Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Síða 5

Faxi - 01.12.1972, Síða 5
Scra Biörn Jónsson kann óvallt vel við sig með ungu fólki „Hýt þess að standa í stórræðum " — segir séra Björn Jónsson, prestur í Keflavíurprestakalli — Þegar við erum ungir, þá dreymir okkur stóra drauma og við ætlum að geia mikið og margt, en þegar árin færast yfir, þá get ég sagt eins og þjóðskáldið Matthías, er orti á gamals aldri um sig og stallbræður sína; maður ætlar að predika alveldi andans og svo framvegis og fylla umhverfið eldlegum tungum, en þáð verður oft lítið úr því högginu, sem hátt er reitt, og þegar maður lítur til baka, sést að allt, sem maður hefur verið að reyna að berjast og brjótast í, er meira og minna í molum, ineðal annars vegna þess, að maður hefur gefið sig í of margt. Ég er löngu búinn að sjá það, að stóra, góða hluti geri ég aldrei, en ég hugga mig við, að það er ef til vill hægt að safna smávegis, einhverju litlu jákvæðu saman, hingáð og þangað, og út úr því verði samanlagt einhver örlítill árangur, sem ég ekki sé, og mig langar ekki til að sjá, en það nægir mér, ef sá sem ég er að reyna að þjóna, sér eitthvað. Hvort þetta mat séra Björns Jónssonar á eigin verkum og árangri er rétt, legg ég í dóm lesenda, en ég hef það á til- finningunni, að þar verði niðurstaðan önnur. Hinu skal ekki neitað, að séra Björn hefur í mörgu að snúast, og hon- um gekk ekki vel að finna stund í hinum 24 klukkutíma sólarhring til að svara nok'krum spurningum mínum um tuttugu ára dvöl og prestsstarf í Keflavíkursókn. Presturinn, kennarinn, bindindishreyf- ingarmaðurinn, æskulýðsfrömuðurinn og áhugamaðurinn um mörg önnur félags- mál, mátti varla af nokkurri mínútu sjá, svo að ekki var um annað að gera, en að ræna dálitlu af svefntíma mannsins, séra Bjöms Jónssonar, skömmu eftir mið- nætti. En hvað réði vali séra Björns á preststarfinu? — Ég er alnafni afa míns, sem var prestur og prófastur norður í Skagafirði, og það mun að minnsta kosti hafa verið ósk móður minnar, á meðan ég var enn ófæddur í móðurkviði, að svo fremi ég yrði drengur, að ég fetaði í fótspor afa míns. Hins vegar var því aldrei haldið að mér, en trúhneigður hef ég verið frá því ég man fyrst eftir mér, og alla mína bernskutíð. Síðan gerist það, þegar ég er fimmtán ára, að faðir minn veikist mjög alvarlega. Ég varð að fresta því að fara í unglingaskólann til að hjálpa til við heimilið. Það var spurning upp á líf og dauða með föður minn, sérstaklega man ég eftir einu kolmyiku snemmvetrar- kvöldi. Ég hélt að hann mundi ekki lifa til morguns og ég æddi út á tún. kraup þar á kné og lofaði Guði mínum því, að ég skyldi reyna að þjóna honum eins og hann sjálfur vildi, ef að hann gæfi pabba líf. — Faðir minn er lifandi enn í dag. Trúhne.'gð og trúleysi unglinga ber næst á górna, en Björn segist sjálfur aldrei hafa orðið var við að trú hans tæki neinum breytingum á uppvaxtar- og þroskaáium hans. — Að vísu þá þorði ég ekki að tjá mig mikið, vegna andrúmsloftsins í kring- um mig, um þau efni. Ég var svo hepp- inn, að við vorum alltaf þrír frændui saman í M.A., og ég held að við höfum nánast verið einu skólanemendurnir, sem sóttu kirkju reglulega, þannig að prest- urinn, séra Friðrik Rafnar, þekkti okkur og var okkur ákaflega þakklátur fyrir, hvað við vorum tíðir kirkjugestir. Og eitt get ég sagt þér til dæmis, þótt ef til vill megi telja það til hjátrúar. Ég var sann- fæiður um að það hefði mikla þýðingu fyrir mig upp á velgengni í prófum, að fara í kirkju síðasta sunnudaginn, sem messað var fyrir prófin. Urn skólaárin ræðum við nokkra stund, og er guðfræðiprófinu lýkur kem- ur að vendipunkti í lífi cand. theóls Björns Jónssonar. — Já, ég var öldungis ósmeykur við að sækja um Keflavíkurprestakall, því að ég var svo sannfærður um að ég næði ekki kosningu. Ég sagði við kunningja mína: Ég er sæmilega ánægður ef ég fæ tuttugu atkvæði, en mér finnst hálf skammarlegt að fá fæiri. En atkvæðin, sem Björn fékk, voru gott betur en tuttugu, og allt í einu blasir sú staðreynd við, að hann á að þjóna stórum söfnuði, ungur og óreyndur. — Það er undarleg tilfinning, að breytast á einum degi úr skólastrák, sem aðeins ber ábyrgð á sjálfum sér, í mann, sem allt í einu er tekið mark á. Fyrsta árið sem ég þjónaði, reyndi ekki svo mjög FAXI — 177
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.