Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 13
F A X I 121 „Lýsa þeim, sem Ijósið þrá, en lifa í skugga” F/uff / tilefni setningar umdœmisstúkuþings í Keflavík 10. nóv. 1957. Texti: Jóh. 4, 46—53. Jesús sagði: „Eg er ljós heimsins. Hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkr- inu, heldur hafa ljós lífsins.“ Konungsmaðurinn kom til Jesú, og bað hann að lækna son sinn, er var sjúkur og mjög þungt haldinn. Jesús segir við hann: Far þú, sonur þinn lifir. — Maðurinn trúði því, sem Jesús talaði til hans og fór burt. Og þegar heim kom, var sonurinn heill orðinn. Og konungsmaðurinn trúði, — og allt hans heimafólk. En hverju trúði konungsmað.urinn ? Hvað hafði hann sannfærzt um, þegar Jesús læknaði son hans — og gaf hon- um aftur lífið? Hann trúði því, að Jesús væri Kristur — hinn fyrirheitni Messías. Hann trúði því, að hann væri hinn eingetni sonur Guðs, sem Guð forðum hafði lofað for- feðrunum, að hann skyldi láta fæðast manna á meðal, — til þess að hjálpa okkur, — vera hið eilífa ljós okkar, — gefa okkur kraft, huggun, frið og von, — og sannfæra okkur um, að Guð elskar okkur, — og að við erum hans börn. Þetta var — og er hinn mikli gleðiboð- skapur, sem Jesús kom með í heiminn — til handa okkur öllum, sem á hann trúum. Þetta var það, sem hann vildi sýna okkur með öllum sínum kraftaverkum og kærleiksverkum, sem hann gerði, þegar hann gekk um á jörðu hér — og gjörði gott Og græddi alla. Og hvað er dýrmætara en það, að mega trúa þessu og treysta í öllu lífi sínu, að Jesús er frelsari okkar og hjálpari og ná- lægur okkur á hverri stundu lífsins. Hve það er dásamlegt — fyrir okkur öll, — og þá ekki sízt fyrir þá, sem í sér- stökum skilningi hafa sagt myrkraöflum mannlífsins stríð á hendur, — að vita þetta, að Jesús er hið eilífa ljós, sem ávallt lætur ljós sitt ljóma inn í sál okkar og lýsir okkur með kenningu sinni um Guðs eilífu föðurelsku. Ekkert er jafn mikil- vægt að hafa hugfast eins og þetta, að við erum elskuð, — það er um okkur hugsað, — það er borin umhyggja fyrir okkur, — að Guð gleymir engum, — að Jesús er allra vinur — og bróðir. Hinum veika og vanmátta manni veitir Jesús þann styrk, sem hvergi annars staðar er að finna eða fá. — Það er að vísu gott að eiga góðan bróður og vin manna á meðal, — hann getur á erfiðum stundum veitt veikum vini mikinn styrk — og tendrað bjart ljós, þar sem áður var ekkert nema myrkur, — en öll mannleg hjálp nær þó harla skammt, — nema því aðeins, að Jesús sé hafður með í verki, — hann einn er þess megnugur, að full- komna það, sem við mennirnir í veik- leika okkar höfum byrjað á. Hinn um- skapandi máttur orða hans getur enn í dag gefið því líf, sem fyrir okkar sjónum átti það eitt fyrir höndum, að deyja. Það sannar þessi litla saga, sem er að- eins eitt einstakt dæmi af óteljandi mörg- um. Það gerðist eitt sinn á fjölmennri sam- komu, að trúlaus maður flutti þar ræðu, sem að mestu leyti var árás á kristindóm- inn, og komst hann svo að orði meðal annars, að fagnaðarerindið um Jesúm Krist væri ekki annað en skröksaga. Að ræðunni lokinni bað óbrotinn erf- iðismaður sér hljóðs og beiddist leyfis um að mega leggja eina spurningu fyrir ræðu- manninn. Þegar ræðumaðurinn játti því, tók hinn svo til máls: „Fyrir tuttugu árum var ég hinn mesti illræðismaður í þessum bæ, — allir forð- uðust mig — og flestir voru hræddir við mig. Ég var forfallinn drykkjumaður, og auk þess komst ég þráfaldlega undir manna hendur. Fjölskylda mín og nán- ustu vinir voru óþreytandi að reyna að venja mig af drykkjulesti mínum, — lög- reglumennirnir og fangaverðirnir reyndu að snúa mér, en það hreif alls ekki fremur en aðrar tilraunir. — Sjálfum var mér það vel ljóst, hvílíkt afhrak ég var orðinn, en í sjálfum mér átti ég engan kraft til þess að breyta lífi mínu. En þá var það, að boðskapur fagnaðar- erindisins snart hjarta mitt. Ég mætti Frelsaranum, — Jesú Kristi — og lofaði honum að lækna mig. Hann tendraði sitt eilífa ljós í hjarta mínu, — og fyrir hans hjálp gat ég snúið baki við mínu vonda líferni og stend nú hér sem frjáls maður, sem enginn lengur fælist að rétta bróðurhönd. — Og nú langar mig til að spyrja yður, hvernig á því stendur, að fagnaðarerindið um Jesúm Krist, sem þér segið að sé skröksaga, skuli vera sterkara en allt þetta, sem ég nefndi, — ástvinir mínir með fortölum sínum, lögreglu- mennirnir með hirtingum sínum — og fangaverðirnir með klefum sínum? — Hún er þá mjög undarleg, — skröksagan sú.“ Þegar ræðumanninum varð orðfall, bætti erfiðismaðurinn við þessum orðum: „Þér getið sagt hvað sem yður lýzt, herra minn, en mig fáið þér aldrei ofan af því, að fagnaðarerindið er „kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim sem trúir.“ Slíkur hjálpari reyndist Jesús þessum ógæfumanni, sem sífellt var að villast lengra og lengra út í sortann og myrkrið. Hann mætti honum — í orði sínu — og læknaði hann. Hann einn gat það, sem enginn mannlegur máttur hafði getað, — að kveikja ljós í sál hans, — og beina honum af ógæfuveginum — inn á brautir farsældar og sannrar gæfu. Slíkur hjálpari vill Jesús reynast okkur öllum — vinir mínir. Þótt við höfum e. t. v. ekki villzt út á sömu ógæfubraut og maðurinn, sem sagan greinir frá, þá þurfum við þó, engu að síður, á hans hjálp að halda — í smáu og stóru. An hans, — „er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust," — en sá maður, sem er höndlaður af Kristi — og kærleika hans, er stórveldi í þjóðfélagi sínu. Hann getur gefið vonlausum von, — hann getur borið birtu inn til þeirra, sem í myrkri búa, — og hann getur kveikt líf, þar sem áður var aðeins dauði. Að slíkum manni vill Kristur gera þig — og mig. Hann er okkar bjartasta ljós, sem lýsir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.