Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 39
F A X I 147 Þjóðhátíðardagurinn í sumar Flutt á útihátíð í Keflavík 17. júní síðast liðinn. G(Sði áheyrandi. Tíminn líður, þjóðhátíðardagurinn er upprunninn. Þó aðeins sá 14. í sögu lýð- veldisins. Að vera 14 ára er ekki hár aldur í lífi einstaklings, hvað þá í lífi heillar þjóðar. Unglingurinn er ómótaður. Hann hefur ekki slitið bernskuskónum. Hugsun hans og skoðanir eru ómótaðar. Hann fylhist gleði yfir hverjum degi sem líður og í birtu hinna björtu nátta finnst honum svo gaman að lifa að hann getur ómögulega farið að sofa .Lífið blasir við fullt af ævin- týrum og lokkandi athurðum, sem eru að ske og eiga að ske. Engan tima má missa. Hvers vegna eigum við þá að sofa,imeðan birta er enn á lofti og lífið svona dásamlegt, en einhver mamma kallar:i Við höfum öll upplifað þessar stundir, hver og einn á bernskuskeiðinu. Hver og einn þekkir þessa tilfinningu. Við getum ekki umbreitt tímatalii ein- staklings yfir í tímatal þjóðarinnar, og ætt- jarðar sem slíkrar. Til þess erum við ekki nógir reikningsmenn. En hugsum okkur hve, lýðveldið okkar er eiginlega ungt. Við sjáum ljóslega hvað við erum komnir skammt á leið sem sjálfstætt lýð- veldi. Æskuárin eru að byrja, varla ein sekúnta í lífi lýðveldisins' er liðin. En við, sem lifum í dag, við finnum einnig æskuáhrifin í lífi þjóðarinnar. Allt er svo ungt. Allt er svo ónotað. Við erum nývaknaðir til starfa og viljum ekki sofa. Athafnaþráin brennur okkur í brjósti og við kunnum okkur ekki hóf 1 harnslegum æskulátum. Okkur vantar þetta og hitt og þá er að fá það. Og þetta er einmitt það skemmtilegasta við tilveru ísl. þjóðarinnar í dag. Hin ótölulegu verkefni sem blasa við. Hugsum okkur andstæðurnar yfir hyggð lönd, þar sem liver skiki er ræktaður, húið að gera svo að segja allt. Einu hjargráð vaxandi fólksfjölda er að svo og svo margar þús- undir flykkist úr landi, til fjarlægra staða í öðrum heimsálfum. Þar verða menn að rífa sig upp með rótum, frá kærri ættjörð, og koma í gjörólíkt umhverfi. Festa síðan rætur að nýju. En hvert sem við horfum hér á landi, eru óleyst verkefni. Vatnsaflið er svo að segja ónotað. Gufuhverirnir einn- ig. Aðeins lítill hluti landsins er í rækt. Þar híða geysileg verefni. Fiskimiðin um hverf- is landið bjóða upp á.ótæmandi möguleika, svo mikla, að við getum ekki gert okkur þá í hugalund. Efni jarðar eru órannsökuð og þannig mætti lengi telja. Lýðveldið er ennþá ungt, en þetta verður verkefni framtíðarinnar, að beizla vatns- aflið og heitu hverina. Nýta fiskimiðin hetur en við gerum í dag. Yrkja jörðina, koma meiri hluta hennar í rækt og þar megum við ekki gleyma ísl. skógunum. Forfeður okkar tóku við okkar ástkæra landi skógivöxnu milli fjalls og fjöru. Hvaða kynslóð verður það, er skilar því þannig aftur til framtíðarinnar. Vonandi tökum við það eins föstum tökum og önn- ur framfaramál. Þar liggur mikið við. Núlifandi kynslóð hefur gert stórvirki og varla ætlað sér af. Hún hefur ef til vill ekki lagt nóga rækt við undirbygginguna, grunninn, sem þarf að vera sterkur. Það er ekki nóg að telja sig vera sjálfstæða þjóð ef við þurfum svo fjárhagslega að vera upp á aðra komnir. Þess vegna er viðhorfum í dag snúið við. Við vorum áður ragir og þorðum ekki, og það var okkur fjötur um fót. I dag er spurningin: Hvað á ég að gera, og livað að láta ógert af því, sem mig langar til, vegna þess að gjaldþol atvinnu- veganna er takmarkað. Það er1 mestur vandi að halda við gæðinginn. Undir- staðan að frjálsu lýðveldi þarf að vera sterk. Ekki einungis andlega heldur einnig fjár- hagslega. Þetta vill okkar unga lýðveldi oft gleyma í sínum unggæðingshætti. Okkur hættir til að lifa um efni fram og framkvæma of mikið á of stuttum tíma, svo tjón hlýzt af. Við verðum að kunna að fara hinn gullna meðalveg, sem er svo vandrataður. Við heyrum getið um menn sem eru að yfirgefa landið, og leita sér atvinnu og möguleika annarsstaðar. Hvað hugsa þeir menn, eru þeir hlindir á síns eigins lands möguleika og tækifæri sem allstaðar blasa við? Getum við ekki gefið þeim sýn? Sem betur fer eru þessir menn ekki margir, en þeir eru samt of margir meðan einhver einn er til. Því að við þurfum á öllum ís- lendingum að halda við uppbyggingu landsins. Við minnumst í dag fullveldis Islands. Við fögnum endurheimtu sjálfstæði og minnumst með þakklæti og virðingu þeirra Islendinga sem barist hafa harðri og strangri baráttu í frelsisharáttu þjóðarinn- ar. Við minnumst hárra og lágra í hreysi og í höll, hvar sem þeir liafa staðið, við orf- ið eða við fiskilínuna. Eða með penna í hönd skapandi á listrænan hátt ekki aðeins sögu sinnar eigin þjóðar heldur einnig sögu annara þjóða. Hungur og drepsóttir herjuðu, verzl- unarólag og eldgos gengu yfir, en ekkert megnaði að drepa hinn óslökkvandi neista íslenzks þjóðernir og íslenzkrar tungu, eins og skáldið sagði: Andinn lifir æ hinn sami þótt afl og þroska nauðin lami. Við minnumst þó fyrst og fremst frelsishetju þjóðarinnar, Jóns Sigurðssonar. Það er enginn þjóðhátíðardagur án þess að hans sé minnzt, og þeirra manna, sem stóðu í fararbroddi með honum og studdu hann af ráð og dáð. Við þökkum góðskáld- um sem kváðu kjark og lífsþrótt í þjóðina í hinni löngu baráttu: Hvað kvað Jónas um Alþingi hið nýja 1840? Sofið hafa lengi dróttir og dvalið draumþingum á. Vakni vaskir menn, til vinnu hvetur giftusamur konungur góða þegna. Og Hannes Hafstein, segir: Eg elska þig stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í hlaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.