Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1962, Page 21

Faxi - 01.06.1962, Page 21
Aflakóngar Suournesfa 1 síðasta tölublaði Faxa — maíblaði — er birt lokaaflaskýrsla vertíðarbáta frá Keflavík og Sandgerði. Hér birtast myndir af aflakóngum Suð- urnesja. Venja er að geta ævi- og starfs- ferils nýrra aflakónga hér í blaðinu. En hér þarf þess ekki með, þar sem aflakóng- ar Suðurnesja í ár eru allt þekktir dugnað- armenn og sjósóknarar og hefur Faxi áður birt myndir af þeim, sem sigursælum afla- kóngum. Til dæmis er aflakóngur Grinda- víkur hinn sami og í fyrra. Er það Þórar- inn Olafssson, skipstjóri á mb. Þorbirni SK 540, en að þessu sinni fiskaði hann 940 tonn og 540 kg. í 73 róðrum. Eigandi mb. Þorbjörns er Hraðfrystihús Þórkötlu- staða h.f.. — Þá er aflakóngur í Sandgerði nú Þórhallur Gíslason, einnig sá sami og í fyrra. Þá var hann með mb. Hamar, en er nú skipstjóri á mb. Muninn. Aflamagn bátsins á vertíðinni er 896.4 tonn í 83 róðr- um. — I Keflavík má segja að aflakóngar séu tveir, þó annar sé að vísu aðeins hærri að kílóatölu, svo líkt er um veiðiskap og aflahlut mb. Fram frá Hafnarfirði, skip- stjóri Eyjólfur Kristinsson, og mb. Hilmis í Keflavík, skipstjóri Einar H. Guðmunds- son. Mb. Fram fiskaði 790,3 tonn í 73 róðr- um, en Hilmir fékk 788,8 tonn í 67 róðrum. Birtast hér myndir af skipstjórunum, sem báðir eru kunnir aflamenn og hafa áður verið aflakóngar Suðurnesja. GARÐSLÁTTUVÉLAR GINGE og FOLBATE í stærðum 14" og 16" Mjög hagkvæmt verð. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipavörudeild. Einar H. Guðmundsson, aflakóngur Keflavíkur Frá Ferðafélaginu Fyrsta ferð félagsins er ákveðin í Þjórsárdal 21. júlí. Þáutaka tilkynn- ist Guðmundi Jóhannessyni eða Hilmari Jónssyni. Atvinna Ungur maður óskast til náms í kjötiðnaði. Upplýsingar veitir Birgir Scheving, forstöðumaður. Kaupfélag Suðurnesja Kjötvinnslan Þórarinn Ólafsson aflakóngur Grindavíkur. Eyjólfur Kristinsson aflakóngur Keflavíkur. Þórhallur Gíslason aflakóngur Sandgerðis. / FAXI — 105

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.