- son, sem núna starfar í New York. En það fer nú eftir ástæðum, hvort ég get fengið einhvern til að messa fyrir mig annan sunnudag; séra Stefán Guttormsson prest- ur í Calvalier, messar fyrir mig á sunnu- daginn kemur.' Nú virðist veturinn vera riðinn í garð, og er hann víst enginn aufúsugestur. Sum- arið er búið að vera fjarskalega heitt. Segir fólk, að það muni bara ekki eftir því, að svona heitt veður hafi ríkt dag eftir dag. En það er nú eins með þetta „aldrei fyrr“ hérna og „elztu menn muna ekki annað eins“ heima. Ég er alveg steinhættur að taka nokkuð mark á því! En óþægilegt er að hafast nokkuð að, er hitinn er farinn að nálgast 40 stig á Celcius í skugga. Draup þá af mér svitinn, kannski ég ætti heldur að segja streymdi, þar sem það var frekar um að ræða árfarveg en dropa á andlitinu á mér. Hafði ég handklæði við hendina, ef ég var að reyna að skrifa eitthvað eða lesa til þess að káma ekki allt út. Þá er haustið búið að vera sérlega votviðrasamt og hefir valdið bændum miklum erfiðleik- um. Er mér sagt, að verðmæti hveitisins hafi rýrnað um 1/3 sökum rigninga. Kem- ur það sér tilfinnanlega fyrir bændurna, þar sem þeir hafa ekki verið alltof ánægðir með vcrðið á landbúnaðarvörum. Kostn- aður við landbúnað hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu árum, en það sem kemur í aðra hönd hefur minnkað. Er víst heldur ekkert nafn sem fær rólynda bændur eins til að rjúka upp og nafnið Benson, en það er landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, mormóni frá Utali. Er maður sá ekki öfundsverður af sínu starfi. Voru menn að vona að Indíánasumarið svokallaða mundi standa lengi, en sú von brást. Þetta Indíánasumar er góðviðriskafli, sem kemur eftir fyrstu frost, stendur það

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.