Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 12
120 F A X I Nema hún sé flutt þangað, svaraði hann. Hann var orðinn hálf aumingjalegur, svo ég hélt aftur af mér og ók þegjandi út í Ytri Njarðvík. Loksins þegar ég beygði niður í þorpið, bað ég hann að segja mér hvar húsið væri. Hann lét mig aka drjúg- an spöl niður eftir aðalgötunni, unz hann bað mig loks að nema staðar. Eg kem með þér, sagði ég, ákveðinn og óumflýjanlegur eins og i!I örlög. Hann andvarpaði, ypti öxlum, og við gengum heim að húsinu. Þegar hann hafði hringt og beðið góða stund, kom roskinn maður til dyra. Kunningi minn virtist klumsa, og þar eð ég gat ekki staðið fyrir framan manninn til lengdar stein- þegjandi, sagði ég að lokum: Hann er að leita að henni móðursystur sinni. Föðursytur, gall hann þá við. Og hvað heitir hún? spurði maðurinn. Já, hvað heitir hún? spurði ég líka. Agúst, sagði hann án þess að blikna, Agúst í Skálabergi. Njarðvíkingurinn fór að hlæja, en ég varð hræddur. Ég fór alvarlega að óttast um heilsu vinar míns. Ágústa í Skálabergi ætlaðirðu að segja, lasm., er það ekki? spurði Njarðvíkingur- inn brosandi. Nei, sagði vinur minn þvermóðskulega, hann heitir Ágúst í Skálabergi. Hann hver? spurði ég varfærnislega. Hann föðurbróðir minn auðvitað, svar- aði hann. Gamall maður rauðhærður með bogið bak og skalla, alltaf kenndur við Skálaberg. Njarðvíkingurinn strauk sér um höfuðið, sem bara var sköllótt en ekki rauðhært líka, mjakaði sér inn fyir og skellti aftur hurð- inni. Eftir stóðum við á tröppunum, ég ringlaður og áhyggj ufullur. Heyrðu kunningi, sagði ég, nú hættum við þessari leit og höldum til baka. Eg tók í handlegg hans og leiddi hann út í bíl eins og barn. Þegar ég hafði komið mér fyrir í sætinu, ók ég af stað, en hann teygði úr sér og strauk svita af brám. Vertu rólegur, vinur, sagði ég, það er rétt, teygðu úr þér og hvíldu þig. Þú hefur blaðrað heilmikið í kvöld, nú segir þú mér allt af létta, ég veit þér líður betur á eftir. Þetta er það versta, sem ég hef komizt í, sagði hann og varpaði öndinni mæðulega, fari það grábölvað, ég hélt ekki að þetta væri svona erfitt. Hvað? spurði ég. Manstu í Cuxhaven? sagði hann eins og hann hefði ekki heyrt spurningu mína, manstu hvað hún var helvíti ljót í Cux- haven, dækjan á kránni? Ég viðurkenndi það, að systurnar í Hull voru ágætar eftir því sem við var að búast, en fannst þér ekki vanta eitthvað? Eitthvað hreint- og sak- laust? Saklaust? spurði ég, er það nú ekki að krefjast of mikils? Kannski, sagði hann, andvarpaði og þerraði svitann. Við vorum komnir upp á Stapa, og ég ók í loftinu. Móts við Dýpri Skoru fór hann strax að impra á því, að ég hægði á ferð- inni, og þegar við fórum austur af Gríms- hól, var hann blátt áfram farinn að biðja mig að aka hægar. Eg gerði það, og þóttist vel gera, en þegar við komum í Lyng- brekkurnar bað hann mig að stoppa. Eg ætlaði ekki að anzsa honum; hér vildi hann líka stoppa í kvöld, og ég ætlaði að humma það fram af mér. Þegar hann hót- aði að kasta sér út ef ég næmi ekki staðar, lét ég undan og ók út fyir veginn. Ég skil við þig hérna, sagði hann. Hvaða vitleyssa, sagði ég, þú ert veikur og ég skil ekki við þig. Nú förum við upp í aftur. Nei, sagði hann, ég fer hérna fram á brún. Ég kem með þér, sagði ég. Við gengum norður moldarflög og móa, unz við komum fram á brún. Háflæði var, og sjórinn lá frostblár framundan, en hand- an hans voru húsin í Vogum. Einn bær klúkti alveg fyrir neðan okkur, umgirtur sjó undir háu bergi. Þetta var bærinn, sem hann hafði mænt á í kvöld, þegar við fór- um suður. Hann lagði' af, stað niður og ég elti. Við höfum alltaf unnað frelsinu, sagði hann, og víst er það mikils virði. Það er andskoti erfitt að afsala sér því. Trúðu mér til, dagurinnj í gær og í dag hefur verið einn erfiðasti dagur á æfi minni. Þetta eru svo fjári þung spor. Og þó vissi ég alltaf að ég mundi fara hingað, hjá því varð ekki komizt, ég þráði það heitara en allt annað. Eg hef verið að streitast á móti í heilan sólarhring, gabbað mig skemmi- lega og dregið dár að mér og ruglað þig unz ég vissi hvorki upp né niður. Þú skilur bráðum hve bágt ég hef átt. Við vorum nú komnir að bænum og hann knúði dyra. Maður við aldur kom út og heilsaði kunnuglega. I kjölfar hansikom ung stúlka og beið ekki boðanna, heldur kastaði sér um háls honum og kyssti hann svo ákaft, að engu var líkara en við værum ekki til. Auðvitað sneri ég mér undan, en ég tók þó eftir því, að hún var skrambi lagleg. Ég er búin að bíða frá því í gær, kjökraði hún, ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma. Eg? sagði hann alveg steinhissa og augu hans ljómuðu af sælu, ég sem er kominn fyrir fullt og allt. Fjandakornið, ég vorkenndi honum hætis hót. i ‘1 Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu. Matvörubúðin „Breiðablik##

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.